Nýr sjálfustaður í miðbæ Akureyrar

Nýr sjálfustaður í miðbæ Akureyrar
Í þessum myndaramma verður tilvalið að taka sjálfu.

N4 ritstjórn16.06.2022

Miðbæjarsamtökin á Akureyri eru að setja upp risastóran ramma í norðurenda göngugötunnar. Ramminn  verður tilvalinn stoppustaður, bæði að nóttu sem degi fyrir myndatökur.

Það eru athafnahjónin Vilborg Jóhannesdóttir og Úlfar Gunnarsson, eigendur tískuvöruverslunarinnar Centro á Akureyri sem borið hafa hitann og þungann af verkefninu en verkefnið hefur fengið nokkra styrki.  Hugmyndin kviknaði í covid og er nú loksins orðin að veruleika.  Upphaflega hugmyndin gerði ráð fyrir því að ramminn yrði með led lýsingu en svo var ákveðið að sólin sæi um ljósið, enda nóg af sólarljósi á Akureyri.  

 

Hjartað vinsælt myndefni

Miðbæjarsamtökin komu upp öðru myndastoppi í suðurenda göngugötunnar í júní 2020, hjarta sem notið hefur mikilla vinsælda hjá ferðafólki. Myndunum sem þar eru teknar er gjarnan deilt á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #loveakureyri

 

 

 

Deila