miðvikudagur 29. desember 2021

Nýr veitingavagn á Akureyri - fiskur og franskar beint í bílinn

Nýr veitingavagn á Akureyri - fiskur og franskar beint í bílinn
Veitingavagninn er með lúgu og því hægt að keyra upp að honum og fá afgreitt beint í bílinn. Mynd: Facebooksíða Akureyri Fish and chips.

N4 ritstjórn02.01.2022

Rétt fyrir jól opnaði veitingastaðurinn Akureyri fish and chips á nýjum stað og í nýjum búningi. Veitingastaðurinn hefur undanfarin ár verið til húsa í miðbæ Akureyrar en er nú kominn í veitingavagn við Óseyri.

Akureyri fish & chips hefur glatt marga munna í miðbæ Akureyrar síðan 2015 en þegar eigandi húsnæðisins að Skipagötu 12 fór í allsherjar breytingar á húsinu í kjölfar covid varð veitingastaðurinn heimilislaus um stund. Eigandi veitingahússins, Hjörleifur Árnason, dó þó ekki ráðalaus og nú hefur veitingastaðurinn opnað aftur en á öðrum stað og með öðru sniði: í veitingavagni við Óseyri 4. Vagninn var keyptur notaður frá Hollandi og var allur tekinn í geg. „Það ævintýri var svipað og þegar maður kaupir gamalt hús og ætlar bara "aðeins" að dytta upp á það. Það er erfitt að stoppa og á endanum var vagninn varla fokheldur, búið að rífa allt innan úr honum. Allt var byggt upp aftur," segir Hjörleifur.

2021-07-12 12.53.10.jpg

Matarvagninn var keyptur notaður frá Hollandi og algjörlega tekinn í gegn.

Matvagnamenningin blómstrar

Aðspurður um matseðilinn í veitingavagninum þá segir hann;„Við stefnum á vera með 3 til 5 rétti á matseðli að jafnaði, allt rétti sem verða fljótlegir, góðir og á sanngjörnu verði. Til að byrja með erum við bara með fisk og franskar en erum að fara að byrja með djúpsteiktan kjúkling líka sem við höfum verið að þróa í nokkurn tíma núna. Vagninn er svo auðvitað færanlegur og hefur nú þegar verið bókaður í nokkrar skemmtanir sem er ótrúlega spennandi.Við erum sannfærð um að matarvagna stemmingin á Akureyri eigi eftir að blómstra eins og hún hefur verið að gera á höfuðborgarsvæðinu undanfarið ár. Krafa fólks er einfaldlega að fá góðan mat, strax og helst án þess að snerta nokkuð á meðan, þar kemur bílalúgan okkar sterk inn,"

Stutt frá pósthúsinu

Auðveldasta leiðin til þess að finna vagninn er að finna pósthúsið á Akureyri og þá stendur vagninn hinu megin við ána. Fylgist betur með fréttum af opnunartíma og framboði á Facebooksíðu staðarins. Eigandi staðarins útilokar ekki að Akureyri fish & chipsopni aftur sem veitingastaður en aðdáendur verða a.m.k að láta veitingavaginn duga í bili. Opnunartími er til að byrja með bara í hádeginu en eftir því sem starfsfólki fjölgar er hugmyndin að vera með opið frá 11 til 21 alla daga og jafnvel fram á nótt um helgar.

2021-12-03 12.06.27.jpg

fish and chips.jpg

2021-07-12 12.53.10.jpg