Nýtt útilistaverk á Fáskrúðsfirði

Nýtt útilistaverk á Fáskrúðsfirði

N4 ritstjórn05.08.2022

Nýtt vegglistaverk var afhjúpað á Fáskrúðsfirði á dögunum. Verkið var málað á brúarvegg og er það innblásið af skjaldarmerki Íslands. 

Það er bandaríkjamaðurinn Marc Alexander sem á heiðurinn af verkinu sem afhjúpað var á Frönskum dögum en hann er búsettur á Fáskrúðsfirði og vann hann verkið í samstarfi við ungmenni í bænum. Í samtali við Austurfrétt sagði Marc þetta um verkið: 


„Þetta er hugmynd sem ég hef haft í nokkurn tíma. Upphaflega hönnunin sem ég sendi sveitarfélaginu var fyrir stærri flöt. Síðan völdum við staðinn og þá þurfti ég að sníða hana að minni fleti.  Ég hef yfirleitt unnið með klippiverk og oft með texta. Það sem svipar til klippimyndanna eru táknmyndirnar sem ég nota í þessu verki. Ég horfði á heimildamynd um Andy Warhol og hann notaði mikið af táknum og vísunum í sínum verkum. Ég býst við að það hafi haft áhrif á mig." 
 

Listaverk eru á fleiri brúm á Fáskrúðsfirði svo það er um að gera að hafa augun hjá sér á ferð um bæjarfélagið. 

Deila