Opnun vínbúðar við Mývatn undirbúin

Opnun vínbúðar við Mývatn undirbúin
Ferðafólk og heimamenn geta glaðst yfir aukinni þjónustu í Mývatnssveit með tilkomu vínbúðarinnar sem staðsett verður í Reykjahlíð. Mynd: Unsplash/Kelsey Knight

N4 ritstjórn01.05.2021

Vínbúð ÁTVR mun opna í Reykjahlíð í Mývatnssveit innan skamms. Verið er að leita að starfsfólki í verslunina.

Vínbúðin mun verða staðsett í Reykjahlíð, þéttbýliskjarnanum við Mývatn. Hingað til hafa Mývetningar þurft að leita til Húsavíkur eða Akureyrar eftir víni svo vínbúðin verður kærkomin bæði fyrir heimafólk sem og ferðafólk. Nú er verið að auglýsa eftir starfsfólki í verslunina en áætlað er að vínbúðin opni í sumar. „Það er um að gera að auka mögu­leika fólks á að kaupa það sem það lang­ar í á staðnum, að sjálf­sögðu inn­an lag­aramm­ans. Við lít­um þetta já­kvæðum aug­um og það er sam­hljóm­ur um það, þó að einnig þurfi auðvitað að gæta að lýðheilsu­mál­um í þessu,“ sagði Sveinn Magnússon í sam­tali við mbl.is fyrir stuttu síðan.