Páskaplönin: Á skíðum á Kaldbak og róa í kringum Íslands

Páskaplönin: Á skíðum á Kaldbak og róa í kringum Íslands
Sigfríður Inga var ein þeirra sem sagði alþjóð frá páskaplönum sínum í Föstudagsþættinum. Hún ætlar m.a. að skella róðravélinni út á pall og kannski að róa hringinn í kringum Ísland.

N4 ritstjórn04.04.2021

Akureyringar nýta páskana í ýmislegt. Ofarlega á óskalistanum eru gæðastundir með fjölskyldunni, útivera og slökun. Páskaeggjaát er svo að sjálfsögðu líka á listanum, sérstaklega hjá ungu kynslóðinni.

Dagskrárgerðarkonan Ásthildur Ómarsdóttir fór á stúfana fyrir Föstudagsþáttinn á N4 og spjallaði við nokkra vegfarendur á Akureyri í tilefni páskanna. Stemmingin var almennt góð þó vissulega hafi heimsfaraldurinn sett strik í plön margra, sundlaugar og skíðasvæði eru til dæmis ekki opin. Fólk ætlar þó ekki að láta það hindra sig í að njóta páskafrísins. Við grípum hér niður í svar Sigfríðar Ingu Karlsdóttur, dósents í Háskólanum á Akureyri, sem er með nóg af plönum fyrir páskana.

„Planið er að fara á skíði upp á Kaldbak ef veður leyfir og kannski fara í göngutúra og fara upp í fjall á gönguskíði. Fara í pottinn og henda róðrarvélinni út á pall og róa kannski í kringum Ísland," sagði Sigríður Inga. Fleiri svör má sjá í innslaginu hér fyrir neðan.