Píetasamtökin opna úitibú á Akureyri

Píetasamtökin opna úitibú á Akureyri
Birgir Örn Steinarsson

Karl Eskil Pálsson08.04.2021

Píetasamtökin munu færa út færa út kvíarnar í sumar og opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni. Það hefur verið á stefnuskrá samtakana frá upphafi að opna útibú í öllum landsfjórðungum og verður fyrsta útibúið opnað á Akureyri þann 1. júlí.

Fyrir fólk með sjálfsvígshugsanir

Píeta samtökin á Íslandi eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða sem starfa eftir hugmyndafræði samnefndra samtaka á Írlandi. Þau bjóða fólki á aldrinum 18 ára og eldri sem glíma við sjálfsvígshugsanir upp á meðferð og stuðning frá fagfólki án endurgjalds. Einnig er þeim sem hafa misst ástvin eða búa með einstakling í sjálfsvígshættu boðið upp á stuðning. Píeta eru félagasamtök sem rekin eru alfarið á styrkjum þar sem öll innkoma fer í starfssemina sjálfa.

Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns fyrir Píeta á Akureyri. Hann hefur verið starfandi sálfræðingur hjá Píeta í um þrjú ár, nánast frá opnun. Hann gegndi einnig tímabundið stöðu fagstjóra þar til Þórunn Finnsdóttir sálfræðingur hóf störf í febrúar á þessu ári.

Píetasíminn 552-2218 er opinn allan sólarhringinn.