Pönnukökubakstur, stígvélakast og pútt

Pönnukökubakstur, stígvélakast og pútt
Mynd: umfi.is

N4 ritstjórn21.06.2022

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið dagana 24.-26. júní í Borgarnesi. Mótið er opið öllum 50 ára og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag og geta allir tekið þátt í mótinu og á sínum forsendum. 

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011.  Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri.  Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum.

 

 

Stórt sumar hjá UMFÍ 

Ómar Bragi Stefánsson, starfsmaður Ungmennasambands Íslands, sagði nánar frá mótinu í Föstudagsþættinum á N4 og má sjá viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan. Þetta er stórt sumar, loksins. Við þurftum að fresta öllu mótshaldi 2020 og 2021, það er bara eins og það er, við bara tókum ábyrgð og gerðum það. En núna erum við að fara að stað og erum með sex mótaviðburði  í sumar." Fyrir utan áðurnefnt 50+ mót í Borgarnesi um næstu helgi þá er unglingalandsmót á Selfossi um verslunarmannahelgina. Síðan eru fjórir viðburðir á höfuðborgarsvæðinu  sem við köllum íþróttaveislu UMFÍ," segir Ómar Bragi en hægt er að finna allar upplýsingar um þessa viðburði inn á heimasíðu UMFÍ. 

 

 

Deila