Risakýr í vinnslu í Eyjafjarðarsveit

Risakýr í vinnslu í Eyjafjarðarsveit
Risakýrin Edda er stórt verkefni og óska aðstandendur þess eftir aðstoð til þess að það verði að veruleika.

N4 ritstjórn05.04.2021

Listakonan og eldsmiðurinn Beate Stormo í Kristnesi hefur hannað skúlptúr úr járni af risakýr. Kýrin hefur fengið nafnið Edda og verður heiðursvarði um allar kýr landsins hvort sem það eru Búkollur, Auðhumlur eða aðrar íslenskar gæðakýr.

Það er vel við hæfi að skúlptúrinn rísi í Eyjafjarðarsveit því þar er fimmtungur af allri mjólkurframleiðslu landsins eða um 30 milljónir lítra á ári. Beate hannaði skúlptúrinn að beiðni Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar og nú er krefjandi smíði framundan. Edda verður nefnilega 3 metrar á hæð og 5 metrar á lengd. Hún verður að mestu hol að innan en textabrotum er tengjast kúm og víravirki skreyta hana. Til þess að hægt verði að koma þessum rísaskúlptúr á lappirnar þarf að safna fimm milljónum. Áhugasamir sem vilja leggja þessu verkefni lið geta kíkt inn á facebooksíðun Risakýrin Edda í Eyjafjarðarsveit.