Rostungurinn minnir á sig á Hvammstanga

Rostungurinn minnir á sig á Hvammstanga

N4 ritstjórn23.05.2022

Rostunginum er gert hátt undir höfði á nýrri sýningu í Selasetrinu á Hvammstanga sem opnaði þar fyrir helgi. Sýningin stendur yfir í tvö ár. 

Selasetur Íslands og Náttúruminjasafn Íslands hafa opnað nýja sýningu í Selasetrinu á Hvammstanga. Sýningin ber heitirð ROSTUNGURINN – The Walrus en þar er fjallað um íslenska rostungsstofninn sem nýlega var uppgötvaður og lifði hér við land í nokkur þúsund ár en dó út við landnámið. Einnig er fjallað um nytjar af rostungum og þátt þeirra í menningu Íslendinga og annarra þjóða. Selasetrið er opið allt árið og stendur  sýningin  ROSTUNGURINN –The Walrus  yfir fram á vor 2024.

 

 

Deila