Sá listflug á Egilsstöðum sem krakki og er atvinnumaður í listflugi í dag

Sá listflug á Egilsstöðum sem krakki og er atvinnumaður í listflugi í dag
Mynd: Facebooksíða Snorra Bjarnvins Jónssonar

N4 ritstjórn18.09.2022

Snorri Bjarnvin Jónsson er atvinnuflugmaður sem heillaðist af listflugi strax sem krakki. Hann var gestur á flughátíðinni á Egilsstöðum árið 1984 og kom svo aftur þangað í sumar með sitt eigið listflugsatriði. 

Snorri kom á flughátíðina  Flug og fákar á Egilsstöðum í sumar á TF-BCX sem er rússnesk vél, framleidd árið 1982. Þáttastjórnandi Að austan hitti hann þar og fékk hann til að rifja upp upplifun hans af flughátíðinni 1984.  Ég kom hingað 1984 með pabba og þá flugum ég, pabbi og Georg vinur hans hingað. Og ég sá listflug í fyrsta skipti hjá Magnúsi Norðdahl og það hafði mikil áhrif á mig. Mér fannst meiriháttar flott að sjá það," segir Snorri sem sjálfur er atvinnu listflugmaður í dag. Þegar ég sá að það var auglýst flugsýning hérna þá varð ég að koma, mig langaði að koma og sýna. Það var eiginlega draumur."

 

Sérstakt hljóð í þeim rússnesku

Pétur Jökull Jacobs var með Snorra á sýningunni en þeir stunda það að fljúga saman í samflugi á gömlum rússneskum vélum.  Pétur sagði að það væri gaman að leyfa fólki að upplifa þessar vélar í nánd ekki síst vegna þess að hljóðið í þeim sé sérstakt.  Aðspurðir að því hvort ekki sé erfitt að fljúga vélunum á hvolfi sagði Snorri að það sé æðisleg tilfinning. Vélin fljúgi næstum því jafnvel þá og þegar hún snýr rétt en það krefjist smá æfingar að stýra vélinni á hvolfi. 

 

Viðtalið við þá Snorra og Pétur má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

 

 

 

Fyrir áhugafólk um stjörnumótora, þá er þessi sælgæti fyrir eyrun. — 

Deila