N4 logo

FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022

Samherji leggur strandblakinu á Íslandi lið

Samherji leggur strandblakinu á Íslandi lið
Blakfólk á Íslandi gleðst, því Samherji flytur til landsins um 350 tonn af ljósum sandi. / mynd n4.is

Karl Eskil Pálsson27.03.2021

Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA 11 heldur senn áleiðis til Akureyrar frá Skagen í Danmörku. Strandblak nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi en strandblakvellir eru helst með ljósum sandi, sem er ekki algengur á Íslandi. Í morgun var verið að hífa um 350 tonn af ljósum sandi um borð í Vilhelm, sem Samherji flytur til Íslands og stuðlar þannig að því að uppfylla óskir iðkenda standblaks um ljósan sand á völlunum.

Sekkirnir eru um tvöhundruð og er áætlað að sandurinn sé samtals um 350 tonn. Nokkra klukkutíma tók að hífa alla sekkina um borð en eitt er víst að blakfólk gleðst þegar ljósi sandurinn verður kominn á sinn stað fyrir norðan með aðstoð Samherjra.

Deila