Sjávarútvegssýningin 2022 í Laugardalshöllinni

Sjávarútvegssýningin 2022 í Laugardalshöllinni
prufa

N4 ritstjórn20.09.2022

Sjávarútvegssýningin  SJÁVARÚTVEGUR / ICELAND FISHING EXPO  2022 verður haldin   21. - 23. september næstkomandi í Laugardalshöll. Þar sýna um 150 innlend og erlend fyrirtæki. Að sýningunni stendur sýningarfyrirtækið Ritsýn sf.  Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri þess  segist finna fyrir miklum áhuga á sýningunni bæði hér innanlands og víða um heim.

„ Sýningin er einstaklega fjölbreytt og áhugaverð og við finnum fyrir aukunum áhuga erlendra aðila enda íslensk sjávartæknifyrirtæki í fremstu röð. Á sýningunni eru allar tegundir af fyrirtækjum er þjóna íslenskum sjávarútvegi. Gestir koma til með að sjá það nýjasta í hátækniútbúnaði er tengist fiskvinnslu og útgerð. Verða kynnt tæki og búnaður er mun hafa mikil áhrif á hina alþjóðlegu fiskvinnslu. Þá er mikið af nýjum fyrirtækjum að koma inn  með sýningarbása og  ber að nefna fyrirtæki sem þjóna fiskeldinu bæði á sjó og landi.“

    Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, opnar sýninguna formlega á miðvikudag. Þar afhendir hún viðurkenningar til fjögurra aðila innan sjávarútvegsins og krýnir „Trillukarl ársins“. Sendinefnd frá Möltu mætir sérstaklega á sýninguna undir forystu dr. Alicia Bugeja Said matvælaráðherra.

Sjávarútvegssýningin er opin frá kl. 14 til 19 á miðvikudag og frá kl. 10-18 á fimmtudag og föstudag.

Deila