Skora á RARIK að efla starfemina á landsbyggðinni

Skora á RARIK að efla starfemina á landsbyggðinni
Auglýsing RARIK

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra ( SSNV) er afar ósátt við auglýsingu RARIK, þar sem auglýst er laus staða verkefnisstjóra stærri verkefna. Samkvæmt auglýsingunni er starfssöð starfsmannsins tiltekin í Reykjavík og bendir stjórn SSNV á að framkvæmdir RARIK fari fram á landsbyggðinni.

Starfssemi RARIK um land allt

Stjórn SSNV segir það vekja furðu að föst starfsstöð í Reykjavík sé tiltekin í auglýsingunni en starfið ekki auglýst án staðsetningar. Þegar séu til staðar fjölmargar starfsstöðvar félagsins um land allt, m.a. á Blönduósi og Sauðárkróki auk ný aflagðrar starfsstöðvar á Hvammstanga.

Staðan verði auglýst „án staðsetningar“

„Stjórn SSNV skorar á stjórn RARIK að endurskoða fasta staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar. Þannig stuðlar félagið að áframhaldandi uppbyggingu starfsstöðva sinna á landsbyggðinni, þar sem viðskiptavinir þess eru staðsettir,“ segir í ályktun stjórnar SSNV.