Snjóar í fjöll á næstu dögum

Snjóar í fjöll á næstu dögum

N4 ritstjórn30.07.2022

Veðurklúbburinn á Dalvík spáir því að það snjói í fjöll Norðanlands á næstu dögum. Líkur eru á skyni og skúrum í ágúst en mánuðurinn verður þó aðeins betri en júlí varðandi hita, vind og úrkomu. 

Veðurklúbburinn á Dalvík hefur haldið sinn mánaðarlega fund og farið yfir  veðurútlit ágústmánaðar.Þar komu ýmsar upplýsingarnar frá félögum a en engar voru þær verulega slæmar frekar en undanfarið.  En samt sem áður eru félagar ennþá ákveðnir í að snjói í fjöll hérna nyrðra núna á næstu dögum eins og kom fram í spá júlímánaðar.

 

Vilja ekki stórtæka fólksflutninga

Þá eru líkur á skyni og skúrum í ágúst líka en þrátt fyrir það gerir klúbburinn ráð fyrir því að ágúst verði pínu betri en júlí varðandi hita, vind og úrkomu, allavega út Hundadaga. Þó getur brugðið til beggja vona inn á milli núna í ágúst eins og í júní og júlí. Við hérna á Dalvíkinni getum samt sem áður ekki kvartað frekar en undanfarið ár, svona miðað við suðvesturhornið, en við gætum mögulega farið að draga úr veðurlýsingum héðan svo við verðum ekki völd að stórtækum fólksflutningum af suðvesturhorninu hingað á Dallas, því þó það sé verið að byggja hérna ný hús þá getum við ekki tekið við mörgum þúsundum í einu……. Ja nema kannski svona eina og eina Fiskidagshelgi á ári, en ekki mikið lengur en það í einu. Við bíðum samt og sjáum hvort þær helgar fara í gang aftur, því ekki verður hún haldin hátíðleg þetta árið frekar en tvö síðustu," segir í tilkynningu frá Veðurklúbbnum á Dalbæ.

Deila