Sögusetrið 1238 opnar gestasýningu í Víkingaheimum

Sögusetrið 1238 opnar gestasýningu í Víkingaheimum
Freyja Rut Emilsdóttir og Þórður Grétar Árnason frá 1238 ásamt Paulinu Gunnlaugsson Fricova og Johannesi Gunnlaugssyni Fric, frá Víkingaheimum við opnun sýningarinnar.

N4 ritstjórn16.06.2022

Sögusetrið 1238 á Sauðárkróki hefur opnað gestasýningu í Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Á sýningunni geta gestir beinlínis stigið inn í söguna og tekið þátt í Örlygstaðabardaga í sýndarveruleika. 

Víkingaheimar í Reykjanesbæ hýsa víkingaskipið Íslending en einnig eru þar spennandi sýningar sem fjalla m.a. um siglingar og landnám víkinga í Norður-Ameríku, fornleifar á Suðurnesjum, norræna goðafræði og kynning á helstu söguslóðum Íslands auk þess sem á útisvæði í nánasta umhverfi er starfræktur landsnámsdýragarður á sumrin.  Á gestasýningu 1238 mun verða hægt að kynna sér stuttlega sögu Sturlungaaldarinnar áður en gestum er boðið að beinlínis stíga inn í söguna og taka þátt í Örlygsstaðabardaga í sýndarveruleika.

 

 

Gagnvirk sýningin um sögulega stórviðburði

Þrjú ár eru síðan Sögusetrið 1238 - Baráttan um Ísland,  opnaði á Sauðárkróki en innandyra er að finna gagnvirka sýningu sem færir gesti nær sögulegum stórviðburðum en hefðbundnar fræðslusýningar. N4 heimsótti 1238 árið 2019 og kynnti sér sýninguna betur og má sjá innslagið í heild sinni hér fyrir neðan. 

 

 

Deila