miðvikudagur 29. desember 2021

Spákona segir Covid ekki búið fyrr en eftir tvö til þrjú ár

Spákona segir Covid ekki búið fyrr en eftir tvö til þrjú ár
Aðalheiður Ólafsdóttir spákona og miðill

N4 ritstjórn04.01.2022

Ríkisstjórnin heldur ekki lengi og Covid verður ekki búið fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Þá verður mikill uppgangur á Akureyri, mikið byggt og barnafólki fjölgar. Þetta segir spákona sem lagði línurnar fyrir árið í áramótaþættinum á N4 sjónvarp.

„Næsta verður svolítið erfitt. Það koma smávegis bylgjur eins og hafa verið að koma, ekki þó eins slæmar. Þetta er ekki búið, því miður en þetta smá mjakast niður á við, " segir Aðalheiður Ólafsdóttir spákona og miðill. „Það sem að mér er sýnt er að þetta verður næstu tvö, þrjú árin en ekki svona slæmt. Þetta verður alltaf smávegis og við verðum að gera eitthvað í því en þetta kemur."

Akureyri á uppleið

Aðspurð að því hvort hún sjái ekki eitthvað annað en Covid þá nefnir hún ríkisstjórnina og spáir því að hún haldi ekki lengi. Þá mun allt vera á leið upp á við á Akureyri. Segir hún að mikið verði byggt á árinu, fallegar byggingar með fallegu umhverfi. Þetta muni laða fleira barnafjölskyldur til bæjarins og bæjarbúum mun fjölga.

Aðalheiður var gestur í Áramótaþætti N4 og má sjá spá hennar fyrir árið í heild sinni hér fyrir neðan. Viðtalið við hana byrjar á 29.30