Eyddi fjórum dögum í að ná í stærsta steininn

Eyddi fjórum dögum í að ná í stærsta steininn
Auðunn við stærsta steininn á safninu.

N4 ritstjórn24.07.2022

Auðunn Baldursson hefur safnað steinum í 33 ár.  Brot af safni hans er nú til sýnis fyrir gesti og gangandi á steinasafni sem hann rekur á Djúpavogi en mikil vinna liggur á bak við marga steinana.  Safnið flutti sig um set í vor og er nú komið í nýtt húsnæði að Markarlandi 1 (þar sem Landsbankinn var áður).

Þetta er stærsti steinn sem fundist hefur á Íslandi af þessari tegund.  Ég var átta klukkutíma að grafa þennan stein upp," segir Auðunn og bendir á stærsta steininn í safninu.  Steininn var brotinn í endann þegar Auðunn fann hann og þar sást í smá kristal og þess vegna vildi Auðunn ná honum upp.  Þegar ég sá hvað steininn var stór fór ég heim og sagði bróður mínum hvað ég hafði fundið. Við vorum búnir að gera okkur lítill sleða úr trefjaplastloki ef við myndum einhverntíman finna stóran stein. Svo förum við með lokið uppeftir en þegar bróðir minn sér steininn þá segir hann við skulum bara moka yfir steininn aftur við komum honum aldrei niðureftir. En við komum honum upp á lokið og drógum hann á höndunum í þrjá daga," segir Auðunn um steininn sem er sannarlega fallegur en yst er agatrönd utan um bergkristallinn auk smá silfurbergs. Steininn er sannarlega mikil prýði á safninu og Auðunn ánægður með fjögurra daga erfiði við að grafa steininn upp og koma til byggð.

 

Leyndardómar leynast inn í steinunum

Auðunn hefur safnað steinum í 33 ár og eru steinarnir allir týndir í kringum Djúpavog. Hann fór að taka með sér einn og einn stein þegar hann var á hreindýraveiðum og svo vatt söfnunaráráttan upp á sig og er orðin að safni.   Fyrst þegar ég byrjaði vissi ég ekkert hvað ég átti að hirða," segir Auðunn og tekur fram stein sem lítur frekar venjulega út en þegar hann var sagaður í sundur leyndist þar fuglsmynd í agat og kalsedón. 

 

Auðunn var í viðtali í þættinum Að austan og má sjá viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.

Deila