Taktu þátt í kosningu á fugli ársins

Taktu þátt í kosningu á fugli ársins

N4 ritstjórn08.09.2022

Kosningin er hafin á fugli árisins og stendur kosningin  til 12. september. Sjö fuglar keppa um titilinn og verður tilkynnt um það hver hreppir hnossið þann 16.september, á Degi íslenskrar náttúru. 

Eftirtaldir fuglar keppa um titilinn um fugl ársins árið 2022 en hægt er að kjósa inn á www.fuglarsins/kosning :


• Auðnutittlingur
• Himbrimi
• Hrafn
• Hrossagaukur
• Jaðrakan
• Kría
• Maríuerla

 

Hvers vegna er verið að kjósa Fugl ársins?
Með kosningu á Fugli ársins vill Fuglavernd vekja athygli á málefnum fugla. Margar fuglategundir sækja hingað til lands vegna góðra og oft framúrskarandi aðstæðna til að ala unga sína en sumar þeirra eru í hættu vegna umsvifa mannsins, loftslagsbreytinga eða eyðingu búsvæða. Einstaka fuglar njóta ákveðinna óvinsælda vegna lífshátta sinna og veitir ekki af tækifæri til að reyna að bæta ímynd sína. Mest er þetta þó til gamans gert svona í lok sumars þegar horft er til baka yfir varptímabilið og á eftir farfuglunum okkar sem vonandi snúa á vetrarstöðvarnar með ungana sína og heim aftur næsta vor.

 

Síðasta vetur voru reglulega innslög í Föstudagsþættinum á N$ frá ljósmyndaranum Eyþóri Inga þar sem hann fór með áhorfendur í ferðalag um lífríki ýmissa fugla á Íslandi undir heitinu Listaverk í lífríkinu. Hér fyrir neðan má sjá eitt af þessum innslögum. 

 

 

Deila