Gengu langt fyrir sjálfstæðið

Gengu langt fyrir sjálfstæðið
Mynd: The cave people

N4 ritstjórn09.09.2022

Laugavatnshellar eru síðustu hellar landsins sem búið var í. Hellana er nú hægt að heimsækja og fræðast um fyrrum íbúa sem fluttu þangað til þess að öðlast sjálfstæði.  

Fyrir fimm árum síðan ákváðum við að við vildum glæða þessa merkilegu sögu lífi og segja fólki hana. Það er mjög merkilegt að hér hafi búið fólk fyrir ekki lengra en 100 árum síðan, sem voru bara 95 ár þegar við byrjuðum," segir Smári Stefánsson, eigandi The Cave people. Hellarnir voru endurgerðir í þeirri mynd sem þeir voru í þegar búið var í þeim fyrir tæpri öld síðan og er nú boðið upp á heimsóknir þangað fyrir áhugasama. 

 

Milli Þingvalla og Laugarvatns

Engar heimildir eru til sem benda til hvenær eða hver bjó þá til, en þó eru uppi kenningar um að þeir hafi verið gerðir fyrir landnám af Pöpum. Smári segir að það hafi ekki verið þekkt að fólk byggi í hellum svo íslenska fjölskyldan sem flutti í hellinn hafi í raun verið frumkvöðlar sem sáu möguleikann í hellinum og byggja sér þar bú.  Fólk var tilbúið að ganga ansi langt til þess að geta verið sjálfstætt, með eigin búskap í stað þess að vera leiguliðar eða vinnufólk. "

 

Ekki verra að búa í helli en torfkofa

Laugavatnshellar eru í raun tveir hellar, annar gegndi hlutverki útihúsa og hinn hellirinn var heimili. Smári telur Laugavatnshellana alls ekki hafa verið verri kost en margir af torbæjunum sem fólk bjó í á þessum tíma. Hér erum við með þrjá veggi sem halda vindi og veðrum úti, þá voru hér meira að segja þiljuð gólf sem var ekki alls staðar í torfkofum," segir Smári sem var í viðtali í þættinum Að sunnan á N4 og sagði þá nánar frá hellunum. Viðtalið við Smára má sjá í heild sinni hér fyrir neðan og inn á Sjónvarpi Símans. 

 

Deila