Typpið á mér er ekki merkilegt

Typpið á mér er ekki merkilegt
Sveppi; leikari, grínisti og þriggja barna faðir.

N4 ritstjórn04.08.2022

Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, hefur brugðið sér í ýmis hlutverk á lífsleiðinni. Starf síns vegna hefur hann einnig þurft að koma nakinn fram. 

Sveppi var gestur í þættinum Kvöldkaffi á N4 og ræddi þar um ýmis hlutverk sem hann hefur brugðið sér í m.a. nektarsenur í sjónvarpsþáttunum Verbúðinni. Segir hann að honum hafi ekki fundið svo erfitt að bera sig í þáttunum þar sem typpið á sér sé ekki það merkilegt. Ég reyndi meira að segja að pósta mynd á Instagram af mér á typpinu en Instagram tók hana út," segir Sveppi og hlær.

 

 Allsber í tvær klukkustundir

Aðspurður að því hvort það hafi samt ekki verið erfitt að strípast í sjónvarpsþættinum þá segir hann að það hafi aðallega verið erfitt vegna þess að heimur sjónvarpsins er plat og sturtan sem hann stóð í var ekki venjuleg sturta heldur stóð hann inn í stúdíó og vatnið sem kom úr sturtunni var kalt og stýrt af manni bak við vegg. Hann þurfti að standa allsber í tvo klukkutíma innan um allskonar starfsfólk og statista. 

Það var nú svolítið erfitt að segja eitthvað við því að koma að koma nakinn fram vegna þess að allir þessir gæjar Björn Hlynur, Gísli og Gói voru allir búnir að vera á typpinu þarna. Það hefði verið eitthvað skrítið ef ég hefði verið eitthvað “nei ég hérna.”  Svo hef ég hlaupið allsber niður Laugaveginn í 70 mínútum þannig það truflaði mig ekkert. Mér fannst þetta eiginlega bara dáldið gaman og skemmtileg áskorun," segir Sveppi.  

 

Sveppi ræddi um ýmislegt fleira í þættinum Kvöldkaffi sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. 

 

 

 

Deila