Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna í fullum gangi

Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna í fullum gangi

N4 ritstjórn11.06.2022

Landsmót hestamanna  verður haldið á Hellu dagana 3.-9.júlí. Undirbúningur undir mótið er í fullum gangi enda búist við líflegum dögum og fjölda gesta. 

Formlegri keppni lýkur laugardagskvöldið 9. júli en gleðin er þó ekki alveg búin þá. Á sunnudeginum 10. júlí verður opið hús hér um sveitir hjá hrossaræktarbúum þar sem þau bjóða gestum mótsins heim á leiðinni heim," segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Landsmót hestamanna. Heimboðið gefur hinum almenna hestamanni tækifæri til þess að taka hús á hrossabændum og atvinnumönnum í hestageiranum, á góðu spjalli og skapa sambönd til framtíðar. 

 

Frábært mannamót

Undirbúningur undir mótið er í fullum gangi enda búist við fjölmenni.  Á landsmóti mætast færustu knapar og bestu hestar landsins og etja kappi í hinum ýmsu greinum sem hefur verið gert síðan 1950. Svo skemmtum við okkur líka og svo er þetta bara almennt frábært mannamót. Það koma margir erlendir gestir til okkar og okkur er bara farið að hlakka til," segir Magnús. Hann var í viðtali í þættinum Að sunnan og má sjá viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan. 

 

Deila