Ráfað um heima hinsegin vistfræði

Ráfað um heima hinsegin vistfræði

N4 ritstjórn28.07.2022

Úr fjöru í drullupoll/From the Shore to the Mudpool” er heitið á nýrri sýningu sem opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri á laugardag. 

Myndlistarsýningin Úr fjöru í drullupoll opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 30. júlí kl. 14. Sýningin hefur að umfjöllunarefni  athöfnina „cruising“- eða (sveima)“ sem snýr að öllum kynjum og sjálfsmyndum. Sýningin er innblásin af því hvernig listamenn og hommar fóru um og bjuggu til list í og við yfirgefnu Waterfront bryggjuhúsin í New York City á áttunda áratugnum. „Cruising“/“sveima“ var og er enn aðallega iðja samkynhneigðra karla, í þessari sýningu notum við hana sem útgangspunkt, tæki til að endurheimta rými og dreyma um aðrar leiðir til að vera til í heiminum. Í samræðum við listaverkin og rýmið er gestum boðið að sveima og ráfa eftir ólíkum slóðum langana og um heima hinsegin vistfræði.“

 

Listamennirnir sem sýna á sýningunni eru: Endre Aalrust, Gaëlle Boucand, Elsa Brès, Adam Fearon, Lexi Fleurs & Lili MartO, Claudia Gangemi, Élie Godard, Hooops Garden, Hortensia Mikafchin, REB Moran, Michaela Lakova, Katja Lee Eliad, Natasja Loutchko, Kristin Ómarsdóttir, Marta Orlando, Federica Partinico, Clémentine Roy, Vassiliea Stylianidou aka Franck-Lee Alli Tis, Voin Voinov, Zheng Bo. Sýningarstjórn: SPIT COLLECTIVE (Natasja Loutchko, Marta Orlando, Clémentine Roy) . Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin  þri-sun milli kl.  14 og 17. 

Deila