Útsvarstekjur sveitarfélaganna hafa hækkað um 7,2 milljarða

Útsvarstekjur sveitarfélaganna hafa hækkað um 7,2 milljarða
Útsvarið er helsti tekjustofn sveitarfélaganna og er ákveðið hlutfall atvinnutekna/mynd : akureyri.is

Samkvæmt gagnagrunni Sambands íslenskra sveitarfélaga voru útsvarstekur sveitarfélagalandsins samtals 62,3 milljarðar króna fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar samtals 55,1 milljarður króna. Munurinn er rúmlega 7,2 milljarðar.

Útsvarið er helsti tekjustofn sveitarfélaganna og er ákveðið hlutfall atvinnutekna. Ef litið er á einstök sveitarfélaga, kemur í ljós að útsvarstekjur Akureyrarbæjar hafa hækkað um 353 milljónir króna, þær voru fyrstu þrjá mánuði ársins nærri 2,8 milljarðar króna.

Útsvarstekjur Ísafjarðarbæjar voru 532 milljónir og hækkuðu um 42 milljónir miðað við síðasta ári.

Tekjurnar hafa hækkað um 55 milljónir á Akranesi og um 62 milljónir hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.