Velferðarsjóður Eyjafjarðar undirbýr jólaaðstoð

Velferðarsjóður Eyjafjarðar undirbýr jólaaðstoð
Mynd: Unsplash/Kira Auf der Heide

N4 ritstjórn20.11.2022

Um þessar mundir stendur yfir fjáröflun vegna jólaaðstoðar  á vegum Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð, sem hafa verið í samstarfi hvað þetta varðar undanfarin ár. Samstarfið hjá framantöldum aðilum hefur gengið mjög vel og hafa félögin stofnað Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis þar sem samstarfið er nú yfir allt árið.  

Söfnunarféð er notað til kaupa á gjafakortum sem einstaklingar geta verslað mat fyrir.  Samtals fengu 410 fjölskyldur og einstaklingar jólaaðstoð árið 2021. Á árinu 2022 hefur orðið mikil aukning á umsóknum. Mörg heimili á Eyjafjarðarsvæðinu eru illa stödd fjárhagslega og þurfa á aðstoð að halda.  Jólaaðstoðin stefnir að því að úthluta fyrst og fremst úttektarkortum og geta þeir sem vilja styrkja jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafarðar að leggja inn á eftirfarandi reikning: 0302-26-003533 kt. 651121-0780. 

 

Akureyri.net sagði nýlega frá því hvernig best er að sækja um jólaaðstoð, sjá má þær upplýsingar HÉR

 

Deila