„Við eigum að fá að hafa skoðun á umhverfi okkar"

„Við eigum að fá að hafa skoðun á umhverfi okkar"

N4 ritstjórn31.07.2022

Þættirnir Húsin í bænum á N4 í umsjón húsgagna- og innanhússarkitektins Árna Árnasonar hafa fengið góðar viðtökur. Árni ítrekar þó að hann sé ekki sagnfræðingur heldur fjalli um hús og manngert umhverfi á sínum nótum. 

Ég er ekki sagnfræðingur eins og ég hef margtekið fram, þannig ég fjalla um hlutina á minn hátt. Eins og ég hef sagt áður í þáttunum þá er þetta allt mín skoðun. Menn geta verið með eða á móti en ég er ánægðastur ef við tölum um þetta, það er eini tilgangurinn með þessu," segir Árni og heldur áfram; „Okkar manngerða umhverfi hefur svo mikil áhrif á okkur. Við erum að eyða aleigunni í hús sem við búum í og við eigum að fá að hafa skoðun á umhverfinu okkar, byggingum og nærumhverfi, því það er allt of mikið undir, bæði peningalega og velllíðunarlega líka hjá okkur," segir Árni.  

 

Árni hefur í undanförnum þáttum fjallað um húsbyggingar á Akureyri en fór út fyrir þægindarammann og skrapp nýlega til Dalvíkur og kíkti á nokkur hús þar. Hér fyrir neðan má sjá þáttinn frá Dalvík í heild sinni en aðra þætti Árna má finna inn á heimasíðu N4 eða í sjónvarpi Símans. 

 

Deila