fimmtudagur 27. janúar 2022

Sérstakur flutningsfulltrúi hjálpar fólki við að flytja í Fjallabyggð

Sérstakur flutningsfulltrúi hjálpar fólki við að flytja í Fjallabyggð
Dreymir þig um að flytja til Ólafsfjarðar eða Siglufjarðar? Flutningsfulltrúinn getur svarað öllum þínum spurningum.

N4 ritstjórn05.12.2021

Nú geta áhugasamir sem íhuga búferlaflutninga í sveitarfélagið Fjallabyggð leitað aðstoðar hjá sérstökum flutningsfulltrúa sem svarar ekki aðeins spurningum áhugasamra heldur beinlínis aðstoðar fólk við hlutina.

„Við höfum fundið fyrir því að ein hindrun fólks við flutninga almennt er aðgangur að praktískum upplýsingum. Fyrir þann sem ekki þekkir til getur verið dálítið yfirþyrmandi að spyrjast fyrir um hvað eina sem skiptir máli, skólamálin, mögulega atvinnu, húsnæði, tómstundir, samgöngur, möguleika til nýsköpunar og allt það sem fylgir því að flytja sjálfan sig, fjölskylduna og jafnvel eigin rekstur um set. Við viljum einfalda málin og gefa fólki beinan aðgang að einni manneskju sem ekki aðeins getur svarað spurningum heldur beinlínis aðstoðað við hlutina,“ segir Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar. Í stað þess að leita til margra aðila á mismunandi stöðum er nú hægt að beina öllum fyrirspurnum til flutningsfulltrúans.

Hjálpar byggðarlaginu að stækka

Það er Linda Lea Bogadóttir sem er flutningsfulltrúi Fjallabyggðar en hún er einnig markaðs- og menningarfulltrúa í sveitarfélaginu. Samkvæmt fréttatilkynningu sem sveitarfélagið hefur sent frá sér segist að menn þar á bæ trúi því að þetta fyrirkomulag verði öllum til tekna. Þannig reynist auðveldara fyrir fólk að flytjast til Fjallabyggðar, og þar með haldi byggðarlagið áfram að stækka og dafna. Nýtt fólkmeð ný sjónarmið, sína styrkleika og hugmyndir geri ekkert annað en að styrkja samfélagið. Allar upplýsingar má finna á fagnar.is, nýjum upplýsingavef Fjallabyggðar.

Deila