Viltu flytja til Spánar?

Viltu flytja til Spánar?
Sól og lægra verðlag laðar marga til Spánar. Ýmislegt þarf þó að hafa í huga þegar búseta á Spáni er undirbúin. Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir segir fólki frá fyrstu skrefunum og mikilvægum atriðum þegar búseta á Spáni er undirbúin.

N4 ritstjórn04.05.2021

Marga dreymir búsetu á Spáni í sól og öðru verðlagi. Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir, sem gaf nýlega út handbók um málið, leiðir fólk í gegnum fyrstu skrefin á kvöldnámsskeiði á Akureyri í næstu viku.

Snæfríður er áhorfendur N4 sjónvarp að góðu kunn en hún stýrði ferðaþáttunum Vegabréf sem sýndir voru á N4 sjónvarp í vetur. Þar ferðaðist Snæfríður ásamt viðmælendum sínum um heim allan í huganum. Nú ætlar hún hins vegar að segja fólki frá öllu því helsta sem nauðsynlegt er að kunna skil á þegar búseta á Spáni eða kanarísku eyjunum er undirbúin. „Margir flytja til Spánar vegna veðurfarsins en svo trekkir verðlagið líka að því það er hægt að lifa mjög góðu lífi á íslenskum launum á Spáni. Í raun eru margir efnahagslegir flóttamenn á Spáni ef svo má að orði komast," segir Snæfríður og bætir við að auðvitað rekur líka ævintýraþráin marga til Spánar.

20190302_173355.jpg

Ferðaþráin hefur gripið marga. Hér er Snæfríður á kanarísku eyjunni Gran Canaria, en í næstu viku verður hún með tvö ferðatengd námskeið á Akureyri. Skráning á námskeiðin er nauðsynleg. Áhugasamir geta sent henni póst á [email protected]

Hægt að spara mikið á íbúðaskiptum

Snæfríður lætur ekki staðar numið við námskeið um búsetu á Spáni því sama dag, þann 10. maí heldur hún líka námsskeið um íbúðaskipti á Akureyri. „Íbúðaskipti eru áhugaverður ferðamáti sem gengur í stuttu máli þannig fyrir sig að þú lánar þitt húsnæði þegar þú ferðast og færð í staðinn lánað annað húsnæði á þínum ferðalögum. Þetta er hægt að gera bæði innanlands og utan, og eins og gefur að skilja þá er hægt að spara stórar upphæðir á þessu í gistikostnað. Þá er þetta ekki síður skemmtilegur og gefandi ferðamáti," segir Snæfríður sem hefur nýtt sér íbúðaskipti á ferðalögum sínum undanfarin 8 ár en hún hefur gert meira en 100 íbúðaskipti. Bæði námskeiðin fara fram í Lionsalnum við Skipagötu á Akureyri þann 10, maí og kosta 7900 krónur hvort en vegna fjöldatakmarkana er skráning nauðsynleg.