Viltu vinna fyrir Lækna án landamæra?

Viltu vinna fyrir Lækna án landamæra?
Mynd: Unsplash/steward-masweneng

N4 ritstjórn11.09.2022

Læknar án landamæra halda í september tvo kynningarfundi um starfsemi sína. Annar fundurinn er á Akureyri, hinn í Reykjavík. Ekki er nauðsynlegt að vera læknir til þess að gera starfað fyrir samtökin. 

Læknar án landamæra eru hlutlaus og sjálfstæð heilbrigðis- og mannúðarsamtök sem bjarga mannslífum og vinna við neyðaraðstoð. Samtökin vinna þar sem neyðin er mest, óháð því hver á í hlut eða hvers vegna fólk er hjálparþurfi. Allir sem hafa áhuga á að sinna vettvangsstarfi fyrir Lækna án Landamæra eru eindregið hvattir til að mæta á upplýsingafund áður en sótt er um starf hjá samtökunum. Samtökin leita ekki eingöngu að starfsfólki innan heilbrigðisgeirans heldur einnig fólki með fjölbreyttan bakgrunn í öðrum greinum, m.a. mannauðstjórnun.

 

Læknar á vettvangi deila reynslu sinni

Fyrri upplýsingafundurinn verður haldinn kl.18-20 í menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 14.september.  Á fundinum verður deildarstjóra geðheilbrigðismála og starfskona á vettvangi, Helena Jónsdóttur en hún mun deila reynslu sinni sem sálfræðingur og gefa innsýn inn í það hvernig er að vinna á vettvangi fyrir Lækna án landamæra. Daginn eftir þann 15. september verður upplýsingarfundur á LEX hostel í Reykjavík. Á fundinum mun verkefna- og mannauðsstjórinn, Lára Jónasdóttur, deila af reynslu sinni í þessum hlutverkum á vettvangi og hvernig er að vinna fyrir MSF. Einnig mun Gunnar Auðólfsson lækni sem unnið hefur fyrir samtökin á vettvangi deila af reynslu sinni í því hlutverki. 

 

Ath: upplýsingafundirnir verða á ensku og opnir öllum áhugasömum. 

 

læknar utan.JPG

Deila