Yngstu bændur Eyjafjarðarsveitar

Yngstu bændur Eyjafjarðarsveitar
Embla Sól og Gunnar Smári ásamt dótturinni Freydísi sem er 6 mánaða gömul.

N4 ritstjórn17.11.2022

Parið Embla Sól Haraldsdóttir og Gunnar Smári Ármannsson eru yngstu bændur Eyjafjarðarsveitar. Þau eru nýtekin við búskapnum á Skáldstöðum og vilja hvergi annarstaðar vera en í sveitinni. 

Gunnar er þriðji ættliðurinn sem stundar bússkap á Skáldsstöðum en þau Embla taka við búinu af foreldrum hans, þeim Ármanni Hólm Skjaldarssyni og Kolbrúnu Elvarsdóttur.  Þátturinn Að norðan tók hús á unga parinu en þau eru rétt skriðin yfir tvítugt og eru því yngstu bændur sveitarinnar.  Sögðu þau í þættinum m.a. frá búskapnum og hvernig það kom til að þau völdu lífið í sveitinni. Ég fór í Verkmenntaskólann á Akureyri og fattaði strax að hérna væri best að vera, í sveitinni," segir Gunnar og Embla tekur undir það. 

 

Nýtt róbótafjós

Á Skáldsstöðum er kúabúskapur og er nýbúið að breyta fjósinu þar í róbótafjós sem er mikil breyting bæði fyrir kýr og menn. Við erum með 38 mjólkandi kýr í augnablikinu en stefnum á að auka í 55. Svo erum við með 24 rollur og svo erum við með svolítið af nautum líka," segir Gunnar.    Þá hefur Gunnar hellt sér út í sveitarstjórnarmálin sem hann segir að séu spennandi.  Það er gaman að vera inn í öllum  málum. Ég er í atvinnu- og umhverfismálanefnd og það eru alls konar hugmyndir og tækifæri sem er verið að skoða."  

 

Spjallið við unga parið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan og inn á Sjónvarpi Símans. 

 

 


 

Deila