Fiskeldið æ stærri þáttur í starfsemi vélaverkstæðisins Loga á Patreksfirði

Karl Eskil Pálsson | 17.11.2020

Error 404

„Tækjakosturinn er þokkalegur, mætti sjálfsagt vera betri en hann er viðunandi. Sjávarútvegurinn hefur verið okkar helsti viðskiptavinur, við höfum á undanförnum misserum unniið mikið fyrir fiskeldisfyrirtækin og ég sé fyrir mér að verkefni sem tengast fiskeldi verði enn fleiri í framtíðinni, enda mikið um að vera í fiskeldi hérna á svæðinu,“ segir Barði Sæmundsson framkvæmdastjóri vélaverkstæðisins Loga á Patreksfirði.

Fyrirtækið var stofnað árið 1955 og því eitt elsta fyrirtækið á svæðinu. Starfsmenn Loga eru hátt í tíu.

„Fyrirtæki á svæðinu hafa haldið tryggð við okkur og fyrir það er ég þakklátur. Velgengni fyrirtækisins byggist á góðum starfsmönnum og góðum og tryggum viðskiptavinum. Við gerum við allt sem bilar, það er bara þannig,“ segir Barði.

Nánar verður rætt við Barða Sæmundson í Atvinnupúlsinum á N4 í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20:30


Mynd/Barði Sæmundsson framkvæmdastjóri Loga/n4.is

Fleiri fréttir

Karl Eskil Pálsson | 19.01.2021

Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir Fullkomið brúðkaup


Leikfélag Fljótsdalshéraðs er aftur komið af stað með gamanleikinn Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon. Æfingar voru hafnar síðasta haust en hlé þurfti að gera á þeim vegna heimsfaraldursins. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason og hófust æfingar á nýjan leik í byrjun ársns.

Karl Eskil Pálsson | 19.01.2021

Ríkið styrkir verslun í strjálbýli


Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 12 milljónum króna úthlutað til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

Karl Eskil Pálsson | 19.01.2021

Þórarinn Ingi sækist eftir öðru sæti á framboðslista Framsóknar


Þórarinn Ingi Pétursson fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi tilkynnti í dag að hann sækist eftir öðru sæti á framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins og Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi á Akureyri stena báðar á fyrsta sætið.

Karl Eskil Pálsson | 19.01.2021

Nýtt aðstöðuhús algjör bylting


Drottningarbrautin á Akureyri er líklega ein fjölfarnasta gata bæjarins. Margir taka því eftir aðstöðuhúsi siglingaklúbbsins Nökkva sem verið er að byggja við brautina. Víst er að hið nýja hús kemur til með að setja svip sinn á umhverfið, nýtt kennileiti er að verða til á Akureyri með tilkomu hússins.

Karl Eskil Pálsson | 19.01.2021

VG í Norðausturkjördæmi auglýsir eftir frambjóðendum


Vinstri hreyfingin grænt framboð í Norðausturkjördæmi undirbýr framboðsmál og hefur nú verið auglýst eftir frambjóðendum og rennur framboðsfrestur út á miðnætti laugardaginn 23. janúar. Rafrænn kjörfundur verður dagana 13. til 15. febrúar.

Karl Eskil Pálsson | 18.01.2021

Kjör íþróttafólks Akureyrar 2020 á miðvikudaginn


Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyarbær boða til verðlaunahátíðar í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 20. janúar kl. 17.30 þar sem lýst verður kjöri íþróttamanns Akureyrar 2020. Vegna sóttvarnarregla verður athöfnin styttri en venjulega og eingöngu fyrir boðsgesti sem verður vísað í númeruð sæti.

Karl Eskil Pálsson | 18.01.2021

Líneik Anna vill fara fyrir lista Framóknarflokksins


Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður, býður sig fram í 1. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Kosið verður um sex efstu sætin á framboðslista flokksins.

Karl Eskil Pálsson | 15.01.2021

Skagfirðingar hvetja stjórnvöld til dáða í byggðamálum


Byggðaráð Skagafjarðar fagnar nýrri grænbók stjórnvalda um byggðamál og bendir á að á Íslandi búi 64% landsmanna á höfuðborgarsvæðinu, hlutfallið sé 20-36% í nágrannalöndum okkar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur kynnt til samráðs „Grænbók um byggðamál,“ og óskað eftir umsögnum um stefnu stjórnvalda í byggðamálum. Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar grænbókinni, enda snerti málaflokkurinn „ákaflega marga þætti innviða landsins alls.“

Karl Eskil Pálsson | 14.01.2021

Hlutfall erlendra ríkisborgara lægst á Norðurlandi eystra


Samkvæmt tölum Þjóðskrár er hlutfall erlendra ríkisborgara afar misjafnt eftir sveitarfélögum, eða frá hátt í 50 % niður í eitt prósent. Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Mýrdalshreppi. Alls eru  47,3% íbúa hreppsins með erlend ríkisfang. Næst hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skaftárhreppi með 33,2% og Súðavíkurhreppur með 31,2% íbúa.

Karl Eskil Pálsson | 14.01.2021

Vill sjá 30 til 50 þúsund tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi


„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er eigin spurning. Starfsemi fiskeldisfyrirtækja er að færast upp til norðanverðra Vestfjarða og þar verður starfsemi fyrirækjanna álíka öflug og á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

Karl Eskil Pálsson | 12.01.2021

Vill fækka stéttarfélögum í landinu


Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands og Einingar-Iðju á Eyjafjarðarsvæðinu segir nauðsynlegt að sameina verkalýðs-og stéttarfélög, þannig geti þau betur sinnt sínu hlutverki. Hann var gestur Karls Eskils Pálssonar í þættinum Landsbyggðum á N4 þar sem meðal annars var rætt um sameiningarmál. Hann sér fyrir sér að í framtíðinni verði eitt deildarskipt stéttarfélag á Eyjafjarðarsvæðinu.

Karl Eskil Pálsson | 11.01.2021

Vaðlaheiðargöng: 414 þúsund bílar um göngin á síðasta ári


Alls fóru 414 þúsund bílar um Vaðlaheiðargöng á síðasta ári, sem er um 100 þúsund færri ferðir miðað við árið á undan. Samdrátturinn er 19,5%. Að jafnaði fóru 1.135 bílar um göngin á hverjum sólarhring. Yfir sumarmánuðina var fjöldinn að jafnaði 1.850 bílar en yfir vetrarmánuðina 726 bílar.

Rakel Hinriksdóttir | 11.01.2021

Bóluefnið breytir öllu


Inga Berglind Birgisdóttir er yfirhjúkrunarfræðingur HSN á Akureyri. Hún ræddi um fyrsta skammt af bóluefni gegn Covid-19 í Föstudagsþættinum og hvað verður í framhaldinu. „Þetta er ótrulega fljótt að breytast, og við erum bara að vinna þetta dag frá degi. Rétt eins og faraldurinn hefur allur verið. Við reynum að gera okkar allra besta." segir Inga Berglind.

Karl Eskil Pálsson | 09.01.2021

Norðurorka hækkar gjaldskrár. Hitaveita hækkar um 4,5%.


Ný verðaskrá Norðurorku á Akureyri tók gildi um áramótin. Stjórn félagsins hefur ákveðið að hækka verðskrá hitaveitu um 4,5%. Rökin fyrir hækkun hitaveitunnar umfram verðþróun er m.a. sú gríðarstóra framkvæmd að sækja aukið jarðhitavatn og auka flutningsgetu aðveitulagnarinnar frá Hjalteyri.

Karl Eskil Pálsson | 08.01.2021

Vesturland: Þrír mikilvægir málaflokkar sem þarf að ræða


Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir mikilvægt að atvinnumál með áherslu á nýsköpun og ferðaþjónustu verði sérstaklega rædd í aðdraganda alþingiskosninganna síða á árinu, einnig bendir hann á mikilvægi samgöngu- og menntamála. Hann segir brýnt að stjórnvöld hugi sérstaklega að eflingu nýsköpunar á landsbyggðinni, ráðist verði í nauðsynlegar samgöngubætur á Vesturlandi og að menntastofnanir á svæðinu verði efldar og þeim tryggt fjárhagslegt sjálfstæði.

Karl Eskil Pálsson | 07.01.2021

Ingvi Hrannar fyrsti starfsmaðurinn sem ráðinn er í starf án staðsetningar


Ráðið hefur verið í fjögur störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti á skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála, þar af eru tvö störf án staðsetningar í nýju skólaþróunarteymi ráðuneytisins. Störf án staðsetningar eru liður í aðgerðum stjórnvalda sem miða að því að að skapa betri tækifæri til atvinnu um allt land og jafna búsetuskilyrði.

Karl Eskil Pálsson | 06.01.2021

Framkvæmdastjóri SSNV: Þrjú stór mál sem þarf að ræða


Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að samgöngumál, umhverfismál og atvinnumál með áherslu á nýsköpun verði áberandi í umræðunni í aðdraganda væntanlegra alþingiskosninga í haust. Hún segir þörf á stórauknum stuðningi af hálfu ríkisvaldsins til að styrkja átak sveitarfélaganna á starfssvæði samtakanna, svo sem á formi uppbyggingar innviða og ívilnana.

Karl Eskil Pálsson | 06.01.2021

BioPol og Sýndarveruleiki fengu hæstu styrkina


Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsti í október eftir umsóknum á sviði menningar og atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2021, með umsóknarfresti til 16. nóvember. Alls bárust 123 umsóknir þar sem óskað var eftir 228 milljónum króna.

Karl Eskil Pálsson | 05.01.2021

Útsvarstekjur sveitarfélaga hækkuðu um 9,3 milljarða


Útsvarstekjur sveitarfélaga landsins voru samtals 344,3milljarðar króna á nýliðnu ári, miðað við 235 milljarða króna árið á undan. Mismunurinn er 9,3 milljarðar króna. Þar sem ferðaþjónusta er helsta atvinnugreinin lækkuðu tekjur. Þetta kemur fram í gagnagrunni Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Karl Eskil Pálsson | 05.01.2021

Íbúum fækkaði í 27 sveitarfélögum á síðasta ári


Íbúum fækkaði í einum landshluta á síðasta ári, Vestfjörðum. Þar fækkaði íbúum um 0,1% en mest var hlutfallslega fjölgun á Suðurlandi, 1,8%. Af 69 sveitarfélögum í landinu fækkaði í 27 á árinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár. Samkvæmt tölum Þjóðskrár fjölgaði landsmönnum um 4.689 manns frá 1. desember 2019 til 1. janúar 2021, eða um 1,3%.

Karl Eskil Pálsson | 04.01.2021

Greifinn á Akureyri kaupir Sprett-inn


Greifinn Veitingahús ehf á Akureyri hefur keypt rekstur Sprettsins (Sprettur-inn) og tók við rekstrinum nú um áramótin. Sprettur-inn byggir sína starsfemi á sölu á pizzum og grillréttum sem hægt er að njóta á staðnum, sækja eða fá heimsent. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsmannahaldi, vöruúrvali eða þjónustu enda hefur staðurinn verið verið í góðum rekstri undanfarin ár.

Karl Eskil Pálsson | 04.01.2021

70% segja sóttvarnir varanlegar, einnig hreinlæti.


Eining-Iðja lét í vetur Gallup kanna viðhorf félagsmanna til ýmissa þátta. Meðal annars var spurt hvort fólk sinni í meira mæli hreinlæti og sóttvörnuim í kjölfar COVID-19. 70% svarenda telja að aukið hreinlæti og auknar sóttvarnir verði varanlegar, 30% segja tímabundnar og breytist ekki til baka.

Karl Eskil Pálsson | 29.12.2020

Akureyri: Flugeldasala fer vel af stað


„Við mælumst til þess að fólk kaupi sem fyrst flugelda og þess vegna höfum við lengt opnunartímann hjá okkur hérna í Hjalteyrargötunni og erum með opið frá 08:30 til 23:30,“ segir Gunnlaugur Búi Ólafsson formaður björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri.

Ritstjórn | 29.12.2020

Skúli leitar á ný mið


Dagskrárgerðarmaðurinn Skúli Bragi Geirdal hefur undanfarin ár verið áberandi á skjánum hjá N4. Hann er nú nýfluttur til Reykjavíkur þar sem hann mun snúa sér að öðrum verkefnum en mun þó áfram vera með annan fótinn á sjónvarpsstöðinni.

Karl Eskil Pálsson | 28.12.2020

Norðlenskar björgunarsveitir til Seyðisfjarðar


Hátt í tuttugu björgunarsveitarmenn frá Eyjafirði og Skagafirði eru að undirbúa að fara til Seyðirsfjarðar og aðstoða heimamenn við afleiðingar skriðufallanna fyrir austan. Gunnlaugur Búi Ólason formaður Súlna á Akureyri segir enn óljóst hvaða verkefni bíði norðlensku björgunarsveitanna, aðal atriðið sé að hjálpa til við erfiðar aðstæður.

Karl Eskil Pálsson | 23.12.2020

Jólasveinar sem þrifust á illmælgi og blótsyrðum !


Jólasveinarnir hafa ekki alltaf verið prúðir og skemmtilegir, sei sei nei, alldeilis ekki ! Til eru fornar sögur af jólasveinum sem voru sagðir risa-stórir og klofnir upp að herðablöðum, sem sagt frekar ófrýnilegir. Og þeir þrifust á illmælgi, slæmu samkomulagi og blótsyrðum.

Karl Eskil Pálsson | 22.12.2020

Spáin fyrir 2021: Bakslag í janúar og kvenlegt innsæi áberandi


Tvær spákonur spá fyrir árinu 2021 í áramótaþætti N4. Þetta eru þær Dagný Marin Sigmarsdóttir í Spákonuhofinu á Skagaströnd sem spáir í tarotspil og Sigrún Lárusdóttir sem notast við rúnir sem ristar eru á kindakjúkur. Spádómarnir verða sýndir í áramótaþætti N4, 27. desember.

Karl Eskil Pálsson | 21.12.2020

Heimsending á jólatrjám


Skógræktarfélag Eyfirðinga býður í ár upp á heimssendingu á jólatrjám. Formaður félagsins segir að um afar þakkláta þjónustu sé að ræða þar sem margir forðast verslanir og margmenni um þessar mundir.

Karl Eskil Pálsson | 21.12.2020

Jón Steindór Árnason til KEA


Jón Steindór Árnason framkvæmdastjóri Ásprents og Útgáfufélagsins á Akureyri hefur verið ráðinn í stöðu fjárfestingarstjóra KEA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KEA í dag. Jón Steindór hefur meðal annars starfað í sérhæfðum fjárfestingum hjá Íslenskum verðbréfum og sem framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Tækifæris hf. Þar áður starfaði hann hjá FME og BYR. Þá hefur hann setið í fjölda stjórna á undanförnum árum.

Karl Eskil Pálsson | 17.12.2020

Akureyri: Upplýsingamiðstöð ferðmamanna skellt í lás


Í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hofi á Akureyri er hægt að nálgast margvíslegar upplýsingar er tengjast ferðalögum og afþreyingu á Norðurlandi og víðar. Þar er hægt að kaupa ferðir og ferðakort, auk þess sem hægt er að fá aðgang að nettengdum tölvum. Starfsfólk stöðvarinnar miðla upplýsingum um veður og færð á vegum, gistimöguleika, veitingar og fleira.

Karl Eskil Pálsson | 17.12.2020

Líflegur fasteignamarkaður á Norðurlandi eystra í síðasta mánuði


Alls var 97 kaupsamningum þinglýst á Norðurlandi eystra í nóvember vegna fasteignaviðskipta. Þetta kemur fram í gagnagrunni Þjóðskrár. Í sama mánuði í fyrra voru kaupsamningarnir 81.

Karl Eskil Pálsson | 17.12.2020

Einstakar myndir frá Skagafirði á N4 í kvöld


Héraðsskjalasafn Skagfirðinga varðveitir stórt myndasafn. Í þættinum Landsbyggðum á N4 í kvöld sýnir Sólborg Una Pálsdóttir hérðasskjalavörur gamlar myndir sem flestar voru teknar á aðventunni í Skagafirði.

Karl Eskil Pálsson | 17.12.2020

Nýjar jólahefðir á Egilsstöðum vegna Covid


Jólaundirbúningur í leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðum hefur verið með töluvert öðru sniði í ár en venjulega vegna Covid. Ekki alslæmt segir leikskólastjórinn.

Karl Eskil Pálsson | 15.12.2020

Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA í prufusiglingu í gær


Nýtt uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, er væntanlegt til Akureyrar í febrúar eða mars. Skipið hefur rúmlega 3000 tonna burðargetu af kældum afurðum og mun taka við af eldri núverandi Vilhelm Þorsteinssyni sem kom nýr til landsins fyrir um tveimur áratugum.

Karl Eskil Pálsson | 15.12.2020

Veifar vegabréfinu á Tenerife


„Það er vissulega enn hægt að ferðast þó það sé sannarlega ögn flóknara en áður,“ segir Snæfríður Ingadóttir, umsjónarmaður Vegabréfsins á N4 sem dvelur um þessar mundir á Tenerife.

Karl Eskil Pálsson | 14.12.2020

Rúnar Sigurpálsson Norðurlandsmeistari í áttunda sinn


Skákþing Norðlendinga, hið 86. í röðinni, fór fram á sunnudaginn. Mótið hefur verið haldið óslitið frá árinu 1935 en skipulagning mótsins í ár reyndist erfiðari en oft áður vegna heimsafarldursins.

Karl Eskil Pálsson | 14.12.2020

N4: Hátt í fjögurhundruð þættir frumsýndir og kynjahlutföllin jöfn


Sjónvarpsstöðin N4 frumsýnir á þessu ári 388 þætti, sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári. María Björk Ingvadóttir framkvæmdastjóri segir að kynjaskipting viðmælenda sé svo að segja hnífjöfn.

Karl Eskil Pálsson | 14.12.2020

Framsókn í NV kjördæmi eftir til póstkosningar


Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að efna til póstkosningar vegna vals á framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar. Kosið verður um fimm efstu sætin á framboðslistanum. Í tilkynningu frá kjörstjórn segir að kjörskrá miðist við félagatal 2. janúar 2021.

Karl Eskil Pálsson | 14.12.2020

Nærri áttatíu milljónir til byggðaverkefna


Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 76,5 milljónum króna til níu verkefna á vegum fimm landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bárust 28 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 777 m.kr. fyrir árin 2020-2023. Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna. Verkefnin sem hljóta styrk eru:

Karl Eskil Pálsson | 11.12.2020

Luxor ehf. úthlutað lóðum í miðbæ Akureyrar


Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að úthluta fjárfestinga- og fasteignafélaginu Luxor ehf í Reykjavík lóðirnar við Austurbrú 12 – 14 og Hafnarstræti 80. Úthlutunin er með fyrirvara um að lagðar verði fram nákvæmari tillögur að uppbygingu innan tveggja mánaða.

Karl Eskil Pálsson | 11.12.2020

Ekkert tilboð barst í uppbyggingu lóða í miðbæ Akureyrar


Akureyrarbær auglýsti í október eftir þróunaraðilum um uppbyggingu á lóðunum Austurbrú 10-12 og Hafnarstræti 80 „á besta stað í miðbæ Akureyrar,“ eins og sagði í tilkynningu bæjarins.

Karl Eskil Pálsson | 11.12.2020

Nýtt miðbæjarskipulag á Akureyri


Akureyrarbær hefur kynnt tillögur að breytingum á miðbæjarskipulagi. Stefnt er að því að hefja uppbyggingu sem allra fyrst. Þetta er í þriðja sinn á um áratug sem bæjarstjórnin kynnir nýtt skipulag miðbæjarins. Svæðið sem breytingarnar ná til afmarkast við Glerárgötu, Kaupvangsstræti, Skipagötu, Hofsbót og Strandgötu. Helstu leiðarljós núverandi skipulags eru óbreytt, segir í tilkynningu frá bænum.

Karl Eskil Pálsson | 09.12.2020

Akureyri: Heilsugæslustöðvar verða við Þingvallarstræti og Skarðshlíð


Skipulagsráð Akureyrarbæjar leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að byggja heilsugæslu við Þingvallarstræti, þar sem nú er tjaldsvæði. Einnig verði gert ráð fyrir íbúðum á svæðinu. Skipulagsráð hélt fund í dag þar sem þetta var samþykkt.

Karl Eskil Pálsson | 09.12.2020

Hollendingar hætta við beint flug til Akureyrar


Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur til Akureyrar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands í dag.

Karl Eskil Pálsson | 08.12.2020

Unnið að einkavæðingu í Hlðarfjalli


Akureyrarbær auglýsti nýverið eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur skíða- og brettaskóla skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og einkakennsku á komandi skíðavetri. Til þessa hefur skíðasvæðið séð um reksturinn. Frestur til að skila inn greinargerð rann út um mánaðamótin.

Karl Eskil Pálsson | 07.12.2020

Vilja endurgera gamla jólabjöllu á Akureyri


„Það er ekki langt síðan þessi mynd fannst og er af stórri jólabjöllu sem hékk á milli hótes KEA og skrifstofu Dags á Akureyri. Í þessari bjöllu var hátalari sem var tengdur við segulband á ristjórnarskrifstofu Dags, þannig að frá bjöllunni bárust reglulega jólatef,“ segir Hörður Geirsson hjá Minjasafninu á Akureyri. Hann sýnir gamlar myndir frá aðventunni á Akureyri í þættinum Landsbyggðum á N4, nk. fimmtudagskvöld.

Karl Eskil Pálsson | 04.12.2020

Útsvarstekjur Akureyrarbæjar hækka líklega um 300 milljónir í ár


Útsvarstekjur Akureyrarbæjar – greidd staðgreiðsla – voru í síðasta mánuði samtals 915 milljónir króna en í sama mánuði í fyrra voru tekjurnar 876 milljónir króna. Munurinn er nærri 40 milljónir króna. Þetta kemur fram í gagnagrunni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Útsvarstekjur gefa ákveðna mynd af tekjum launafólks, þar sem útsvarið er ákveðið hlutfall af launatekjum.

Karl Eskil Pálsson | 04.12.2020

Allir biðu eftir jólaútstillingum, sem voru „samfélagsmiðlar okkar tíma“


„Þessi mynd er sennilega tekin í KEA versluninni í Hafnarstræti á Akureyri. Fólk beið spennt eftir því að berja augum jólaútstillingarnar verslana bæjarins, pappír var venjulega settur fyrir gluggana á meðan verið var að setja upp útstillinguna og svo var auglýst hvenær hún verði gerð opinber,“ segir Hörður Geirsson í Minjasafninu á Akureyri.

Karl Eskil Pálsson | 04.12.2020

Íbúum Akureyrar hefur fjölgað um nærri 200 á einu ári


Samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá fjölgaði íbúum landsins um 4.492 frá 1. desember í fyrra til 1. desember á þessu ári. Hlutfallsleg fjölgun er 1,2%. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.051 á tímabilinu, það sveitarfélag sem kemur næst var Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 744 á sama tímabili og íbúum Mosfellsbæjar fjölgaði um 496 íbúa.

Karl Eskil Pálsson | 03.12.2020

Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa á Akureyri


Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er um þrír milljarðar króna sem skiptist þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði en Akureyrarbær greiðir 15%. Áætlað er að heimilið verði tilbúið til notkunar í lok árs 2023. Þar með verða hjúkrunarrými á Akureyri rúmlega 230 en þau eru núna um 170

Karl Eskil Pálsson | 02.12.2020

Ferðaþjónustan fagnar nýjum baðstað í Eyjafirði


Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands fagnar áformum eignarhaldsfélagsins Sólbaða um að byggja baðstað með tilheyrandi þjónustu í landi Ytri-Varðgjár, skammt frá Vaðlaheiðargöngum í Eyjafirði. Gert er ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá göngunum í samvinnu við Norðurorku. Lengd lagnarinnar verður liðlega tveir kílómetrar.

Karl Eskil Pálsson | 02.12.2020

Hver og einn súkkulaðimoli er listaverk


„Það er nóg að gera og við gætum bætt við starfsemina ef við hefðum stærra húsnæði,“ segir Elsa Guðbjörg Bogadóttir eigandi súkkulaðigerðarinnar Sætt og Salt í Eyrardal í Súðavík. Fyrirtækið er í eigu Elsu og Ásgeirs Hólm. Lýsing

Karl Eskil Pálsson | 02.12.2020

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar skorar á ríkið að standa vörð um framhalds- og háskóla


Bæjarstjórn Akureyrarbæjar telur illa vegið að framhaldsskólum á Norðurlandi þar sem þeir bera verulega skertan hlut frá borði í fjárlögum 2021 sé miðað við aðra framhaldsskóla landsins og að þeir raði sér í neðstu sætin séu prósentuhækkanir milli ára skoðaðar. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í gær.

Karl Eskil Pálsson | 01.12.2020

Umsóknum um jólaaðstoð fjölgar um 30% á Eyjafjarðarsvæðinu


Frá árinu 2013 hafa Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Rauði krossinn við Eyjafjörð og Hjálparstarf kirkjunnar starfað saman um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Samstarfið hefur gengið vel og gert það að verkum að hægt hefur verið að styðja einstaklinga og fjölskyldur á svæðinu með veglegri hætti en áður. Nú hefur verið ákveðið að stíga skrefi lengra og hafa samstarfið á ársgrundvelli.

Karl Eskil Pálsson | 01.12.2020

Undirbúa að byggja baðstað sem nýti heitt vatn úr Vaðlaheiðargöngum


Eignarhaldsfélagið Skógarböð hefur uppi áform um að byggja baðstað með tilheyrandi þjónustu í landi Ytri-Varðgjár, skammt frá Vaðlaheiðargöngum í Eyjafirði. Gert er ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá göngunum í samvinnu við Norðurorku. Lengd lagnarinnar verður liðlega tveir kílómetrar.

Karl Eskil Pálsson | 30.11.2020

Formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu


Sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar hafa allar samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður.

Karl Eskil Pálsson | 30.11.2020

50% afsláttur af gatnagerðargjöldum í Mývatnssveit og áfram fríar skólamáltíðir


Gert er ráð fyrir umtalsverðu tapi af rekstri Skútustaðarhrepps á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Þetta kemur fram í fréttabréfi Sveins Margreirssonar sveitarstjóra, sem segir lagt upp með fjárfestingu í þróun samfélagsins á aðhaldstímum. Heildartekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar 620 m.kr. á næsta ári og er gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 36 milljónir. Ástæðan er fyrst og fremst samdráttur í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins.

Skúli B. Geirdal | 28.11.2020

Tíu ára kvikmyndagerðarmaður á Seyðisfirði


Aron Elvarsson var aðeins 5 ára gamall þegar áhugi hans á kvikmyndagerð kviknaði en hann fékk að fylgjast með foreldrum sínum gera myndband fyrir þorrablótið. Og strax þá vildi hann vita allt um þá tækni sem er á bakvið kvikmyndagerð. Á leikskólanum fannst honum mest gaman að leika eftir Ófærð og þá gerði hann fyrstu myndina sína, „Morðið á undan storminum.“

Skúli B. Geirdal | 27.11.2020

Hinsegin listamannasetur í Neskaupstað, eitt þriggja í heiminum


Hákon Guðröðarson vert á Hótel Hildibrand og maðurinn hans Hafsteinn Hafteinsson listamaður hafa átt sér þann draum lengi að stofna hinsegin listamannaaðsetur og sameina þar með sín störf og áhugasvið ásamt því að skapa sér heilsárs atvinnu í Neskaupsstað. Draumurinn hafði blundað í þeim lengi en möguleikarnir opnuðust skyndilega uppá gátt þegar að Sigfúsarhús, næst elsta húsið í Norðfirði, losnaði.

Karl Eskil Pálsson | 27.11.2020

Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra vilja auðvelda nýtingu þörunga


Samkvæmt tillögu til þingsályktunar er lagt til að stofnaður verði starfshópur sem kanni möguleika á aukinni nýtingu þörunga. Atvinnumálanefnd Alþingis óskaði umsagnar frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem segja að tækifæri til vinnslu og ræktun þörunga séu mikil.

Karl Eskil Pálsson | 27.11.2020

Jólasveinarnir í Dimmuborgum eru á Feisbrúkk og Kílógramminu


Jólasveinarnir fara senn að skila sér til byggða, stóra verkefnið er að færa góðum börnum gjafir í skóinn. Jólasveinarnir þurfa auðvitað að æfa sig í að tala við mannfólkið áður en törnin hefst fyrir alvöru. Þeir Ketkrókur og Þvörusleikir birtust óvænt í myndveri N4, þegar Vilhjálmur Bragason var að taka upp föstudagsþáttinn. Villi tók bræðrunum auðvitað fagnandi, þrátt fyrir að þeir hefðu ekki gert boð á undan sér.

Karl Eskil Pálsson | 26.11.2020

Akureyrarbær vill að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni


Bæjarráð Akureyrar tók á fundi sínum í dag fyrir tillögu til þingsályktunar um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í bókun ráðsins er lögð þung áhersla á mikilvægi þess að miðstöð innanlandsflugs verði áfram óskert í Vatnsmýrinni þar til annar jafn góður eða betri kostur hefur verið tekinn í notkun. Þá var bæjarstjóra falið að senda umsögn bæjarins vegna þingsályktunartillögunnar. Mynd/ frá Reykjavíkurflugvelli/isavia.is

Karl Eskil Pálsson | 26.11.2020

Skipstjórnendur Samherja gagnrýna Félag skipstjórnarmanna harðlega


Sautján skipstjórnendur hjá Samherja, þrettán skipstsjórar og fjórir stýrimenn, birta í dag yfirlýsingu þar sem Félag skipstjórnarmanna er harðlega gagnrýnt fyrir að kæra eigin félagsmann til lögreglu í kjölfar Covid-19 smits í togaranum Júlíusi Geirmundssyni frá Ísafirði.

Karl Eskil Pálsson | 24.11.2020

Útsvarstekjur sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa hækkað á árinu


Útsvarstekjur sveitarfélaganna níu á Vestfjörðum námu samtals 3,337 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar samtals 3,260 milljónir króna. Þetta kemur fram í gagnagrunni Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Karl Eskil Pálsson | 24.11.2020

Leiguverð mjög misjafnt eftir svæðum


Þegar bornar eru saman tölur um leiguverð eftir svæðum, kemur í ljós að munurinn er oft á tíðum mikil. Samkvæmt leigugagnagrunni Þjóðskrár í október var þinglýst 937 leigusamningum. Þjóðskrá vann tölulegar upplýsingar um leiguverð upp úr 500 leigusamningum, ýmsum samningum var sleppt, meðal annars samningum um félagslegar íbúðir.

Karl Eskil Pálsson | 23.11.2020

Íbúum með erlendan upprunar fjölgar mikið á NA-landi


Árið 2011 bjuggu 190 íbúar í Norðurþingi, Skútustaðarhreppi og Tjörneshreppi sem voru af erlendum uppruna, alls komu þeir frá 18 þjóðlöndum. Pólverjar voru fjölmennastir eða 122 og Þjóðverjar næstir ekki nema 13 talsins. Þetta kemur fram í samantekt sjálfbærniverkefnisins Gaums.

Karl Eskil Pálsson | 20.11.2020

Giljaskóli á Akureyri er Réttindaskóli UNICEF


Í dag, á alþjóðadegi barna og afmælisdegi Barnasáttmálans, veitti UNICEF á Íslandi grunnskólanum Giljaskóla á Akureyri viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Giljaskóli er því orðinn fyrsti Réttindaskóli UNICEF utan höfuðborgarsvæðisins

Karl Eskil Pálsson | 17.11.2020

Framsýn óttast að áætlunarflug til Húsavíkur leggist af


Stjórn stéttarfélagsins Framsýnar samþykkti í morgun ályktun vegna útboðs Vegagerðarinnar á flugi til Gjögurs og Bíldudals. Flugfélagið Ernir hefur um árabil séð um áætlunarflug til þessara staða en samið við við Norlandair um flugleiðina eftir útboð. Ernir flýgur einnig til Húsavíkur og óttast stjórn Framsýnar að flug þangað kunni að vera í hættu.

Rakel Hinriksdóttir | 16.11.2020

Kófið stoppar ekki ýkta eldingu!


Takmarkanir vegna Covid-19 skilja engan útundan, og Leikfélag VMA stendur nú frammi fyrir áskorun. Að venju væru þau að hefja samlestur og fyrstu æfingar á leikverki ársins, en nú er það hreinlega bannað að hittast. Félagið ætlar þó ekki að leggja árar í Covid-bátinn og hafa ákveðið að setja ástsæla söngleikinn Grís á svið.

Karl Eskil Pálsson | 16.11.2020

Vonar að byrjað verði á nýrri verksmiðju við Súðavík næsta haust


Íslenska kalkþörungafélagið ehf. hefur í nokkur ár unnið að því að reisa nýja kalkþrörungaverksmiðju við Langeyri í Álftafirði, skammt frá Súðavík. Fyrir rekur félagið verksmiðju á Bíldudal og er verið að stækka hana um helming, þannig að afkastagetan verði 120 þúsund tonn á ári. Ráðgert er að nýja verksmiðjan í Álftafirði afkasti einnig 120 þúsund tonnum.

Karl Eskil Pálsson | 12.11.2020

Fiskeldið skapar framhaldslíf á Tálknafirði


„Já, atvinnufið á sunnanaverðum Vestfjörðum hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, aðallega vegna fiskeldis. Hvað Tálknafjörð varðar, má segja að fiskeldið beri uppi atvinnulífið í okkar sveitarfélagi og sú uppbygging sem er fyrirhuguð á næstu mánuðum og árum tengist líka fiskeldi,“ segir Ólafur Þór Ólafsson sveitatstjóri Tálknafjarðarhrepps.

Karl Eskil Pálsson | 10.11.2020

26 eldri borgarar fengu afslátt í Hlíðarfjalli í fyrra


Félag eldri borgara á Akureyri skrifaði bæjaryfirvöldum í síðasta mánuði bréf, þar sem mótmælt er verði á vetrarkortum í Hlíðarfjalli. Í bréfinu er sagt frá eldri borgara sem ætlaði að kaupa kort, en blöskraði verðlagningin. Í fyrra hefðu kortin til eldri borgara kostað 7.000 krónur en nú 40.500 krónur. Félagið telur hækkunina algjörlega siðlausa en bæjarráð sér ekki ástæðu til að endurskoða gjaldskrána.

Karl Eskil Pálsson | 10.11.2020

Bjartsýn á næsta sumar verði gott fyrir vestan


„Bókunarstaðan fyrir næsta sumar er ágæt, við höfum bókað ferðir í tengslum við komu tuttugu skemmtiferðaskipa til Vestfjarða og eins hafa margir stórir erlendir hópar pantað þjónustu, þannig að næsta sumar lítur bara mjög vel út að öllu óbreyttu,“ segir Gunnþórunn Bender framakvæmdastjóri Westfjords Adventures.

Karl Eskil Pálsson | 10.11.2020

Viðsnúningur í afkomu Menningarfélags Akureyrar


Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr umsvifum Menningarfélags Akureyrar vegna heimsfaraldursins var síðasta rekstrarár gert upp með 26 milljóna króna hagnaði en á fyrra rekstrarári var tapið rúmar 15 milljónir króna. Rekstrarár félagsins miðast við 1. ágúst til 31. júlí.

Karl Eskil Pálsson | 09.11.2020

Luxushótel byggt rétt við Grenivík


Þeir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið í samstarfi við erlenda fjárfesta að hefja byggingu á glæsilegu lúxus hóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði.

Karl Eskil Pálsson | 09.11.2020

Oddi á Pareksfirði í laxavinnslu


Vinnsla er hafin hjá Odda á Patreksfirði á ferskum laxi, sem fyrirtækið kaupir af laxeldisfyrirtækinu Atric fish. Skjöldur Pálmason framkvæmdastjóri Odda segir að kayptar hafi verið fullkomnar vinnsluvélar frá Marel. Hann segir að markaðurinn geri kröfur um ferskleika.

Karl Eskil Pálsson | 09.11.2020

Barn á leikskólanum Pálmholti með Covid-19


Barn af leikskólanum Pálmholti á Akureyri greindist með Covid-19 á laugardaginn. Þar af leiðandi þurfa 40 börn af tveimur deildum, sem voru innan sama sóttvarnarhólfsins föstudaginn 6. nóvember, að vera í sóttkví til 20. nóvember.

Karl Eskil Pálsson | 06.11.2020

Vill fjölga starfsmönnum Háskólans á Akureyri um 20-30 á næsta ári


Rafrænn ársfundur Háskólans á Akureyri vr haldinn í dag. Eyjólfur Guðmundsson rektor skólans benti á í ræðu sinni að fjöldi starfsmanna hafi ekki vaxið í takt við fjölda nemenda. Hann vill að starfsmönnum fjölgi um tuttugu til þrjátíu á næsta ári.

Karl Eskil Pálsson | 06.11.2020

Samherji: Aldur á fiski til vinnslu gæti farið niður í 0-12 klukkustundir


"Með kaupum Samherja á uppsjávarskipi sem stendur til að breyta fyrir bolfiskveiðar og dæla fiski um borð og geyma lifandi í sérútbúnum tönkum, skapast mikil tækifæri til framfara." Þetta segja stjórnendur Samherja og benda á að nauðsynlegt sé að reglugerðum verði breytt og þær aðlagaðar þannig að sjávarútvegurinn geti þroast í þessa átt.

Karl Eskil Pálsson | 05.11.2020

Samherji kaupir skip sem getur geymt lifandi fisk í tönkum


Samherji hefur keypt uppsjávarskip sem til stendur að breyta fyrir bolfiskveiðar. Hægt verður að dæla fiski um borð og geyma hann lifandi í sérútbúnum tönkum, sem er nýjung. Þetta kemur fram á mbl.is

Karl Eskil Pálsson | 04.11.2020

Bjarkey vill leiða framboðslista VG í Norðausturkjördæmi


Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi ætlar að sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar. Hún skipaði síðast annað sæti flokksins en Steingrímur J. Sigfússon sem var í fyrsta sæti hefur ákveðið að hætta þingmennsku.

Karl Eskil Pálsson | 04.11.2020

Framsókn í NA kjördæmi efnir til póstkosningar


Rafrænt kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi ákvað í gærkvöld að efna til póstkosningar meðal félagsmanna í tengslum við val á sex efstu sætum á framboðslista flokksins við alþingiskosningarnar næsta haust. Kosningin hefst 1. mars.

Karl Eskil Pálsson | 03.11.2020

Allir um borð í sóttkví


Línuskipið Núpur, sem er í eigu Odda á Patreksfirði, kom til hafnar á Akureyri síðdegis. Grunur leikur á að skipverji sé smitaður af Covid 19 og verður öll áhöfnin send í sýnatöku. Fréttavefurinn bb.is greinir frá þessu. Strax og skipverjinn sýndi einkenni var haft samband við Landhelgisgæsluna og ákveðið var að sigla í land. Skipverjar verða um borð þar til nioðurstöður liggja fyrir.

Karl Eskil Pálsson | 03.11.2020

Skammtímavistun fyrir fatlaða á Akureyri lokað vegna Covid-19 smits


Starfsmaður í skammtíma- og frístundaþjónustu fyrir fatlaða á Akureyri hefur greinst með Covid-19. Viðkomandi starfaði í Þórunnarstræti 99 og hefur starfsemi þar verið lögð af á meðan smitrakning fer fram. Af þessum sökum þurfa um eða yfir 30 starfsmenn og notendur þjónustunnar að fara í sóttkví og verður lokað í Þórunnarstræti 99 a.m.k. út þessa viku.

Karl Eskil Pálsson | 02.11.2020

Múlaþing yfir fimmþúsund íbúa múrinn


Íbúar Múlaþings voru um mánaðamótin 5.002 samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Í kosningum í lok október ákváðu íbúar fjögurra sveitarfélaga að sameinast, þ.e. Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Síðast þegar Þjóðskrá birti tölur um íbúafjölda þessara sveitarfélaga, voru þeir samtals 4.967.

Karl Eskil Pálsson | 02.11.2020

Útsvarstekjur sveitarélaganna hafa hækkað um 4,3 milljarða


Staðgreiðslutekjur – útsvarstekjur – sveiarfélaga landsins voru samtals 198,1 milljarður króna fyrstu tíu mánuði ársins, en á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar 193,8 milljarðar króna. Munurinn er 4,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í gagnagrunni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Staðan er mismunandi eftir sveitarfélögum.

Karl Eskil Pálsson | 02.11.2020

Hækkanir á gjaldskrá Hlíðarfjalls „hvorki ósanngjarnar né óeðlilegar“


Félag eldri borgara á Akureyri hefur skrifað bæjaryfirvöldum bréf, þar sem mótmælt er verði á vetrarkortum í Hlíðarfjalli. Í bréfinu er sagt frá eldri borgara sem ætlaði að kaupa kort, en blöskraði verðlagningin. Í fyrra hefðu kortin til eldri borgara kostað 7.000 krónur en nú 40.500 krónur. Félagið telur hækkunina algjörlega siðlausa en bæjarráð sér ekki ástæðu til að endurskoða gjaldskrána.

Karl Eskil Pálsson | 30.10.2020

Sveitarstjóri Norðurþings fagnar áformum um lofthreinsiver á Bakka við Húsavík


„Ég fagna þessum áformum, fyrst og síðast er ánægulegt að stórhuga hátæknifyrirtæki horfa hingað til Húsavíkur. Við sjáum ekki annað en að þetta verkefni falli mjög vel að hugmyndafræðinni um vistvæna iðngarða hérna fyrir norðan, sem byggir á heildrænni nálgun á uppbyggingu iðnaðarsvæða, með sjálfbærni að leiðarljósi,“ segir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings.

Karl Eskil Pálsson | 30.10.2020

Smit í 5. bekk Brekkuskóla á Akureyri


Staðfest hefur verið að barn í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri er með Covid-19. Af þessum sökum, og á meðan smitrakning fer fram, eru allir nemendur árgangsins sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október komnir í sóttkví sem og kennarar 5. bekkjar sem höfðu verið í samskiptum við barnið.

Karl Eskil Pálsson | 30.10.2020

Eldri borgarar Akureyri mótmæla mikilli hækkun og segja hana siðlausa


Félag eldri borgara á Akureyri hefur skrifað bæjaryfirvöldum bréf, þar sem mótmælt er verði á vetrarkortum í Hlíðarfjalli. Í bréfinu er sagt frá eldri borgara sem ætlaði að kaupa kort, en blöskraði verðlagningin. Í fyrra hefðu kortin til eldri borgara kostað 7.000 krónur en nú 40.500 krónur, sem þýði 480% hækkun. Bæjarráð Akureyrar sér ekki ástæðu til að endurskoða gjaldskrána.

Karl Eskil Pálsson | 30.10.2020

Lofthreinisiver rís við Húsavík. 300-500 stöðugildi skapast


Íslenska fyrirtækið Carbon Iceland ehf. áformar að reisa lofthreinsiver á Íslandi sem gerir kleift að hreinsa og binda 1 milljón tonna af CO2 (koltvísýringi) úr andrúmslofti. Boðað hefur verið till blaðamannafundar síðar í dag, þar sem þessi áform verða kynnt nánar. Byrjað var á undirbúningi þessa verkefnis fyrir tveimur árum og hefur Carbon Iceland náð samkomulagi við kanadíska hátæknifyrirtækið Carbon Engineering um að nota svokallaða „Direct Air Capture“- tækni sem fyrirtækið hefur þróað.

Karl Eskil Pálsson | 29.10.2020

Rekstur Hlíðarfjalls boðinn út fljótlega eftir áramót


Bæjarráð Akureyrar ákvað í september að fela stjórn Hlíðarfjalls að skoða möguleika á að bjóða út starfsemi útivistarsvæðisins í Hlíðarfjalli, leggja átti niðurstöður fyrir ráðið fyrir 1. október. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ er staðan í dag sú að stjórn Hlíðarfjalls hafi tekið málið fyrir og m.a. rætt við Ríkiskaup um útvistun svæðisins.

Karl Eskil Pálsson | 27.10.2020

Forstjóri Kerecis sér fyrir sér að starfsemin á Ísafirði eflist í framtíðinni


Vöxtur Kerecis hefur verið hraður á undanförnum árum, velta þessa árs verður hátt í þrír milljarðar króna og segir Guðmundur Fertman Sigurjónsson forstjóri stefnt að því að veltan aukist enn frekar í framtíðinni. Hann segir að vöxtur fyrirtækisins sé hraðastur í Bandaríkjunum. Kerecis framleiðir aðallega afurðir til að meðhöndla þrálát sár og brunasár, einkum hjá fólki með sykursýki. Í Bandaríkjunum er einn af hverjum ellefu með sykursýki.

Karl Eskil Pálsson | 27.10.2020

Smit í Síðuskóla á Akureyri


Starfsmaður í frístund í Síðuskóla hefur greinst með Covid-19. Viðkomandi fékk einkenni um liðna helgi og var smitið staðfest í gær. Starfsmenn frístundar sem unnu með viðkomandi á fimmtudag og föstudag í síðustu viku og börn sem voru í frístund þá daga hafa verið send heim í úrvinnslusóttkví. Af þessum ástæðum verður frístund í Síðuskóla lokuð út vikuna. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. Starfsfólk, nemendur og foreldrar þeirra eru beðnir að fylgjast vel með því hvort fram komi einkenni sjúkdómsins og er bent á að hafa samband við heilsugæsluna ef grunur vaknar um smit. Enn er óupplýst hver uppruni smitsins er en smitrakning er hafin, segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Karl Eskil Pálsson | 27.10.2020

Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í Skagafirði vegna riðuveiki


Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir stöðunni sem komin er upp í Skagafirði vegna staðfestrar riðuveiki í Tröllaskagahólfi. Fyrr í mánuðinum greindist riðuveiki á bænum Stóru- Ökrum 1 og Matvælastofnun hefur undanfarna daga kortlagt frekari útbreiðslu veikinnar.

Karl Eskil Pálsson | 26.10.2020

827 bílar um Dýrafjarðargöng í gær


Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar í Dýrafjarðargöngum, fóru 827 ökutæki um göngin í gær. Að jafnaði fóru um 150 ökutæki á sólarhrhring um Hrafnseyrarheyði í fyrra, samkvæmt teljara Vegagerðarinnar. Löng röð bíla myndaðist í gær en göngin voru formlega tekin í notkun klukkan 14:00.

Karl Eskil Pálsson | 26.10.2020

Fasteignamatið hækkar mest á Ísafirði


Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 2,1% á næsta ári, miðað við yfirstandandi ár og verður 9,5 milljarðar króna, samkvæmt nýju mati Þjóðskrár Íslands. Heildarfasteignamat tekur mismiklum breytingum eftir landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um 2,3%, lækkar um 0,5% á Suðurnesjum, hækkar um 0,3% á Vesturlandi, um 8,2% á Vestfjörðum, um 6,5% á Norðurlandi vestra, 1,9% á Norðurlandi eystra, 3,5% á Austurlandi og um 2,4% á Suðurlandi. Af einstaka bæjarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest á Ísafirði eða um 11,2%, um 8,8% í Akrahreppi og um 8,5% í Blönduósbæ og Tálknafirði. Mynd/Frá Ísafirði/n4.is

Karl Eskil Pálsson | 20.10.2020

Ný sjálfvirk suðuvél 3X Technology á Ísafirði er bylting


3x Technology er hátt í þrjátíu ára og hefur vaxið mikið frá stofnun. Framleiðslan er aðallega hátæknibúnaður fyrir sjávarútvegstengda starfsemi. Starfsmenn fyrirtækisins á Ísafirði eru um sextíu, stærstur hluti framleiðslunnar er seldur til útlanda. Karl Ásgeirsson reskstrarstjóri segir að ágætlega gangi að fá vel menntað starfsfólk. Hann segir að Íslendingar séu vel þekkiir víða um heim fyrir tæknilausnir sínar. Nýverið var tekin í notkun sjálfvirk suðuvél hjá fyrirtækinu, nokkurs konar róbót. Karl segir að kaupendur tækjabúnaðar geri afar ríkar kröfur um öruggar suður.

Karl Eskil Pálsson | 19.10.2020

Arna í Bolungarvík undirbýr ræktun á jarðarberjum og kryddjurtum


„Í þessari atvinnugrein er lykiltriði að vera stöðugt að þróa nýjar vörugegundir. Arna verður tíu ára eftir tvö ár og í upphafi settum við okkur það markmið að vera komin með góðan tækjabúnað á tíu ára afmælinu. Í dag eru starfsmenn Örnu um þrjátíu og veltan er um eitt og hálfur milljarður króna,“ segir Hálfdán Óskarsson mjólkurfræðingur og samlagsstjóri mjólkurbúsins Örnu í Bolungarvík. Rætt verður við Hálfdán í Atvinnupúlsinum á N4 annað kvöld, þriðjudagskvöld. Í þættinum segir Hálfdán frá því að verið sé að undirbúa ræktun jarðarberja og kryddjurta í húsnæði fyrirtækisins.

Karl Eskil Pálsson | 16.10.2020

Vilja efla starfsemi Fab Lab Ísafjörður


Já, við erum harðákveðin í því að efla þessa stafrænu smiðju enn frekar í framtíðinni,“ segir Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Ísafirði um starfsemi Fab Lab Ísafjörður. Hún telur líklegt að atvinnulífið notfæri sér tækjabúnað smiðjunnar enn frekar í framtíðinni, þar séu meðal annars tölvustýrðir skerar, fræsivélar, þrívíddarskannar og prentarar. Rætt var við Hildi í þættinum Landsbyggðum á N4 í gærkvöldi um starfsemi Fab Lab Ísafjörður.

Karl Eskil Pálsson | 15.10.2020

Vinnumálastofnun opnar starfsstöð á Húsavík á morgun í samvinnu við Framsýn


Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags og byggðaráð Norðurþings hafa skorað á Vinnumálastofnun að opna starfsstöð á Húsavík en stofnunin var með starfsstöð þar til ársins 2014 er henni var lokað, þar sem ekki var talin lengur þörf fyrir starfsemina vegna batnandi atvinnuástands.

Rakel Hinriksdóttir | 15.10.2020

Frumsaminn söngleikur hjá LMA 2021


Leikfélag Menntaskólans á Akureyri ætlar að setja upp frumsaminn söngleik árið 2021, en félagið tilkynnti það í beinni útsendingu á Facebook síðu sinni í dag. Verkið ber nafnið “Hjartagull” og verður byggt á tónlist hljómsveitarinnar 200.000 Naglbíta. Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, tók þátt í tilkynningunni og lýsti þar yfir sérstakri ánægju með NaglMA sem er aðdáendafélag hljómsveitarinnar í skólanum. Það er Aron Martin Ásgerðarson sem skrifar verkið og leikstýrir.

Karl Eskil Pálsson | 14.10.2020

Dýfurnar í atvinnumálum Vestfjarða ekki eins djúpar


Skráð atvinnuleysi í september var 9,8% og Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi aukist nokkuð í október og nóvember í þeirri erfiðu stöðu sem er á vinnumarkaði vegna heimsfaraldursins. Á Vestfjörðum var heildaratvinnuleysið í september 3,7%, hið minnsta á landinu öllu. Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Karl Eskil Pálsson | 14.10.2020

Leikskóladeild á Akureyri lokað vegna Covid


Leikskóladeildinni Árholti Akureyri var lokað í morgun eftir að barn þar greindist með kórónuveiruna. Allt starfsfólk leikskóladeildarinnar og börn eru farin í varúðarsóttkví vegna smitsins. Beðið er frekari fyrirmæla frá sóttvarnayfirvöldum. Í Árholti hafa verð 17 börn og 7 starfsmenn en deildin tilheyrir leikskólanum Tröllaborgum. Mynd/frá Árholti/akureyri.is

Karl Eskil Pálsson | 13.10.2020

Orkubú Vestfjarða skoðar nokkra virkjunarkosti


“Ef við ætlum að fá ný atvinnutækifæri inn á svæðið er mjög mikilvægt að hafa tryggt rafmagn. Þegar um er að ræða stórar fjárfestingar er mjög fljótlega litið til rafmagnsmála. Við erum að skoða ýmsa vikrkjunarkosti og erum með nokkur rannsóknarleyfi fyrir virkjanir,” segir Elías Jónatansson orkubússtjori Orkubús Vestfjarða.

Karl Eskil Pálsson | 12.10.2020

Stefna á Akureyri á góðri siglingu


Starfsmönnum Stefnu hugbúnaðarhúss á Akureyri fjölgaði um fimm í fyrra og á þessu ári hefur stöðugildum fjölgað um sex. Nýjasti starfsmaðurinn er Guðlaugur Arnarson, sem hefur verið ráðinn viðskiptaþróunarstjóri en hann var áður deildarstjóri hjá Vodafone.

Rakel Hinriksdóttir | 09.10.2020

Knattspyrnulið Tindastóls í fyrsta skipti í úrvalsdeild 2021


Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu hefur tryggt sér efsta sæti Lengjudeildarinnar í ár, og þar með langþráð sæti meðal þeirra bestu í úrvalsdeild á næsta tímabili. Það verður í fyrsta skipti í sögu félagsins sem meistaraflokkur Tindastóls spilar í efstu deild, bæði karla og kvenna. Hugrún Pálsdóttir og Laufey Harpa Halldórsdóttir eru báðar uppaldar Stólastúlkur og eru að vonum í skýjunum yfir árangri sumarsins.

Rakel Hinriksdóttir | 05.10.2020

Þjónusta Akureyrarbæjar á neyðarstigi


Samkvæmt fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ tók neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 gildi á miðnætti, á sama tíma og hertar sóttvarnaaðgerðir. Íbúar Akureyrar eru eins og aðrir landsmenn eindregið hvattir til að sýna ítrustu varkárni í öllu sínu daglega lífi. Virk smit á Akureyri eru fá þessa stundina en það getur breyst á augabragði. Minnt er á að síðasta vor kom fyrsta bylgja Covid-19 til Akureyrar 1-2 vikum eftir að hún kom fram á höfuðborgarsvæðinu og ekki er ástæða til að ætla að þróunin verði öðruvísi núna. Það er undir okkur sjálfum komið að sporna gegn því að þessi bylgja faraldursins verði mjög alvarleg á Akureyri.

Karl Eskil Pálsson | 03.10.2020

Helmingur sjómanna með mígreni eða höfuðverk


Stór hluti sjómanna segist hafa upplifað sjóveiki og um helmingur sjómanna þjáist af mígreni eða spennuverkjahöfuðverk. Þetta kemur fram í rannsókn sem Nanna Ýr Arnardóttir lektor við Háskólann á Akureyri og Hannes Petersen háls, nef- og eyrarlæknir við Sjúkrahúsið á Akureyri gerðu. Spurningar voru sendar til sjómanna sem sótt hafa námskeið í Slysavarnarskólanum, einnig til annarra sjómanna á Eyjafjarðarsvæðinu.

Karl Eskil Pálsson | 02.10.2020

Kjarnafæði 57% Norðlenska 43 %


Samkomulag er um að eigendur Kjarnafæðis eigi 57% hlut í sameinuðu fyrirtæki Norðlenska og Kjarnafæðis og eigendur Norðlenska eigi 43%. Eigendur fyrirtækjanna hafa þegar samþykkt samruna, nú er beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda. Fyrirtækin eru með svipaða veltu, eða um fimm milljarða króna á ári.

Karl Eskil Pálsson | 02.10.2020

Framkvæmdir boðaðar á Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi í fjárlagafrumvarpi


Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir stórátaki í ýmsum vegaframkvæmdum, svo sem við stofnæðar út frá höfuðborgarsvæðinu. Alls eru nærri fimm milljarðar króna áætlaðir í þennan lið fjárlagafrumvarpsins. Í þessu átaki eru framkvæmdir á Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi. Vegurinn um Þverárfjall tengir saman Skagafjörð og Húnavatnssýslu. Skagastrandarvegur liggur milli Skagastrandar og Blönduóss

Karl Eskil Pálsson | 01.10.2020

Guðmundur Baldvin: Ekkert rætt um afstöðu Akureyrarbæjar til fiskeldis


Í nýjum samstarfssáttmála bæjarstjórnar Akureyrar er kveðið á um að blásið verði til sóknar á íbúa- og atvinnumarkaði, meðal annars með því að efla samkeppnishæfni bæjarins og fjölga fyrirtækjum og stofnunum sem telja fýsilegt að byggja upp starfsemi í bænum. Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins bindur meðal annars vonir við tækifæri á atvinnumarkaði í tengslum við aukið millilandaflug.

Karl Eskil Pálsson | 01.10.2020

N1 fjölgar fjölgar stöðvum með „fast lágt verð“


Í dag mun N1 hefja sölu á eldsneyti á föstu lágu verði á þremur N1 stöðvum til viðbótar við N1 Lindum í Reykjavík. Ein þessara stöðva er á Akureyri. Fyrirtækið festi lágt verð í sessi í Lindum um miðjan september og segir fyrirtækið að þetta fyrirkomulag hafi slelgið í gegn.

Karl Eskil Pálsson | 30.09.2020

Málefnasamningur í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi


Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. Samningurinn var undirritaður rafrænt til að leggja áherslu á vilja framboðanna til að þróa rafræna stjórnsýslu þar sem fulltrúar hvaðanæva að úr sveitarfélaginu geti tekið virkan þátt í starfsemi þess.

Karl Eskil Pálsson | 30.09.2020

Björn Ingimarsson sveitarstjóri nýs sveitarfélags á Austurlandi


Björn Ingimarsson verður sveitarstjóri nýs sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi. Þetta var tilkynnt á fundi, þar sem málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er kynntur. Björn var bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði. Það voru þeir Gauti Jónannesson oddviti Sjálfstæðisflokksins og Stefán Bogi Sveinsson oddviti Framsóknarflokksins sem kynntu málefnasamninginn.

Karl Eskil Pálsson | 30.09.2020

Guðmundur Baldvin: Hægt að spara í snjómokstri. Of mikið mokað síðasta vetur.


Í samstarfssáttmála flokkanna í bæjarstjórn Akureyrar er kveðið á um að leita leiða til að draga úr kostnaði við snjómokstur. Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins ræðir þetta atriði í sáttmálanum í þættinum Landsbyggðir á N4, sem sendur verður út annað kvöld, fimmtudagskvöld.

Karl Eskil Pálsson | 29.09.2020

Ráðhúsið á Akureyri eða skólabyggingar ekki til sölu


Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar segir að ekki standi til að selja fasteignafélögum til dæmis ráðhús bæjarins eða skólabyggingar. Í nýjum samstarfssáttmála bæjarstjórnar er sérstalega kveðið á um að fækka fermetrum með því að samnýta og/eða selja húsnæði.

Karl Eskil Pálsson | 28.09.2020

Jón Björn Hákonarson verður bæjarstjóri Fjarðabyggðar


Í framhaldi af starfslokum Karls Óttars Péturssonar bæjarstjóra Fjarðabyggðar, sem tilkynnt í morgun, hafa meirihlutaflokkarnir í bæjarstjórn, Fjarðarlisti og Framsóknarflokkur, ákveðið að Jón Björn Hákonarson taki við starfinu og gegni því út kjörtímabilið. Jón Björn var forseti bæjarstjórnar og lætur af því embætti, einnig formennsku í eigna-, skipulags og umhverfisnefnd og safnanefnd ásamt varaformennsku í bæjarráði.

Karl Eskil Pálsson | 28.09.2020

Sjúkrahúsið á Akureyri skilgreinir höfuðborgarsvæðið sem „rautt svæði“


Stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri hafa sent starfsfólki tilkynningu, þar sem bent er á að aðstæður vegna Covid-19 hafi breyst til hins verra. Nokkur smit á svæðinu séu staðfest og á annað hundrað manns í sóttkví, þar af nokkrir starfsmenn SAk. Því hafi verið skerpt á nokkrum atriðum, höfuðborgarsvæðið skilgreint sem „rautt svæði" og þeir sem þurfi nauðsynlega til rauðra svæða skuli sæta reglum um sóttkví C eftir að heim er komið. Þessar reglur eigi einnig við um nema/starfsmenn sem komi af rauðu svæði. Reglur þessar gilda næstu tvær vikur, eða þar til aðstæður kalla á önnur viðbrögð.

Karl Eskil Pálsson | 28.09.2020

Akureyrarbær: Styrkur við krabbameinsfélagið ólögbundið verkefni


Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur sent út neyðarkall en félagið leitar leiða til að tryggja áframhaldandi rekstur þjónustumiðstöðarinnar á Akureyri. Fjárhagsstaða félagsins er erfið, ástæðan er áhrif vegna Covid-19. Akureyrarbær og Fjallabyggð hafa þegar hafnað beiðni félagsins. N4 leitaði til Akureyrarbæjar og óskaði eftir svörum, hvers vegna bærinn hafi hafnað þessari beiðni. „Við erum einfaldlega að leita allra leiða til að draga úr kostnaði og þurfum að skoða sérstaklega þátttöku í ólögbundnum verkefnum,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs. Mynd/húsnæði KAON

Karl Eskil Pálsson | 28.09.2020

Neyðarkall frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis


Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis leitar nú leiða til að tryggja áframhaldandi rekstur þjónustumiðstöðvar, en erfiða fjárhagsstöðu félagsins má rekja til efnahagslegra áhrifa Covid-19. Þrátt fyrir sparnaðaraðgerðir sér stjórn félagsins ekki fram á að standa af sér áframhaldandi efnahagslega óvissu og hefur því sent frá sér neyðarkall. Félagið hefur þegar leitað til Akureyrarbæjar og annarra sveitarfélaga um fjárhagslegan stuðning. Akureyrarbær og Fjallabyggð hafa hafnað beiðni félagsins um fjárhagslegan stuðning.

Karl Eskil Pálsson | 27.09.2020

Kynslóðaskipti hjá Verkval á Akureyri


Gunnar Rafn Jónsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Vervals ehf af föður sínum Jóni Björnssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi eða í rúma þrjá áratugi.

Karl Eskil Pálsson | 25.09.2020

Akureyrarbær getur ekki orðið við neyðarkalli Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis


Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis stendur höllum fæti, fjárframlög til félagsins hafa minnkað umtalsvert vegna Covid-19. Félagið biðlar þess vegna til félagsmanna og fleiri að standa með sér á þessum erfiðu tímum, eins og segir á heimasíðu þess.

Karl Eskil Pálsson | 24.09.2020

Í skoðun að Norðurorka yfirtaki rekstur umhverfismiðstöðvar Akureyrarbæjar


Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var fyrsti liður að ræða fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Stjórnarformaður Norðurorku og framkvæmdastjóri fyrirtækisins sátu hluta bæjarráðsfundarins og var meðal annars rætt um breytingar á gjaldskrám Norðurorku, svo og hugsanlegt hagræði þess að færa rekstur umhverfismiðstöðvar bæjarins til Norðurorku.

Karl Eskil Pálsson | 24.09.2020

Fiskeldið er viðspyrna atvinnulífsins fyrir austan og vestan


„Fiskeldi á Íslandi er í miklum vexti, rétt eins og í öðrum löndum þar sem hægt er að stunda fiskeldi og innan ekki mjög margra ára verðum við líklega jafnokar Færeyinga í þessum efnum,“ segir Einar K. Guðfinsson hjá Samtökum fyrirtækja í Sjávarútvegi. Hann segir að í dag starfi líklega úm sexhundrð manns við fiskeldi á Íslandi, þegar afleidd störf séu tekin með í reikninginn.

Karl Eskil Pálsson | 23.09.2020

56 milljónir til Háskólans á Hólum


Háskólinn á Hólum hefur hlotið styrk frá Erasmus+ til að vinna að alþjóðlegu verkefni á sviði fiskeldis. Verkefnið er samstarfsverkefni skóla og fyrirtækja í Noregi, Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi og er meginmarkmið þess að bæta kennslu í fiskeldi með áherslu á starfsnám í fiskeldisstöðvum. Styrkurinn hljóðar upp á 4 milljónir evra, þar af renna 360 þúsund evrur til Háskólans á Hólum eða um 56 milljónir króna.

Karl Eskil Pálsson | 22.09.2020

Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur ræða meirihlutasamstarf fyrir austan


Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi hafa ákveðið að taka upp formlegar viðræður með það að markmiði að mynda meirihluta í nýrri sveitarstjórn. Fulltrúar flokkanna eru sammála um mikilvægi þess að málefnasamningur liggi fyrir sem fyrst og að breytingar í stjórnsýslu nýs sveitarfélags gangi fljótt og vel fyrir sig.

Karl Eskil Pálsson | 22.09.2020

Allir flokkar í bæjarstjórn Akureyrar snúa bökum saman


Bæjarstjórn Akureyrar boðaði til blaðamannafundar í hádeginui í dag, þar sem kynnt var að ákveðið hafi verið að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn það sem af er kjörtímabilinu, sem nú er rétt hálfnað. Ástæðan er þungur rekstur sveitarfélagsins, sem blasir við. Í fréttatilkynningu segir að viðkvæmustu hóparnir verði varðir og börn og unglingar verði í forgangi. Blásið verði til sóknar á íbúa- og vinnumarkaði og stefnt að sjálfbærum rekstri innan fimm ára.

Karl Eskil Pálsson | 22.09.2020

Minnihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar til liðs við meirihhlutann


Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu, þar sem kynntar verða breytingr á meirihlutasamstarfinu í bæjarstjórn. Í dag mynda meirihluta L-listi fólksins, Framsóknarflokkur og Samfylking. Eftir því sem N4 kemst næst verður í hádeginu tilkynnt að flokkarnir í minnihlutanum komi að meirihlutaboðinu. Ljóst er að rekstur bæjarins er þungur, tap þessa árs stefni í hátt í þrjá milljarða króna. Þess vegna þyki skynsamlegt að treysta samstarfið í bæjarstjórn og núverandi meirihlutasamstarf verði útvíkkað.

Karl Eskil Pálsson | 21.09.2020

Veltan á norðlenskum fasteignamarkaði hefur aukist um 2,5 milljarða á árinu


Það stefnir í gott ár á norðlenskum fasteignamarkaði, fyrstu átta mánuði ársins var veltan samtals 27,9 milljarðar í 812 viðskiptum. Á sama tímabili í fyrra var veltan 25,4 milljarðar í 782 viðskiptum. Veltan hefur sem sagt aukist um 2,5 milljarða og kaupsamningum hefur fjölgað nokkuð.

Karl Eskil Pálsson | 18.09.2020

6,5 milljarðar króna til að byggja nýja legudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri


Gert er ráð fyrir 6,5 milljörðum króna í framkvæmdir við nýbyggingu fyrir nýja legudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri á tíma fjármálaáætlunar árin 2021–2025. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þessu þegar hún ávarpaði ársfund Sjúkrahússins á Akureyri í gær.

Karl Eskil Pálsson | 17.09.2020

Áform um nærri 100 ný störf á Húsavík


Fyrirtækið Íslandsþari stefnir að því að eftir fimm ár verði starfsmenn fyrirtækisins á Húsavík um níutíu og veltan 5,4 milljarðar á ári. Íslandsþari mun afla og vinna stórþara en í honum er hægt að vinna ýmsar verðmætar afurðir, meðal annars lyf og heilsuvörur. Í upphafi verður þaraöflunin 3.000 til 12.000 tonn á ári, sem er aðeins brot af þeim sjávargróðri sem vex við strendur Íslands.

Karl Eskil Pálsson | 17.09.2020

Akureyrarbær vill útvista rekstri útivistarsvæðisins í Hlíðarfjalli


Bæjarráð Akureyrar ákvað á fundi sínum í morgun að fela stjórn Hlíðarfjalls að skoða möguleika á að útvista starfsemi útivistarsvæðisins í Hlíðarfjalli. Í bókun ráðsins segir að niðurstöðurnar verði lagaðar fyrir bæjarráð fyrir 1. október n.k.

Karl Eskil Pálsson | 15.09.2020

Norðurþing vill að Vinnumálastofnun opni starfsstöð á Húsavík


Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags gagnrýndi þjónustu Vinnumálastofnunar í þættinum landsbyggðum á N4 í síðustu viku og beindi þeim tilmælum til stofnunarinnar að opna starfsstöð á nýjan leik á Húsavík.

Karl Eskil Pálsson | 14.09.2020

Hátt í tvöþúsund hafa skráð sig í hópinn Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri


Facebooksíðan „Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri“ var stofnuð síðasta föstudag og hafa um eittþúsund og sjöhundruð þegar skráð sig í hópinn. „Nú ætlar skipulagsráð að láta okkur mótmæla í þriðja skiptið og því verðum við bæjarbúar að láta þau vita hversu ósátt við erum við þessa miklu stefnubreytingu um að reisa háhýsi á Oddeyrinni og gjörbreyta þannig bæjarmynd Akureyrar,“ segir í kynningu síðunnar.

Karl Eskil Pálsson | 14.09.2020

Klettur og SS vélaviðgerðir á Akureyri sameinast


Klettur – sala og þjónusta og SS bíla- og vélaviðgerðir á Akureyri hafa ákveðið að sameina starfsemi sína undir merkjum Kletts á Norðurlandi. Í kjölfar þess verður rekstri SS bíla- og vélaviðgerða hætt og allir starfsmenn fyrirtækisins hafa verið ráðnir til starfa hjá Kletti.

Karl Eskil Pálsson | 11.09.2020

Heilbrigðisstofnun Norðurlands undirbýr að efla rafræna þjónustu


Heilbrigðisstofnun Norðurlands var rekin með 64 milljóna króna halla á síðasa ári, sem fjármagnaður var með rekstrarafgangi ársins á undan. Ársfundur stofnunarinnar var haldinn í gær. Jón Helgi Björnsson forstjóri segir í tilkynningu unnið að uppsetningu búnaðar fyrir fjarheilbrigðisþjónustu til að efla þjónustuna enn frekar.

Karl Eskil Pálsson | 11.09.2020

Bjartsýni ríkjandi í norðlenskri ferðaþjónustu


Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu Markaðsstofu Norðurlands.

Karl Eskil Pálsson | 10.09.2020

Skipulagsráð Akureyrar opnar á möguleika að byggja sjö hæða hús á Oddeyri


Verktakafyrirtækið SS Byggir á Akureyri kynnti á síðasta ári hugmyndir um að byggja allt að ellefu hæða hús á Oddeyrinni, sem urðu strax umdeildar. Þannig mótmælti hverfisnefnd Oddeyrar svo háum byggingum. Meirihluti skipulagsráðs bæjarins hefur nú samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting verði auglýst. Tryggvi Már Ingvarsson formaður ráðsins segir að gert sé ráð fyrir að hæsta byggingin á umræddu svæði verði takmörkuð við 25 metra yfir sjávarmáli. Það þýði væntanlega að hæsta byggingin verði sjö hæðir.

Karl Eskil Pálsson | 09.09.2020

Íbúar landsbyggðanna fá 40% aflátt í innanlandsflugi. Hámarkið er sex flugferðir á ári.


Íbúar á landsbyggðunum með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessa nýjung, sem ber heitið Loftbrú, á kynningarfundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.

Karl Eskil Pálsson | 09.09.2020

Starfsemi Matís verður efld á Akureyri


Matís hefur auglýst eftir miðlunarfulltrúa og tekið er fram að aðsetur hans verði á Akureyri. Ekki er langt síðan aðeins einn starfsmaður Matís starfaði á starfsstöðinni fyrir norðan en þeir eru nú tveir. Sá þriðji bætist við á næstu vikum, þegar ráðið hefur verið í stöðu miðlunarfulltrúans. Síðar á árinu er svo fyrirhugað að auglýsa eftir fjórða starfsmannunum á Akureyri, enda hafi matvælafyrirtæki á Norðurlandi kallað eftir eflingu starfsstöðvarinnar og auknu samstarfi.

Karl Eskil Pálsson | 07.09.2020

Bæjarfulltrúi á Akureyri gagnrýnir bæinn harðlega fyrir seinagang


Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi harðlega meinta tregðu hjá Akureyrarbæ varðandi leyfismál til fyrirtækja, þegar rætt var um atvinnumál á síðasta fundi bæjarstjórnar. Hún nefndi sem dæmi að helmingi lengri tíma hefði tekið að fá leyfi fyrir starfsemi söluvagns á Akureyri, miðað við önnur sveitarfélög.

Karl Eskil Pálsson | 07.09.2020

Fangelsinu á Akureyri verður lokað – Ráðherra boðar aðgerðir til eflingar löggæslu


Fangelsinu á Akureyri verður lokað um miðjan september, samkvæmt tilkynningu dómsmálaráðuneytisins í dag. Í tilkynningunni segir að aldrei hafi staðið til að lokun fangelsisins yrði til þess að veikja almenna löggæslu á Norðurlandi eystra. Við lokun fangelsins missa sex manns vinnuna.

Karl Eskil Pálsson | 07.09.2020

„Þarna liggja gríðarleg sóknarfæri fyrir Akureyri“


Vísinda- og tækniráð hefur ákveðið að hækka framlög í samkeppnissjóði í vísindum og nýsköpun á næstu árum með tímabundnu þriggja ára átaki. Ráðgert er að sjóðirnir vaxi um fimmtíu prósent á næsta ári, miðað við fjárlög þessa árs. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri vill að Akureyrarbær líti sérstaklega til þessara sjóða og sæki þangað fjármagn til nýsköpunar. Hún vakt máls á þessari hækkun á framlögum í sjóðina á síðasta bæjarstjóarnarfundi.

Karl Eskil Pálsson | 07.09.2020

Samgönguráðherra: Demantshringurinn skapar tækifæri


Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. Þessi ferðamannaleið er 250 kílómetra löng og tengir saman Húsavík, Goðafoss, Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi auk fjölda annarra áfangastaða.

N4 | 03.09.2020

H&M opnar á Akureyri


H&M og Eik fasteignafélag hf. opnuðu í morgun klukkan 10 H&M verslun á Glerártorgi á Akureyri. Þetta er fjórða verslunin sem sænska fatamerkið opnar hér á landi en keðjan kom fyrst hingað til lands árið 2017. Verslunin á Glerártorgi verður sú fyrsta sem verður staðsett utan höfuðborgarsvæðisins.

Karl Eskil Pálsson | 03.09.2020

Formaður bæjarráðs Akureyrar neitar að draga orð sín til baka


Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs Akureyrar segir að meirihluti bæjarstjórnar hafi skellt í lás varðandi hugsanlegt fiskeldi í Eyjafirði, betra hefði verið að ræða við áhugasöm fyrirtæki um fiskeldi, hvernig þau sjái framtíðina fyrir sér og taka svo afstöðu, áður en dyrum væri lokað. Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skoraði á Guðmund Baldvin að draga orð sín til baka. Hann sagðist ekki gera það.

Karl Eskil Pálsson | 03.09.2020

Villi vandræðaskáld lofaði pabba sínum að vera fjölskyldunni til sóma


„Þetta leggst bara ótrúlega vel í mig og ég er fullur tilhlökkunar,“ segir Vilhjálmur Bragason – Villi vandræðaskáld –nýr umsjónarmaður Föstudagsþáttarins á N4, sem er helgarþáttur stöðvarinnar. Fyrsta upptakan var í morgun en þátturinn verður svo frumsýndur á föstudagskvöld.

Karl Eskil Pálsson | 02.09.2020

Sjúkrahúsið á Akureyri fær 15 milljónir til nýsköpunarverkefnis


Tólf verkefni fá fjármögnun úr átaki stjórnvalda um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu, samtals 148 milljónir króna. Markmið átaksins er að auka nýsköpun með þarfir heilbrigðisþjónustu að leiðarljósi og fjölga sörfum.

Karl Eskil Pálsson | 01.09.2020

Veðurstofan segir líklegt að færð spillist á fjallvegum síðar í vikunni


Gefnar hafa verið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði: Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi. Viðvaranirnar taka gildi kl. 17, fimmtudaginn 3. september.

Karl Eskil Pálsson | 31.08.2020

Myndgreiningarbúnaður Sjúkrahússins á Akureyri verður endurnýjaður á þessu ári


Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Sjúkrahúsinu á Akureyri 71 milljón króna til endurnýjunar á myndgreiningarbúnaði sínum á þessu ári. Spítalinn fær enn fremur heimild til að taka þátt í útboði með Landspítala innan tveggja til þriggja ára til kaupa á nýju segulómtæki. Markmiðið með þátttöku í slíku útboði er að ná betri kjörum en ella. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuineytinu.

Karl Eskil Pálsson | 31.08.2020

Austurland og Norðurland nutu vinsælda meðal landsmanna í júlí


Gistinætur á norðlenskum hótelum í júlí voru samtals 48.958 og herbergjanýtingin var 70.8%. Á landinu öllu var nýtingin 46.7%, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Á Austurlandi voru gistinæturnar samtals 17.715 í mánuðinum og herbergjanýtingin 73,3%, sem er besta nýtingin á landinnu. Á landinu öllu fækkaði gistinóttum um 56%, mest á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum um 74%.

Karl Eskil Pálsson | 27.08.2020

260 kílómetrar í næstu skoðunarstöð


Frumherji hefur ákveðið að hætta þjónustu á Kópaskeri og nágrenni eftir að starfsmaður Frumherja á Húsavík hættir störfum og hefur samstarfssamningi við verkstæðið Röndin á Kópaskeri verið sagt upp.

Karl Eskil Pálsson | 27.08.2020

Bæjarstjórinn á Akureyri segist ekki á leiðinni í landsmálapólitík


„Nei, það er ég ekki,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri þegar hún er spurð um framboðsmál við komandi alþingiskosningar og hvort hún hafi hug á að setjast á þing. Ásthildur segist þó kannast vel við umræðuna um að hún stefni á landsmálapólitíkina og þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Karl Eskil Pálsson | 26.08.2020

Allt að þriggja milljarða króna halli Akureyrarbæjar á þessu ári. - Bæjarstjórinn boðar niðurskurð –


„Ég held að það liggi í augum uppi, við erum að upplifa eina mestu kreppu frá stofnun lýðveldisins og peningarnir eru ekki endalausir, við þurfum þess vegna að skoða allan okkar rekstur. Eðli málsins samkvæmt reynum við að hlífa lögbundinni starfsemi í slíkum niðurskurði,“ segir Ástildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri.

Karl Eskil Pálsson | 25.08.2020

Fiskvinnsluhúsið á Dalvík skapar gott tækifæri fyrir íslensk iðnfyrirtæki


Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að með endurnýjun skipaflota fyrirtækisins á undanförnum árum og uppbyggingu landvinnslunnar, sé verið að horfa til framtíðar. Nýtt fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík kostar um sex milljarða króna og segir Helgi Hjálmarsson framkvæmdastjóri hátæknifyrirtækisins Völku að vinnslan á Dalvík sé líklega sú fullkomnasta í heiminum.

Karl Eskil Pálsson | 25.08.2020

Akureyringar fá sérstök íbúakort


„Stefna hugbúnaðarhús á Akureyri er að hanna rafrænt íbúakort og ég ætla rétt að vona að forritið verði tilbúið til afhendingar fyrir áramót,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri. Rætt verður við Ásthildi í Landsbyggðum á N4 nk. fimmtudagskvöld um ýmis málefni bæjarins, meðal annars væntanlegt íbúakort.

Karl Eskil Pálsson | 24.08.2020

Þvotta- og hreinsikerfi nýs fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík skapar tækifæri fyrir Slippinn Akureyri


„Kerfið er sett upp í samvinnu við sænska fyrirtæki Lagafors, sem er bæði með sjálfvirkar stöðvar og handvirkar. Rekjanleiki kerfisins er mikill, þannig er hægt með einföldu móti að sjá hversu mikil sápa hefur verið notuð, sótthreinsiefni og fleira. Líka er hægt að sjá hversu langan tíma hver stöð hefur verið í gangi svo dæmi sé tekið. Uppsetning kerfisins hefur kallað á nána samvinnu við fjölda fyrirtækja sem settu upp annan búnað í húsinu, þar sem kerfið er í tölvusambandi við margar aðrar vinnslustöðvar í húsinu,“ segir Magnús Blöndal markaðsstjóri Slippsins Akureyri, en fyrirtækið setti upp þvotta- og hreinsikerfi í nýju fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík.

Karl Eskil Pálsson | 23.08.2020

Afkastamikil frystitæki á Dalvík sem hreinsa sig sjálf


„Lausfrystarnir afkasta hátt í tíu tonnum af afurðum á klukkustund. Frostið er 36 til 38 gráður og blásturinn er mikill, sem eykur frostið enn frekar, þannig að fiskurinn frýs svo að segja strax og gæði afurðanna haldast. Færiböndin í þessum tækjun eru um 700 metrar á um tuttugu hæðum,“ segir Guðmundur H. Hannesson markaðsstjóri Frosts á Akureyri.

Karl Eskil Pálsson | 22.08.2020

Alþjóðlegir sérfræðingar hafa tekið út starfsemi Háskólans á Hólum


Fyrr á þessu ári lauk viðamikilli gæðaúttekt á Háskólanum á Hólum, á vegum gæðaráðs íslenskra háskóla. Meginniðurstöður úttektarinnar, sem framkvæmd var af fimm manna hópi alþjóðlegra sérfræðinga, er annars vegar að úttektarhópurinn ber traust til starfshátta og getu Háskólans á Hólum til að tryggja gæði þeirra gráða sem hann veitir; og hins vegar að hópurinn ber traust til starfshátta og getu Háskólans á Hólum til að tryggja gæði þess námsumhverfis sem hann býður nemendum sínum.

Karl Eskil Pálsson | 20.08.2020

Samruni Norðlenska og Kjarnafæðis samþykktur á fundi Búsældar


Samruni kjötvinnslufyrirtækjanna Norðlenska og Kjarnafæðis var samþykktur á aðalfundi Búsældar í dag. Búsæld, sem er í eigu um 500 bænda, á Norðlenska. 86,25% samþykktu sameiningu en 13,75% voru á móti sameiningunni. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona.

Karl Eskil Pálsson | 19.08.2020

Meistaranám í útivist við Háskólann á Hólum


Meistaranám í útivist er nýtt nám sem er í boði hjá Háskólanum á Hólum í haust. Námið er þannig uppbyggt að það fer fram í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Um er að ræða hagnýtt meistaranám á sviði útivistar (Outdoor Studies eða Friluftsliv) sem m.a. miðar að því að mæta aukinni eftirspurn atvinnulífsins fyrir alla þá sem hafa áhuga á útivist, ekki síst þá sem hafa bakgrunn í kennslu, íþróttaþjálfun, ungmennastarfi eða ferðaþjónustu. Hægt að velja að vinna meistaraverkefni námsins á Hólum, segir í tilkynningu frá háskólanum.

Karl Eskil Pálsson | 18.08.2020

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar


Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) að taka tímabundið við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) frá og með næstu áramótum, Akureyrarbær hefur til þessa séð um reksturinn. Breytt rekstrarfyrirkomulag hefur í för með sér að á þriðja hundrað starfsmenn ÖA færast frá Akureyrarbæ til HSN, en réttindi og kjör þeirra haldast óbreytt samkvæmt kjarasamningum sem eru í gildi.

Karl Eskil Pálsson | 18.08.2020

Færri tegundir verptu í Naustaflóa. Trjágróður í miklum vexti


Akureyrarbær hefur reglulega látið vakta fuglalíf í Naustaflóa, sem er vestan við Naustaborgir og eru friðaðar. Í ár var svæðið vaktað í áttunda sinn. Þetta kemur fram í úttekt á framvndu fuglalífs á svæðinu eftir að Hundatjörn og votlendið var endurheimt með stíflugerð sumarið 2007.

Karl Eskil Pálsson | 17.08.2020

Veltan á fasteignamarkaði Akureyrar hefur aukist um 3,4 milljarða á árinu


Fyrstu sjö mánuði ársins var veltan á fasteignamarkaðnum á Akureyri samtals 18,6 milljarðar króna vegna 489 þinglýstra kaupsamninga. Á sama tímabili í fyrra var veltan 15,2 milljarða og þinglýstir kaupsamningar 426. Þetta kemur fram í gagnagrunni Þjóðskrár Íslands. Velta hefur með öðrum orðum aukist um 3,4 milljarða króna og kaupsamningarnir eru rúmlega sextíu fleiri á þessu ári.

Karl Eskil Pálsson | 14.08.2020

„Já, líklega er þetta heimsins fullkomnasta fiskvinnsluhús“


Vinnsla í nýju fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík hófst formlega í dag, föstudag. Húsið er um 9.000 fermetrar og er kostnaðurinn um sex milljarðar króna. Sjávirkni er áberandi á flestum sviðum vinnslunnar og áhersla er lögð á íslenskar tæknilausnir og íslenskan vélbúnað. Þá er rík áhersla lögð á góða vinnuaðstöðu og allan aðbúnað starfsfólks.

Karl Eskil Pálsson | 11.08.2020

Engin Akureyrarvaka í ár


Akureyrarbær hefur ákveðið að aflýsa Akureyrarvöku að þessu sinni en hún var fyrirhuguð á afmæli bæjarins þann 29. ágúst. "Er það gert til að sýna ábyrgð í verki, bregðast við tilmælum sóttvarnalæknis og þróun Covid-19 faraldursins í samfélaginu," segir í tilkynningu frá bænum.

Karl Eskil Pálsson | 11.08.2020

Kvennaathvarf opnar á Akureyri í lok ágúst


Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð opna athvarf á Akureyri fyrir komur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Athvarfinu er ætlað að þjóna Norðurlandi og er ráðgert að starfsemin hefjist 28. ágúst.

Karl Eskil Pálsson | 10.08.2020

Nýtt þjónustuhús við Drekagil stórbætir aðstöðuna


Nýtt 140 fermetra þjónustuhús Ferðafélags Akureyrar við Drekagil verður tekið í notkun á næsta ári. Í sumar verður lokið við húsið að utan, en því er fyrst og fremst ætlað að þjóna gestum tjaldsvæðisins, auk þess sem aðrir gestir geta nýtt sér aðstöuna.

Karl Eskil Pálsson | 07.08.2020

Undirbúa að skjóta eldflaug frá Langanesi


Skoska fyrirtækið Skyrora er á lokastigum leyfisveitinga vegna tilraunskots á Skylark Micro eldflaug fyrirtækisins frá Langanesi. Tilraunaskotið er liður í áhættustýringu Skyrora áður en áætlunarflaugar fyrirtækisins, Skylark L og Skyrora XL, eru prófaðar. Skyrora hefur tryggt sér loftrýmisheimild fyrir skotinu að öllum skilyrðum uppfylltum, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrsti skotglugginn er frá 12. til 16. ágúst.

Karl Eskil Pálsson | 07.08.2020

Löng skimunarröð á Akureyri


Seinni landamæraskimun á COVID-19 hjá heilsugæslunni á Akureyri fór fram í dag. Skimað var í húsnæði við Srandgötu og myndaðist strax löng biðröð. Eins og sá má á meðfylgjandi mynd, eru flestir með andlitsgrímu. Í gær var sömuleiðis skimað á Akureyri og myndaðist þá líka löng biðröð. Mynd/n4.is

Karl Eskil Pálsson | 07.08.2020

Bongóblíða í kortunum fyrir norðan og austan


Það stefnir í hlýindi á næstu dögum, sérstasklega fyrir norðan og austan, samvkæmt spá Veðurstofu Íslands. Litirnir eru dökkrauðir á hitakortinu, meðfylgjandi hitkort er fyrir mánudaginn. Á sunnudaginn verður suðlæg átt, 5-13 m/s. Víða rigning og hiti 9 til 15 stig, en úrkomulítið norðaustan- og austanlands og hiti að 18 stigum.

Karl Eskil Pálsson | 06.08.2020

„Ljóst að skólastarfið verður litað af viðveru veirunnar“


Undirbúningur haustannar við Verkmenntaskólann á Akureyri er í fullum gangi, rétt eins og hjá öðrum framhaldsskólum. Kennsla í VMA hefst 18. ágúst. „Við förum inn í nýtt skólaár með COVID ívafi, og ljóst að skólastarfið mun að einhverju leyti vera litað af viðveru veirunnar. Vert er að minna á að skólinn fylgir fyrirmælum almannavarna um takmarkanir og því ómögulegt að segja til um hvernig fram vindur,“ segir á vef VMA.

Karl Eskil Pálsson | 06.08.2020

Aðeins einum nánasta aðstandanda heimilt að koma í heimsókn


Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur ákveðið að takmarka enn frekar þann fjölda gesta sem kemur inn á hjúkrunar- og sjúkradeildir HSN á hverjum tíma þannig að aðeins einum nánasta aðstandanda er heimilt að koma í heimsókn til íbúa einu sinni á dag. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að undanþága verði veitt við mikil veikindi íbúa og þá þurfi leyfi yfirhjúkrunarfræðings.

Karl Eskil Pálsson | 06.08.2020

Ekki miklar skemmdir á búnaði tengivirkis við Rangárvelli. Starfsmaðurinn útskrifaður af skúkrahúsi.


Landsnet hefur hafið úttekt á víðtæku rafmagnsleysi á Eyjafjarðarsvæðinu í gær er spennir í tengivirki á Rangárvöllum leysti út með með þeim afleiðingum að rafmangslaust varð í hluta Eyjafjarðar og í Fnjóskadal.

Karl Eskil Pálsson | 05.08.2020

Útsvarstekjur sveitarfélaganna hafa hækkað um einn milljarð


Sveitarfélögin bentu fyrr á árinu á hugsanlegt tekjufall vegna áhrifa Covid-19 og nauðsyn þess að ríkissjóður komi að málum með „ fjölbreyttum almennum aðgerðum og með beinum fjárhagslegum stuðningi til að verja þjónustu og starfsemi sveitarfélaganna á landinu öllu,“ eins og segir í ályktun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 24. apríl.

Karl Eskil Pálsson | 05.08.2020

Hólahátíð fellur niður


Ákveðið hefur verið að fella niður Hólahátíð, sem halda átti 16. ágúst. Ástæðan er kórónuveirufaraldurinn. Í tilkynningu segir sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum að messa verði engu að síður tekin upp eins og venjulega og henni útvarpað. „Ég er mjög leið yfir þessu,“ segir sr. Solveig Lára, „en þetta var það eina skynsamlega í stöðunni þó að reglur ráðherrans gildi aðeins til 13. ágúst þá verður að hafa í huga að það er mjög mikill undirbúningur hjá fjölda fólks fyrir svona hátíð og því var ekki annað hægt en að fella hana niður.“

Karl Eskil Pálsson | 04.08.2020

Íbúum Vestfjarða og Norðurlands eystra fækkar


Landsmönnum hefur fjölgað um 3.242 á tímabilinu 1. desember á síðasta ári til mánaðamótanna júlí/ágúst á þessu ári. Hlutfallsleg fjölgun er 0,9%. Þetta kemur fram í gagnagrunni Þjóðskrár Íslands. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 1.503 á tímabilinu. Það sveitarfélag sem kemur næst var Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 473 á sama tímabili.

Karl Eskil Pálsson | 04.08.2020

Sigursæll íshokkíþjálfari kveður Akureyri


Sami Lehtinen yfirþjálfari og íshokkídeild SA hafa náð samkomulagi um starfslok Sami hjá félaginu. Sami náði góðum árangri hjá félaginu á síðasta keppnistímabili þar sem hann skilaði Íslandsmeistaratitlum í U16, U18 og með kvennaliði SA ásamt því að verða deildarmeistari með karlalið félagsins en náði ekki að stýra liðinu í úrslitakeppni þar sem henni var aflýst vegna Covid-19.

Karl Eskil Pálsson | 04.08.2020

Þrjátíu í sóttkví á Akureyri - þrjú innanlandssmit greind í dag


Sjúkraþjálfari á sjúkraþjálfunarstöðinni Stíg á Akureyri hefur verið greind með kórónuveiruna og hafa í kjölfarið þrátíu skjólstæðingar stöðvarinnar sverið sendir í sóttkví. Aðrir starfsmenn stöðvarinnar voru í sumarleyfi er smitið kom upp, auk sjúkraþjálfarans var aðstoðarmaður sendur í sóttkví.

Rakel Hinriksdóttir | 31.07.2020

Allir ærslabelgir landsins á einum stað


„Öll viljum við geta stoppað og hoppað" - tilvitnun í Trausta Dagsson, höfund síðunnar belgir.eggald.in. Þar er hægt að sjá alla ærslabelgi Íslands merkta inn á gagnvirkt kort og hægt er að staðsetja sig á kortinu og fá upplýsingar um þann belg sem næstur er.

N4 | 30.07.2020

Einni með öllu á Akureyri aflýst


Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19 faraldursins á Íslandi hefur fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu“ á Akureyri og öllum viðburðum sem henni tengjast verið aflýst. Það smit sem komið er upp í samfélaginu og í kjölfarið ný fyrirmæli sóttvarnarlæknis og heilbrigðisyfirvalda útiloka slíkt viðburðahald. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ og Viðburðastofu Norðurlands.

Rakel Hinriksdóttir | 28.07.2020

Bryggjan við Drangey ónýt


Aðeins ein leið er upp í Drangey á Skagafirði. Flotbryggjan í Uppgönguvík er þar fyrsti áfanginn, en í vondu veðri fyrir skömmu síðan losnaði hún frá og skemmdist. Í viðtali við Feyki sagði Viggó Jónsson hjá Drangeyjarferðum að ófært væri út í eyjuna núna og til þess að bregðast við stöðunni sé hægt að fara í útsýninsferðir hringinn í kring um eyjuna og njóta hennar af sjó.

Skúli B. Geirdal | 27.07.2020

„Ein með frekar litlu“ um Verslunarmannahelgina á Akureyri


Fjölskylduhátíðin „Ein með öllu“ á Akureyri verður ekki haldin með hefðbundnum sniði um Verslunarmannahelgina í ár vegna Covid-19. Stórir útitónleikar í miðbænum verða ekki á dagskrá né heldur Sparitónleikar á flötinni við Samkomuhúsið á sunnudagskvöld. Aldurstakmark á tjaldsvæðum bæjarins verður hækkað í 20 ár, í því skyni að auðvelda fjöldatakmarkanir og forgangsraða í þágu fjölskyldufólks. Viðburðir verða þá smærri í sniðum og á víð og dreif um bæinn til að tryggja að aldrei verði fleiri en 500 á hverjum stað. Þá verður skemmtistöðum lokað kl. 23 öll kvöld eins og reglur segja til um. Þetta kemur fram í fréttatilkynning frá Akureyrarbæ, Vinum Akureyrar og Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Heiðrún Sigurðardóttir | 27.07.2020

Sniglarnir sólgnir í kínakál og pilsner


Það getur verið sagan endalausa að reyna að útrýma sniglum úr beðum. Þeir elska að smeygja sér á milli matjurta og gæða sér á berjum, salati og allskonar góðgæti sem vex hjá okkur í matjurtagörðunum. Það eru ýmsar aðferðir sem fólk notast við í baráttunni við snigla með misgóðum árangri. Hér koma nokkur ráð sem gott er að styðjast við.

Skúli B. Geirdal | 27.07.2020

Ævintýri á Norðurlandi vestra


Norðurland vestra er landshluti sem margir annaðhvort keyra í gegnum eða stoppa stutt við í vegasjoppu til að teygja úr sér á ferð um þjóðveginn. Að gefa sér ekki tíma til að staldra við, fara út fyrir alfaraleið og kynna sér það sem landshlutinn hefur uppá að bjóða eru þó mikil mistök. Í fjórum þáttum af „Uppskrift að góðum degi á Norðurlandi vestra“ héldum við í sannkallaða ævintýraferð frá Borðeyri í Fljótin. Skoðuðum náttúruperlurnar, opnuðum matarkistuna, kynntumst heimamönnum, fræddumst um söguslóðir, slökuðum á, nutum veðurblíðunnar og skelltum okkur í allskonar afþreyingu.

Karl Eskil Pálsson | 27.07.2020

Gömlu verslunarhúsnæði breytt í miðstöð nýsköpunar


Miklar framkvæmdir eru þessa dagana í gangi við húsið að Bakkavegi 5 í Neskaupstað, sem áður hýsti verslunina Nesbakka. Verið er að breyta húsinu og byggja við það til að hýsa skrifstofuklasa og miðstöð nýsköpunar í Neskaupstað sem fengið hefur nafnið Múlinn-samvinnuhús. Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar bindur miklar vonir við starfsemi Múlans. Hann var gestur Karls Eskils Pálssonar í Landsbyggðum á N4.

Skúli B. Geirdal | 17.07.2020

Rafrænar bókanir á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar


„Við opnuðum fyrir rafrænar bókanir núna á miðvikudaginn og erum rosalega spennt fyrir þessari nýjung. Nú getur fólk bókað tjaldsvæði á netinu, borgað fyrir það og þá bíður þess laust pláss þegar að það mætir á svæðið,“ segir Erna Lind Rögnvaldsdóttir forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar í viðtali í Föstudagsþættinum á N4.

Skúli B. Geirdal | 16.07.2020

Ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri frestað


Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur frestað ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri til 15. september. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri sem er minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar, en þar eru vistaðir 8-10 fangar að jafnaði. Dómsmálaráðherra hafði áður fallist á tillögur starfshóps um að loka fangelsinu á Akureyri en þeirri ákvörðun hefur síðan verið mótmælt kröftuglega af heimamönnum.

Karl Eskil Pálsson | 14.07.2020

„Óvinsælar ákvarðanir eru teknar þegar flestir eru í sumarfríum“


Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Páll Winkel fangelsismálastjóri funduðu í dag með bæjarstjórn Akureyrar og fleirum vegna ákvörðuna um að loka fangelsinu á Akureyri. Heimamenn hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega, svo og nágrannasveitarfélög eins og Dalvíkurbyggð. Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri var harðorð á Facebook-síðu sinni eftir fundinn.

Karl Eskil Pálsson | 13.07.2020

Bæjarráð Dalvíkur mótmælir lokun fangelsins á Akureyri


Bæjarráð Dalvíkurbyggðar tekur eindregið undir bókun Akureyrarbæjar, þar sem ákvörðun um lokun fangelsins á Akuireyri er harðlega mótmælt. Bæjarráð Dalvíkurbyggðar ræddi lokunina á síðasta fundi sínum og ákvað að senda dómsmálaráðherra og forstjóra Fangelsinsmálastofnunar, þar sem tekið er undir ályktun Akureyrarbæjar.

Karl Eskil Pálsson | 13.07.2020

Fasteignamarkaðurinn á Akureyri mjög líflegur


Heildarveltan á norðlenskum fasteignamarkaði í júní var 5,7 milljarðar króna og var þinglýst 143 kaupsamningum í mánuðinum. Þar af voru eitthundrað samningar vegna fasteignaviðskipta á Akureyri. Veltan þar var nærri 5,5 milljarðar króna. Af þessum eitthundrað kaupsamningum voru 57 samningar um eignir í fjölbýli, 33 samningar um eignir í sérbýli og tíu um annars konar eignir. Meðalupphæð á samning var 44,5 milljónir króna. „Júní var mjög líflegur hjá okkur, þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Það er greinilegt að vaxtalækkanir hafa mikið að segja í þessum efnum og sömuleiðis hafa bankarnir aukið útlán verulega,“ segir Arnar Guðmundsson hjá Fasteignasölu Akureyrar.

Karl Eskil Pálsson | 10.07.2020

Dúxinn á Húsavík fer í Háskólann á Akureyri í haust


Háskólaráð Háskólans á Akureyri ákvað í dag að öllum umsækjendum með stúdentspróf sem fengu synjun á skólavist fyrr í vor verði boðin skólavist á haustmisseri 2020. Þetta þýðir meðal annars að dúxinn við Framhaldsskólann á Húsavík , Davíð Atli Gunnarsson, fær skólavist, en áður hafði honum verið hafnað.

Karl Eskil Pálsson | 09.07.2020

Akureyrarbær hafnar umsókn um að setja upp boxvél


Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur hafnað umsókn fyrirtækisins Kamil Galent um að setja upp leiktækjavélar utandyra í bænum, svo sem boxvél. „Að mati skipulagsráðs samræmist það ekki samþykktum Akureyrarbæjar að vera með svona tæki utandyra á landi bæjarins nema í tengslum við ákveðna viðburði. Er erindinu hafnað, segir í fundargerð ráðsins. Meðfylgjandi mynd fylgdi umsókn fyrirtækisins til bæjarins.

Karl Eskil Pálsson | 09.07.2020

Rúmlega þrjátíu taka þátt í alþjóðlegri myndlistarsýningu á Djúpavogi


Alþjóðlega myndlistarsýningin „Rúllandi snjóbolti/13“ verður opnuð laugardaginn 11. júlí í Bræðslunni á Djúpavogi sem breytt hefur verið í sýningarsal. Alls taka 33 listamenn frá Íslandi, Hollandi og Kína þátt í sýningunni sem er skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC). „Sýningin sem er ein stærsta samtímalistasýning á Íslandi er samvinnuverkefni Djúpavogshrepps og CEAC. Þessi kínversk-evrópska menningarmiðstöð er löngu orðin þekkt í kínverska og evrópska listaheiminum og hefur staðið fyrir mörgum, stórum sýningum í Kína og á Íslandi. Sýningin Rúllandi snjóbolti hlaut Menningarverðaun SSA árið 2015 og tilnefningu til Eyrarrósarinnar árin 2016, 2017 og 2018.“ segir í fréttatilkynningu.

Karl Eskil Pálsson | 07.07.2020

Háskólaráð Háskólans á Akureyri kallað saman vegna reglna um inntöku nýrra nemenda


Skólameistarar Framhaldsskólans á Laugum og Menntaskólans á Tröllaskaga funduðu í morgun með rektor Háskólans á Akureyri, þar sem farið var yfir reglur skólans varðandi innritun nemenda á haustmesseri. Meðal þeirra sem var hafnað um skólavist er Davíð Atli Gunnarsson dúx Framhaldsskólans á Húsavík, en han sótti um nám í viðskiptafræðum. Við Framhaldsskólann á Húsavík eru ekki kennd viðskiptafög.

Karl Eskil Pálsson | 06.07.2020

Fangelsinu á Akureyri verður lokað


Dómsmálaráðherra hefur fallist á tillögu starfshóps um að loka fangelsinu á Akureyri. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Fangelsið á Akureyri er minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar en þar eru vistaðir 8-10 fangar að jafnaði. Með lokun fangelsins er hægt að nýta fjármuni á mun betri hátt en kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og á Hólmsheiði er mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi,“ segir í fétt ráðuneyrisins.

Karl Eskil Pálsson | 06.07.2020

„Háskólinn á Akureyri hefur ákveðnum skyldum að gegna“


„Það eru ekki margir framhaldsskólar í landinu sem eru með viðskiptagreinar og þar með er Háskólinn á Akureyri að útiloka nemendur þeirra skóla frá því að fá að stunda nám í viðskiptafræðum við háskólann,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík.

Karl Eskil Pálsson | 06.07.2020

Kjarnafæði og Norðlenska sameinast


Eigendur matvælafyrirtækjanna Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda.

Karl Eskil Pálsson | 06.07.2020

Dúxinn á Húsavík vongóður, þrátt fyrir að hafa verið hafnað um skólavist


Skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík hefur óskað eftir fundi með rektor Háskólans á Akureyri og forseta viðskipta- og raunvísindasviðs skólans vegna umsóknar Davíðs Atla Gunnarssonar um nám við viðskiptadeild háskólans. Davíð Atli dúxaði í fyrravor með einkunnina 9,38 við Framhaldsskólann á Húsavík en Háskólinn á Akureyri hafnaði umsókn hans um skólavist.

Karl Eskil Pálsson | 03.07.2020

Vegagerðin varar við hættum vegna blæðinga í slitlagi


Það sefnir í stóra ferðahelgi hjá landsmönnum. Hjá Vegagerðini standa víða yfir framkvæmdir og því eru á mörgum stöðum nýlagðar klæðningar. Vegagerðin bendir á að vegna hita síðustu daga hafi orðið vart við blæðingar í sltlagi og þess vegna geti hætta skapast. Vegagerðin hvetur vegfarendur til að hafa varann á og virða merkingar og hraðatakmarkanir.

Karl Eskil Pálsson | 03.07.2020

Páley Borgþórsdóttir skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra


Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá og með 13. júlí næstkomandi. Hæfnisnefnd sem skipuð var til að fara yfir og meta hæfni umsókna um embætti ríkislögreglustjóra mat Páleyju hæfasta umsækjenda, en fimm sóttu um stöðuna.

Karl Eskil Pálsson | 02.07.2020

Kvennaathvarfið undirbýr opnun athvarfs á Akureyri


Samtök um kvenaathvarf hafa ákveðið að opna kvennaathvarf á Akureyri í tilraunaskyni. Til stendur að taka á leigu fjögurra herbergja íbúð í bænum í nágrenni Bjarmahlíðar og Aflsins og bjóða þar upp á sólarhringsþjónustu fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta dvalið heima hjá sér vegna ofbeldis.

Karl Eskil Pálsson | 01.07.2020

Vesturbrú vígð við hátíðlega athöfn


Ný brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Á sama tíma var tilkynnt að brúin fái heitið Vesturbrú. Dagskráin hófst með hópreið hestamannafélagsins Léttis að brúnni ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra undir söng Karlakórs Eyjafjarðar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, flutti stutt ávarp við vígsluna, þakkaði þeim sem komu að verkinu og tilkynnti um val dómnefndar á heiti brúarinnar. Efnt var til nafnasamkeppni og bárust hátt í 60 tillögur. Nokkrir lögðu til nafnið Vesturbrú sem var niðurstaðan.

Karl Eskil Pálsson | 01.07.2020

Aðgengi og aðstaða í nýjum þjónustukjarna á Akureyri er fyrsta flokks


Nýr þjónustukjarni fyrir fatlað fólk í Klettaborg var vígður í dag. Þjónustukjarninn, sem er við Klettborg er heimili sex einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegar athafnir. Aðstaða íbúa og starfsfólks gjörbreytist til hins betra. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, vígði þjónustukjarnann og afhenti Karólínu Gunnarsdóttur, sviðsstjóra búsetusviðs, lyklana að húsinu. Íbúar flytja inn á allra næstu dögum.

Karl Eskil Pálsson | 01.07.2020

Kaldi í dósum á markaðinn


Bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi heur tekið í notkun nýja áfyllingarlínu fyrir bjór í dósum en til þessa hefur Kaldi aðeins framleitt bjór í glerflöskum. Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Kalda segir að dósirnar komi á markaðinn á næstu dögum.

Karl Eskil Pálsson | 01.07.2020

Gömlu verslunarhúsnæði breytt í miðstöð nýsköpunar


Miklar framkvæmdir eru þessa dagana í gangi við húsið að Bakkavegi 5 í Neskaupstað, sem áður hýsti verslunina Nesbakka. Verið er að breyta húsinu og byggja við það til að hýsa skrifstofuklasa og miðstöð nýsköpunar í Neskaupstað sem fengið hefur nafnið Múlinn-samvinnuhús. Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar bindur miklar vonir við starfsemi Múlans.

Karl Eskil Pálsson | 30.06.2020

Brunarústirnar í Hrísey loksins fjarlægðar


Vinna við að hreinsa rústir eftir brunann á frystihúsinu í Hrísey í lok maí eru hafnar, en íbúarnir hafa gagnrýnt að hreinsun hafi tekið of langan tíma. Húsnæðið gjöreyðilagðist í brunanum. Íbúarnir hafa bent á að bruninn hafi verið mjög erfiður og ótækt að brunarústirnar blasi við þeim og ferðafólki lengi. Auk þess berist vond lykt frá rústunum, sem fari ekki fyrr en búið sé að fjarlægja þær. Í dag voru vinnuvélar að fjarlægja brunarústirnar. Skúli Bragi Geirdal dagskrárgerðarmaður á N4 er í Hrísey og tók meðfylgjandi mynd.

Karl Eskil Pálsson | 30.06.2020

Ný brú yfir Eyjafjarðará vígð á morgun


Brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár verður vígð við hátíðlega athöfn á morgun. Á sama tíma verður tilkynnt um val dómnefndar á heiti brúarinnar að lokinni nafnasamkeppni.

Karl Eskil Pálsson | 24.06.2020

Metaðsókn í Landbúnaðarháskóla Íslands


Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. Aðsóknin í grunnám (BS) við skólann jókst um 51,1% á milli ára. Aukningin er hlutfallslega langmest í BS-nám í landslagsarkitektúr þar nemur aukningin 240% á milli ára, fjölgun umsókna í garðyrkjunám á Reykjum nam 45% og umsóknum í búvísindanám fjölgaði um 40%.

Karl Eskil Pálsson | 24.06.2020

Skrifstofusetri á Hvammstanga ætlað að fjölga opinberum störfum


“Skrifstofusetrið opnar á næstu mánuðum, gangi allt eftir og þar er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir frumkvöðla og einstaklinga sem þurfa vinnuaðstöðu til lengri eða skemmri tíma,” segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra. Hún segir m.a. frá skrifstofusetrinu í þættinum Landsbyggðum á N4, sem frumsýndur verður nk. fimmtudagskvöld.

Karl Eskil Pálsson | 23.06.2020

Auglýst eftir fólki með norðlenskan framburð


Í sumar munu fara fram upptökur á röddum við Háskólann á Akureyri með norðlenskan framburð. Íslensk framburðareinkenni eru á undanhaldi og hafa verið það undanfara áratugi og er tilgangurinn meðal annars að varðveita þau framburðareinkenni sem eru enn til staðar. Upptökur fara fram á Akureyri í upptökuveri Háskólans á Akureyri.

Karl Eskil Pálsson | 22.06.2020

Svalbarðsstrandarhreppur ætlar að verða Barnvænt sveitarfélag


Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið Barnvæn sveitarfélög. Með undirskriftinni bætist Svalbarðsstrandarhrepuur í ört stækkandi hóp sveitarfélaga sem hefja nú vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu sína með stuðningi félagsmálaráðuneytisins og UNICEF á Íslandi. Þátttaka Svalbarðsstrandarhrepps í Barnvænum sveitarfélögum er liður í að byggja upp breiðfylkingu sveitarfélaga á Íslandi sem láta sér mannréttindi barna varða, með Barnasáttmálann að leiðarljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga.

Karl Eskil Pálsson | 19.06.2020

Soroptimistar styrkja baráttu gegn ofbeldi á konum


Ingibjörg Jónasdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands afhenti í dag – kvennadaginn 19. júní - styrkupphæð frá Soroptimistum á Íslandi, til þýðingar á fimm myndböndum yfir á pólsku sem Kvennaathvarfið, ásamt Bjarkarhlíð og Bjarmahlíð miðstöðvum fyrir þolendur ofbeldis, létu gera um einkenni ofbeldis gegn konum en þau eru nú þegar til á ensku og íslensku.

Karl Eskil Pálsson | 19.06.2020

Voigt Travel aflýsir flugi til Akureyrar í sumar


Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þ.m.t. til Akureyrar. „Vegna óvissunnar um ferðalög í kjölfar Covid 19 höfðu flestir farþegar afbókað sínar ferðir í sumar. Um 2/3 hlutar Hollendinga hyggjast ekki ferðast til annarra landa á þessu ári og þeir sem ætla út fyrir landsteinana horfa helst til næstu nágrannalanda. Grundvöllur fyrir flugi í sumar var því brostinn“, segir í tilkynningu.

Karl Eskil Pálsson | 19.06.2020

Áformað að leggja nýja rafmagnslínu til Dalvíkur. Kostnaðurinn er 2 milljarðar.


Landsnet áformar lagningu 66 kílovolta jarðstrengs milli Dalvíkur og Akureyrar – Dalvíkurlínu 2 - og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist vorið 2023 og að þeim ljúki seinni hluta ársins 2024. Þetta kemur fram í drögum að nýrri kerfisáætlun Landsnets, sem nú eru í kynningu. Í skýrslu Landsnets segir að línan verði lögð í jörð alla leið frá Rangárvöllum á Akureyri til Dalvíkur, samtals 41. km.

Karl Eskil Pálsson | 18.06.2020

Eingöngu bráðastarfsemi á Akureyri, komi til verkfalls


Bjarni Jónasson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir í pistli að biðlistar hafi lengst á undanförnum mánuðum, sem rekja megi til heimsfaraldursins. Þannig hafi skuraðgerðir verið 540 færri, eða um 30%. Legudögum hafi fækkað um 17% og rannsóknum hafi fækkað um 12-25%. Hann segir ljóst að vinda verði ofan af biðlistunum.

Karl Eskil Pálsson | 16.06.2020

Umsóknir um skólavist við Háskólann á Akureyri yfir 2.000, þriðja árið í röð


Þriðja árið í röð eru fleiri en 2000 umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri. “Við erum einstaklega stolt af þessari miklu fjölgun nemenda síðustu árin sem er vitnisbuður um það góða starf sem á sér stað inná deildum og fræðasviðum skólans.” Segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor

Karl Eskil Pálsson | 16.06.2020

Bílastæðin við Ísafjarðarflugvöll malbikuð


ISAVIA Innanlandsflugvellir og Terra umhverfisþjónusta skrifuðu í dag undir samning um jarðvegsvinnu og lagnir á bílastæðin við Ísafjarðarflugvöll og eiga stæðin að vera tilbúin um miðjan júlí. Heimamenn hafa í mörg ár bent á mikilvægi þess að bílastæðin við flugvöllinn verði malbikuð og hefur bæjarráð Ísafjarðarbæjar til dæmis ályktað sérstaklega um málið.

Karl Eskil Pálsson | 16.06.2020

Störf flestra breytast með nýrri tækni


Nýtt fiskiðjuver Samherja á Dalvík verður senn tekið formlega í notkun. Hið nýja fiskiðjuver verður í allra fremstu röð fiskiðjuvera í heiminum fyrir hvítfisk. Tæknin er allsráðandi og sjálfvirknin og íslenskt hugvit er áberandi.

Karl Eskil Pálsson | 15.06.2020

Reynir Pétur í hringferð um landið


Eins og alþjóð veit gekk Reynir Pétur fyrstur manna skv. skráðum heimildum hringinn í kringum Ísland árið 1985. Tilgangur ferðarinnar var að safna fjármagni fyrir íþróttaleikhúsi á Sólheima og til þess að vekja fólk til umhugsunar um stöðu og málefni fatlaðra.

Karl Eskil Pálsson | 15.06.2020

Hugsað til langrar framtíðar í nýju fiskiðjuveri Samherja á Dalvík


Nýtt fiskiðjuver Samherja á Dalvík verður senn tekið formlega í notkun, fiskiðjuverið leysir af hólmi eldra hús þar sem Samherji hefur verið með fiskvinnslu til fjölda ára. Hið nýja fiskuiðjuver verður í allra fremstu röð fiskiðjuvera í heiminum fyrir hvítfisk. Tæknin er allsráðandi og sjálfvirknin og íslenskt hugvit er áberandi.

Karl Eskil Pálsson | 15.06.2020

Framkvæmdasjóður aldraðra styrkir Dalbæ á Dalvík um rúmar 60 milljónir


Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 360 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Styrkir voru veittir til 24 verkefna. Um 250 milljónir króna renna til verkefna sem bæta munu aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum og laga aðstæður á heimilunum að viðmiðum ráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila. Önnur verkefni snúast um smærri viðhaldsverkefni og endurbætur á húsnæði hjúkrunarheimila víðsvegar um landið.

Karl Eskil Pálsson | 15.06.2020

Styrkir vegna bílakaupa fyrir hreyfihamlaða hækka


Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að hækka styrki til kaupa á sérútbúnum og dýrum bifreiðum fyrir hreyfihamlaða einstaklinga um 20%. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra undirritaði í dag regluger þessa efnis í dag, viðstaddur var Bergur Þorri Benjamínsson formaður SJálfsbjargar.

Karl Eskil Pálsson | 12.06.2020

Frítt í Hríseyjarferjuna


Akureyrarbær hefur ákveðið að veita allt að tveimur milljónum króna í styrk til Ferðamálafélags Hríseyjar til að gera því kleift að fella niður fjargjöld í Hríseyjarferjuna Sævar í samstarfi við rekstraraðila hennar. Frítt verður í ferjuna út júní.

Karl Eskil Pálsson | 12.06.2020

Kvennakór Hornafjarðar syngur á einbreiðum brúm


Kvennakór Hornafjarðar hefur ekki setið auðum höndum undanfarna mánuði þrátt fyrir samkomubann. Á laugardaginn ætla konurnar að syngja á nokkrum einbreiðum brúm í Austur-Skaftafellssýslu og vekja þannig athygli á nauðsyn þess að útrýma einbreiðum brúum. Sautján einbreiðar brýr eru á Hringvegi eitt í sýslunni, sem stundum er kölluð „sýsla hinna einbreiðu brúa.“

Karl Eskil Pálsson | 11.06.2020

Goðafoss var friðlýstur í dag


Umhverfisráðherra undirritaði friðslysingu Goðafoss í Skjálfandafljóti síðdegis í dag að viðstöddu fjölmenni. Goðafoss er einn af vatnsmestu fossum landsins og er hann vinsæll ferðamannastaður allan ársins hring. Meginmarkmið með verndun svæðisins er að vernda sérstakar náttúruminjar, breytileika jarðmyndana og fossinn sjálfan, m.a. með því að viðhalda náttúrulegu vatnsrennsli í fossinn, vegna fegurðar og sérkenna og útivistargildis svæðisins.

Karl Eskil Pálsson | 11.06.2020

Dregið úr losun með orkuskiptum í Akureyrarhöfn


Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Pétur Ólafsson hafnarstjóri á Akureyri, undirrituðu í morgun samning um styrkveitingu af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til rafvæðingar hafnarinnar að upphæð 43,8 m.kr, að viðstaddri Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri.

Karl Eskil Pálsson | 11.06.2020

Helgi Björns heiðursgestur á brautskráningarhátíð Háskólans á Akureyri


Brautskráning frá Háskólanum á Akureyri fer fram með rafrænum hætti laugardaginn 13. júní. Þar verður brautskráningu kandídata á grunn- og framhaldsstigi fagnað. Hátíðardagskrá hefst á sjónvarpsstöðinni N4 kl. 15.00. Einnig verður henni streymt á vef N4, n4.is

Karl Eskil Pálsson | 11.06.2020

Ráðherra óskar eftir umsögnum stofnana og sveitarfélaga vegna laxeldis


Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum þriggja stofnanna og viðkomandi sveitarfélaga um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. Stofnanirnar sem um ræðir eru Matvælastofnun, Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa.

Karl Eskil Pálsson | 10.06.2020

Nýr sveitarstjóri í Mývatnssveit


Sveinn Margeirsson er nýr sveitarstjóri Skútustaðarhrepps, ráðningingin var formega samþykkt á fundi sveitarstjórnar í dag. Sveinn Margeirsson er með doktorspróf í iðnaðarverkfræði og hefur lokið General Management Program frá Harvard Business School. Sveinn hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði nýsköpunar og stefnumótunar fyrir sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök síðan 2019. Þar á undan gegndi hann starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís í 11 ár.

Karl Eskil Pálsson | 10.06.2020

Krefja Orkuveitu Húsavíkur um 24,7 milljónir


Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður og Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík og landeigendur jarðarinnar Stekkjarholts í Reykjahverfi hafa stefnt Orkuveitu Húsavíkur til greiðslu 24,7 millj. króna.

Karl Eskil Pálsson | 09.06.2020

Fagnám fyrir sjúkraliða og fjölgun nema í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri


Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um að fela Háskólanum á Akureyri að koma á fót fagnámi fyrir sjúkraliða á háskólastigi. Á fundi sínum samþykkti ríkisstjórnin einnig tillögu ráðherranna sem snýr að fjölgun nema í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri um tuttugu við hvorn skóla.

Karl Eskil Pálsson | 09.06.2020

Isavia óskar eftir tilboðum í hönnun viðbyggingar og breytingar við flugstöðina á Akureyri


Isavia Innanlandsflugvellir ehf. hafa auglýst eftir tilboðum í fullnaðarhönnun á viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli ásamt hönnun breytinga á núverandi flugstöð til að mæta aukinni þörf vegna millilandaflugs. Markmiðið er að bæta aðstöðu og þjónustu við flugfarþega til og frá flugvellinum. Um er að ræða 1.000m2 stálgrindarbyggingu fyrir millilandaflug og aðlögun núverandi flugstöðvar að breyttri notkun. Heimamenn hafa þrýst mjög á stækkun flugstöðvarinnar og segja stærri flugstöð mikilvæga til þess að hægt sé að stunda beint millilandaflug til Akureyrar.

Karl Eskil Pálsson | 09.06.2020

Færðu starfsfólki SAk glaðning í tilefni endaloka Covid


Mikið hefur mætt á stafsfólki heilbrigðisstofnana á undanförnum mánuðum vegna kórónuveirufaraldursins. Nýverið hafði fulltrúi þriggja fyrirtækja samband við starfsmannafélag Sjúkrahússins á Akureyri, fyrirtækin höfðu ákveðið að bjóða starfsfólkinu glaðning í tilefni þess að faraldurinn væri yfirstaðinn á Íslandi, í bili að minnsta kosti.

Karl Eskil Pálsson | 08.06.2020

Goðafoss verður friðlýstur


Umhverfisráðherra undirritar friðslysingu Goðafoss í Skjálfandafljóti á fimmtudaginn. Goðafoss er einn af vatnsmestu fossum landsins og er hann vinsæll ferðamannastaður allan ársins hring. Meginmarkmið með verndun svæðisins er að vernda sérstakar náttúruminjar, breytileika jarðmyndana og fossinn sjálfan, m.a. með því að viðhalda náttúrulegu vatnsrennsli í fossinn, vegna fegurðar og sérkenna og útivistargildis svæðisins.

Karl Eskil Pálsson | 05.06.2020

Sektir hækka um rúmlega 80%


Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt breytingu á gjaldskrá bifreiðastæðasjóðs sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Sekt fyrir að leggja ökutækjum ólöglega hækkar úr 11.000 krónum í 20.000 krónur. Hækkunin er rúmlega 80%.

Karl Eskil Pálsson | 04.06.2020

Norðlendingar undirbúa vinnslu á stórþara


Nokkrir frumkvöðlar hafa í rúmt eitt ár kannað möguleika á að veiða stórþara við Norðurland, en stórþarinn finnst allt í kringum Ísland og er ríkjandi víða á klapparbotni. Snæbjörn Sigurðarson á Akureyri segir að undirbúningur verkefnisins hafi staðið yfir í nokkurn tíma, meðal annars í samvinnu við erlendar og innlendar stofnanir og fyrirtæki.

Karl Eskil Pálsson | 04.06.2020

Góð aðsókn í sumarnám Háskólans á Akureyri


Háskólinn á Akureyri verður með fjölda námskeiða í sumar, námskeiðunum er ætlað þeim sem vilja uppfæra þekkingu sína. Háskólar landsins efna til slíkra námskeiða, sem lið í viðbrögðum við heimsfaraldrinum og fékk HA fimmtíu milljóna króna fjárveitingu frá ríkinu vegna námskeiðanna, sem verða um þrjátíu talsins.

Karl Eskil Pálsson | 03.06.2020

Fólki með háskólamentun fjölglar


Háskólamenntuðu fólki hér á landi hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var hlutfall háskólamenntaðs fólk á síðasta ári 45% , en árið 2003 var hlutfallið 28 af hundraði. Miðað er við aldurshópinn 25 til 64 ára í þessum tölum.

Karl Eskil Pálsson | 02.06.2020

Sveitarfélög sem ekki hafa nægt rafmagn sitja eftir


„Tekjur fólks í þeim sveitarfélögum sem hafa nægan aðgang að rafmagni, vaxa hraðar en í þeim sveitarfélögum þar sem aðgangur að orku er minni. Þegar ný fyrirtæki eru stofnuð er alltaf nauðsynlegt að hafa nægt rafmagn, ef orkan er ekki til staðar, skipta aðrir þættir nánast engu máli og starfseminni er einfaldlega fundinn annar staður. Til langs tíma sitja þau sveitarfélög því eftir, sem ekki hafa nægilegan aðgang að orku,“ segir Jón Skafti Gestsson, sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.

Karl Eskil Pálsson | 29.05.2020

Félagsmálaráðherra vonar að öll börn landsins búi í barnvænum samfélögum


Akureyrarbær var í vikunni formlega viðurkenndur sem barnvænt sveitarfélag, sem er nokkurs konar verkfærakista sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir mikið fagnaðarefni að Akureyrarbær hafi hlotið þessa viðurkenningu.

Karl Eskil Pálsson | 29.05.2020

Herbergjanýting á hótelum var aðeins 3,5% í apríl


Heildarfjöldi greiddra gistinátta í apríl síðastliðnum dróst saman um 96% samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 97% og um 93% á gistiheimilum. Þá var 93% fækkun á öðrum tegundum gististaða, svo sem farfuglaheimilum og orlofshúsum. Ástæðan er fyrst og fremst kórónuveirufaraldurinn. Greiddar gistinætur á öllum gististöðum voru um 20.800 í apríl en þær voru um 519.000 í sama mánuði árið áður. Hetta kemur fram í tlum Hagstofu íslands.

Karl Eskil Pálsson | 29.05.2020

Svalbarðsstrandarhreppur vill friðlýsa Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi


Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur undir bókun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar, sem samþykkti fyrr í mánuðinum að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi.

Karl Eskil Pálsson | 28.05.2020

Átta ný opinber störf til Sauðárkróks


Starfsemi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Sauðárkróki verður efld og verður auglýst eftir starfsfólki á næstunni. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir fyrirhugað að setja á laggirnar nýtt svið innan stofnunarinnar sem sinni sérstaklega brunavörnum og starfsemni slökkviliða í landinu.

Karl Eskil Pálsson | 27.05.2020

Viljayfirlýsing um koltrefjaverksmiðju í Skagafirði


Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Samræmist viljayfirlýsingin stefnu stjórnvalda um eflingu nýfjárfestingar í íslensku atvinnulífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestingar, sérstaklega á dreifbýlum svæðum líkt og á Norðurlandi vestra

Karl Eskil Pálsson | 27.05.2020

Háskólinn á Akureyri gerir samning um málefni norðurslóða


Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri skrifuðu í dag undir þjónustusamning, samkvæmt samningnum er HA falið að vinna að því að styrkja þekkingargrunn íslensks háskólasamfélags um málefni norðurslóða og efla ungmenni á norðurslóðum.

Karl Eskil Pálsson | 27.05.2020

Stækkun verknámshúss FNV á Sauðárkróki í bígerð


Áform um viðbyggingu verknámshúss Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki hafa verið uppi um langt skeið, enda brýn þörf á stærra húsnæði. Fyrirhuguð stækkun hefur nú verið kynnt fyrir sveitarfélögunum á Norðurlandi vestra, sem greiða 40% og ríkið 60%. Samkvæmt þeim teikningum sem lagðar hafa verið fram, er um að ræða 1200 fermetra viðbyggingu og er kostnaðurinn áætlaður um 720 milljónir króna.

Karl Eskil Pálsson | 27.05.2020

Akureyrarbær hlýtur viðurkenningu UNICEF


Akureyrarbær hlaut i dag formlega viðurkenningu UNICEF vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur sveitarfélagið þar með verið viðurkennt sem barnvænt sveitarfélag. Akureyrarbær er jafnframt fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að hljóta slíka viðurkenningu.

Karl Eskil Pálsson | 27.05.2020

Ísinn hopar á Héðinsfjarðarvatni


Þótt nokkuð sé liðið á sumarið er enn ís á Héðinsfjarðarvatni í Héðinsfirði, sem er á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. „Hann hverfur örugglega alveg á næstu dögum“, sagði Siglfirðingur sem stóð á útsýnispallinum í firðinum í gærkvöldi og virti fyrir sér vatnið. „Það er misjafnt hversu lengi ís er á vatninu, ég man til dæmis eftir klakahröngli á vatninu 17. júní, þannig að þetta er ekkert einsdæmi. Veðurspáin segir mér að þetta hverfi á allra næstu gögum.“

Karl Eskil Pálsson | 26.05.2020

Fjallabyggð leggst eindregið gegn friðun Eyjafjarðar


Bæjarráð Fajllabyggðar ræddi á fundi sínum í dag mögulegt fiskeldi í Eyjafirði, meðal annars nýlegar bókanir í bæjarstjórn Akureyrar um laxeldi í sjó í Eyjafirði. Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti í síðustu viku bókun, þar sem lagt er til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Bæjarráð Fjallabyggðar leggst eindregið gegn þessari bókun bæjarstjórnar Akureyrar.

Skúli B. Geirdal | 26.05.2020

Aftur heim til Vopnafjarðar


Það þarf ekki alltaf að leita langt því oft felast tækifæri í heimabyggð. Samkvæmt rannsóknum tekur það frá 18-36 mánuði fyrir fólk að flytja, frá því að það fær hugmyndina og þar til það framkvæmir. Í nýjum þáttum á N4 sem nefnast „Aftur heim“ kynnumst við ungu fólki á Vopnafirði sem hefur flutt aftur heim með börn, maka, menntun eða dýrmæta reynslu.

Skúli B. Geirdal | 26.05.2020

Allar vikur eru hreyfivikur


UMFÍ - Ungmennafélag Íslands hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.

Karl Eskil Pálsson | 25.05.2020

Útsvarstekjurnar jukust um hálfan milljarð á fyrsta ársfjórðungi


Útsvarstekjur sveitarfélaganna nánu 73,5 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar samtals 73 milljarðar króna. Útsvarið er helsti tekjustofn sveitarfélaganna. Það er dregið af launum launþega ásamt tekjuskatti ríkisins og gefur því skýra mynd af atvinnuástandinu.

Karl Eskil Pálsson | 25.05.2020

Alþjóðleg brúðulistahátið á Hvammstanga


Barnamenningarsjóður Íslands hefur ákveðið að styrkja Handbendi Brúðuleikhús ehf um tvær milljónir króna til að standa að alþjóðlegrar brúðulistahátíðar á Hvammstanga í október.

Karl Eskil Pálsson | 22.05.2020

Háskólinn á Akureyri fær 50 milljónir vegna sumarnámskeiða


Stefnt er að því að allir háskólar- og framhaldsskólar landsins bjóði upp á sumarnám í sumar, sem er liður í aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 veirunnar.

Karl Eskil Pálsson | 22.05.2020

Auðnutittlingurinn stillti sér upp andartaki eftir pöntun á fuglamynd


„Sko, í tölvunni minni eru í dag 22.538 fuglamyndir, sem eru unnar og tilbúnar. Myndirnar sem ég á eru hins vegar nokkur hundruð þúsund og þær geymi ég á flökkurum hér og þar,“ segir Eyþór Ingi Jónsson á Akureyri sem er einn fremsti fluglaljósmyndari landsins.

Karl Eskil Pálsson | 21.05.2020

Háskólinn á Akureyri vill fá tryggingu fyrir fjárveitingum


Rektor Háskólans á Akureyri gerir ráð fyrir mikilli aðsókn í háskóla næsta vetur. Málið var rætt á síðasta fundi háskólaráðs. Í bókun ráðsins segir að mjög mikilvægt sé að fyrir liggi samningur við stjórnvöld um aukið fjármagn til lengri tíma, áður en hægt sé að taka við auknum fjölda nemenda.

Karl Eskil Pálsson | 20.05.2020

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar vill friðlýsa Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi


Mestur hluti fundar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar í gær fór í að ræða tvær tillögur að bóknunum um sjókvíaeldi, sem lagðar voru fram, annars vegar frá fjórum bæjarfulltrúum í meirihlutanum og svo hins vegar frá Gunnari Gíslasyni oddvita Sjálfstæðisflokksins. Þegar greidd voru atkvæði, fékk tillaga fulltrúanna í meirihlutanum fjögur atkvæði og sjö sátu hjá. Tillaga Gunnars Gíslasonar fékk hins vegar sjö atkvæði og fjórir sátu hjá. Hann lítur svo á að tillagan sem hlaut fleiri atkvæði, marki stefnu bæjarins, þrátt fyrir að hin tillagan hafi líka verið samþykkt í bæjarstjórn.

María Björk Ingvadóttir | 20.05.2020

Einn fremsti spretthlaupari landsins tekst á við eitlakrabbamein


Jóhann Björn Sigurbjörnsson, landsliðsmaður í frjálsum íþróttum, er að takast á við mikil veikindi en hann greindist með Hodgkins eitlakrabbamein í febrúar sl. og er í miðri lyfjameðferð. Jóhann Björn keppti í 100 og 200 metra spretthlaupi á Smáþjóðaleikunum í Skopje í Makedóníu í fyrra fyrir Íslands hönd. Hann er gestur Maríu Bjarkar í þættinum Ungt fólk og krabbamein sem sýndur verður á N4 í kvöld. Þar segir hann m.a.frá því hvernig löng og ströng íþróttaþjálfun er að hjálpa honum gífurlega við að takast á við þessa baráttu. "Þetta er stórt verkefni sem ég þarf að takast á við og ég ætla að leggja mig allan fram við að klára það. Þar af leiðandi mun ég vera á hliðarlínunni við brautina í sumar en við sjáumst þar síðar" segir Jóhann Björn.

Karl Eskil Pálsson | 20.05.2020

Nemendum við Háskólann á Akureyri hefur fjölgað um nærri 1000 á 10 árum


Nemendum við Hákólann á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Samkvæmt tölum skólans voru nemendurnir 1. október á síðasta ári 2.466 en á sama tíma fyrir tíu árum, voru þeir 1.499. Munurinn er 945 nemendur.

Karl Eskil Pálsson | 19.05.2020

Áhorf á þætti N4 eykst mikið


„Þessar tölur sýna okkur svart á hvítu að landsmenn kunna vel að meta efnið frá okkur, það er sama hvaða veitur við skoðum, aukningin er alls staðar veruleg. Sjónvarpsáhorf hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og þeirri þróun fylgjum við eins og kostur er,“ segir María Björk Ingvadóttir framkvæmdastjóri N4.

Karl Eskil Pálsson | 18.05.2020

Nýr þjónustukjarni rís á Akureyri


Sex íbúða þjónustukjarni við Klettaborg á Akureyri, sem sérhannaður er fyrir fatlað fólk verður tekinn í notkun síðar á árinu. Með tilkomu þjónustukjarnans gjörbreytist aðstaða íbúa og starfsfólks til hins betra. Allir íbúar fá sína eigin íbúð í fyrsta sinn. Þá verður öll aðstaða til félagsstarfs og samveru mun betri og þægilegri en áður. Mynd/ n4.is

Karl Eskil Pálsson | 16.05.2020

Veltan á fasteignamarkaðnum dróst saman fyrir norðan


Heildarveltan á fasteignamarkaðnum í apríl var samtals 2,5 milljarðar króna á Norðurlandi, samkvæmt þinglýstum kaupsamningum, sem voru 52 talsins. Í sama mánuði í fyrra var veltan hins vegar 3,6 milljarðar og þinglýstir kaupsamningar 100. Munurinn er um 1,1 milljarður króna, auk þess sem mun færri kaupsamningum var þinglýst.

Karl Eskil Pálsson | 15.05.2020

Háskólanám í fiskeldi verði við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum


Lagt er til að komið verði á laggirnar öflugu námi í fiskeldi með samfelldu í námi frá framhaldsskóla til háskóla. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Háskólinn á Akureyri vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Karl Eskil Pálsson | 15.05.2020

Veggjald lækkar í Vaðlaheiðargöngum


Frá og með 1. júní verður gerð einföldun og lækkun á innheimtu veggjalds fyrir þá sem keyra í gegnum Vaðlaheiðargöng án þess að skrá ökutækin sín.

Karl Eskil Pálsson | 15.05.2020

Kynslóðaskipti í eignarhaldi Samherja


Aðaleigendur Samherja hf., þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir, hafa framselt hlutabréfaeign sína í Samherja hf. til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru þau samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja hf., en hlutur þeirra verður 2,0% eftir breytingarnar. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins.

Karl Eskil Pálsson | 15.05.2020

Nærri 50 milljónir til átaksverkefna á Norðurlandi vestra


Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hefur samþykkt hvaða verkefni verða styrkt í tengslum við átaksverkefni í kjölfar Covid-19 faraldrinum. Alls bárust 90 hugmyndir með áætlaðan heildarkostnað á bilinu 250-300 milljónir króna. Til ráðstöfunar voru 50 milljónir, ásamt því sem farið var í endurskilgreiningu fyrri verkefna.

Rakel Hinriksdóttir | 15.05.2020

Þarft þú Tunnukjamma?


Það er leiðinda vandamál víða um land, að ruslatunnur fólks vilja fjúka í verstu veðrunum. Eiríkur Böðvar Rúnarsson á Bláfeldi í Staðarsveit tók sig til og leysti þetta vandamál. Eftir að ruslatunnurnar höfðu fokið nokkrum sinnum á Bláfeldi, tók hann til sinna ráða og fann upp Tunnukjammann.

Karl Eskil Pálsson | 14.05.2020

Útlit nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík kynnt í dag


Heilbrigðisráðherra kynnti í dag niðurstöður úr hönnunarsamkeppni um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Fyrirhugað er að nýtt 60 eininga hjúkrunarheimili rísi í hlíðinni ofan Dvalarheimilisins Hvamms og er áætlað að framkvæmdir hefjist sumarið 2021 og ljúki í lok árs 2023. Alls bárust 32 tillögur í hönnunarsamkeppnina.

Karl Eskil Pálsson | 14.05.2020

Skagfirðingar hvattir til að hreinsa og fegra umhverfið


Umhverfisdagar Skagafjarðar verða haldnir dagana 15. – 16. maí. Íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði eru hvött til að taka höndum saman, tína rust, taka til og fegra í sínu nærumhverfi og umfram allt, njóta umhverfisins.

Karl Eskil Pálsson | 13.05.2020

Tilrauna- og átaksverkefni um nýtingu moltu á Norðurlandi


Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur í samstarfi við Vistorku, Akureyrarbæ og fleiri aðila hafa ákveðið að ráðast í tilrauna- og átaksverkefni um nýtingu moltu í landbúnaði, skógrækt og landgræðslu. Skrifað var undir samninga um verkefnið í dag.

Rakel Hinriksdóttir | 13.05.2020

Frumlegar nektarmyndir bænda í Hörgársveit gleymast seint


Það eru fáir sem gleyma metsýningunni ‘Með fullri reisn’ á Melum árið 2011, en þar var flutt leikgerð kvikmyndarinnar ‘The Full Mounty’, sem fjallar um breska verkamenn sem missa vinnuna og taka það til bragðs að fara að strippa til þess að drýgja tekjurnar. Í nýjasta þættinum af Bakvið tjöldin hittum við fyrir þau Þórð Steindórsson ‘Dodda’ og Sesselju Ingólfsdóttur ‘Sillu’, gamalreynda leikara úr röðum Leikfélags Hörgdæla.

Karl Eskil Pálsson | 13.05.2020

Logi Már segir nauðsynlegt að efla Akureyrarflugvöll


„Í kölfar heimsfaraldursins getur vel verið að ferðamenn sæki frekar í fjölbreytnina og fámennið, þess vegna er uppbygging Akureyrarflugvallar svo mikilvæg. Byggðagleraugun þurfa alltaf að vera uppi, sérstaklega núna þegar verið er að taka gríðarlega stórar ákvarðanir í tengslum við afleiðingar faraldursins," segir Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og þingmaður NE kjördæmis. "Ég held að við séum á ákveðnum vatnaskilum núna, hvað þetta varðar. Það er ekki hægt að halda því fram að þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins hafi minni skilning á þessu en við þingmenn landsbyggðakjördæmanna. Ég held að þessi mál séu oft á tíðum einfölduð um of, þingmenn eru auðvitað fyrst og framst þingmenn alls landsins. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að byggðavandinn er ekki eingöngu vandamál landsbyggðanna, það þarf að skapast víðtæk sátt um eflingu landsins alls.“ Rætt verður við Loga Má í Landsbyggðum á N4 annað kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20:30.

Skúli B. Geirdal | 12.05.2020

Fjölbreytni í einsleitum aðstæðum


„Staying home“ er nýtt lag og tónlistarmyndband frá tónlistarmanninum Stefáni Elí sem hann gaf á dögunum út eftir að hafa verið heima í sóttkví. „Ég fór að hugsa hvað ég gæti gert í þessu ástandi til þess að halda mér í góðum gír. Úr varð að ég samdi í snatri lag sem fjallar um það að vera heima,“ segir Stefán Elí. Í kjölfarið óskaði hann eftir myndböndum frá fólki sem væri í sömu stöðu. Það stóð ekki á viðbrögðunum og Stefán Elí bjó til skemmtilegt tónlistarmyndband við lagið þar sem þessi aðsendu brot fá að njóta sín. Það sem er einstaklega skemmtilegt líka, er að þáttakendur eru frá alls konar löndum og stunda mjög fjölbreytta afþreyingu.

Karl Eskil Pálsson | 11.05.2020

Logi Már sækist eftir endurkjöri


Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og þingmaður Norðausturkjördæmis ætlar að sækjast eftir því að fara fyrir framboðslista flokksins í kjöræminu við næstu alþingiskosningar, sem verða að óbreyttu á næsta ári. – Þetta kemur fram í viðtali við Loga í Landsbyggðum á N4, sem sýnt verður nk. fimmtudagskvöld. Logi segir mikilvægt að félagshyggjuflokkarnir myndi ríkisstjórn. Mynd: Logi Már og Karl Eskil Pálsson umsjónarmaður Landsbyggða á N4 / mynd: n4.is

Karl Eskil Pálsson | 11.05.2020

Byggðastofnun gæti þurft á aðstoð ríkisins að halda


„Ég held að allir þeir sem standa í lánastarfsemi, geri sér grein fyrir því að þetta ár verður erfitt,“ segir Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar aðspurður um afkomu stofnunnarinnar í kjölfar kórónaveirufaraldursins.

Karl Eskil Pálsson | 08.05.2020

Hrun hjá hótelum í apríl, samdrátturinn 97%


Hagstofa Íslands hefur gefið út bráðabirgðatölur um fjölda gistinátta og rúmanýtingu hjá hótelum í apríl, tölurnar eru byggðar á tölum frá hótelum sem skila Hagstofunni snemma gögnum. Samkvæmt þessum bráðabirgðatölum, voru gistinætur í apríl 7.900 í apríl en í sama mánuði í fyrra voru þær 372.900. Samdrátturinn er því 97 % í apríl. Rúmanýtingin í ár var 1,8% samanborið við 41,6% í sama mánuði í fyrra. „Augljóst er að miklar sviptingar hafa átt sér stað í hótelgeiranum og af 167 hótelum sem skráð eru hjá Hagstofunni hafa 69 tilkynnt lokun fyrir apríl,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. Eins og fyrr segir er um bráðabirgðatölur að ræða, en þær sýna engu að síður að Covid-19 faraldurinn hefur gríðarleg áhrif á rekstur hótela landsins.

Karl Eskil Pálsson | 07.05.2020

Akureyrarbær kannar hvort ungmenni hafi tryggt sér vinnu í sumar


Akureyrarbær gerði örkönnun meðal ungs fólks í bænum á aldrinum 18-25 ára varðandi sumarvinnu. Alls tók 221 þátt í könnuninni. Rúmlega 123 hafa ekki tryggt sér vinnu í sumar, af þeim sem svöruðu. Niðurstaða könnunarinnar var kynnt á fundi bæjarráðs í dag, könnunin var gerð vegna viðbragða bæjarins við Covid-19. 98 segjast vera komin með vinnu í sumar. 15 segjast ekki vera komin með vinnu og ætla ekki að sækja um átaksverkefni. 108 segjast ekki vera komin með vinnu í sumar og ætla að sækja um átaksverkefni. Mynd/Ráðhúsið á Akureyri/akureyri.is

Karl Eskil Pálsson | 07.05.2020

Byggðagleraugun þurfa að vera uppi


Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar segir að exelskjölin megi ekki ráða ferðinni þegar stórar ákvarðanir eru teknar í efnahagsmálum, hafa verði byggðasjónarmið til hliðsjónar. „Í fyrstu aðgerðunum ríkisvaldsins var aðallega horft til vinnumarkaðarins, reyna að milda höggið og halda ráðningarsambandi starfsmanna og vinnuveitenda. Aðgerðirnar miðast sömuleiðis við að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot og vonandi tekst það. Viðtökurnar hafa að mestu verið jákvæðar, heyrist mér. Þrátt fyrir alla þessa svokölluðu pakka er ljóst að umtalsverð endurskipulagning á atvinnulífinu muni eiga sér stað á komandi misserum, það liggur svo að segja í augum uppi. Þegar svo stórar ákvarðanir eru teknar varðandi stuðning við efnahagslífið er mikilvægt að taka tillit til byggðasjónarmiða. Ef efnahagsreikningar eiga að vera helsti mælikvarðinn í ákvarðanatökum, þá vitum við að mat á eignum getur verið mismunandi, eftir því hvar á landinu eign viðkomandi fyrirtækis er. Þess vegna leggjum við svo mikla áherslu á að byggðasjónarmiðin verði höfð til hliðsjónar. Það er sem sagt ekki nóg að exelskjölin ráði ferðinni, byggðagleraugun verða að vera uppi.“

Skúli B. Geirdal | 06.05.2020

Saga sem hófst í eldhúsinu hjá mömmu


Gandur er nafn á vörulínu sem hjónin Einar Eðvald Einarsson og Sólborg Una Pálsdóttir á Syðra-Skörðugili hafa unnið að og þróað síðustu ár. Í staðinn fyrir að urða fituna sem fellur til við verkun skinna með tilheyrandi umhverfisálagi, nýta þau minkaolíuna í bland við íslenskar jurtir til þess að framleiða græðandi smyrsl og krem fyrir menn og dýr.

Rakel Hinriksdóttir | 05.05.2020

Ég hleyp fyrir stelpur


Haraldur Ingólfsson er mikill stuðningsmaður kvennaliðs Þórs/KA og Hamranna í fótbolta á Akureyri. Hann hafði fylgst með þeim sýna mikinn dugnað í fjáröflun ár eftir ár og langaði til þess að leggja hönd á plóg til þess að létta þeim róðurinn. Í mars voru stelpurnar að selja sokkapör og lofaði Halli að hlaupa einn kílómetra fyrir hvert sokkapar sem þær næðu að selja. Sölumennirnir fylltust eldmóði og seldu 310 stykki. Nú er komið nýtt takmark - þúsund mílur fyrir lok Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu.

Karl Eskil Pálsson | 04.05.2020

Íbúum fækkar á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra


Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands fjölgaði íbúum landsins um 2.180 á tíabilinu 1. desember á fyrra, til 1. mai á þessu ári. Aukningin er 0,6%. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 959 á tímabilinu, það sveitarfélag sem kemur næst er Garðabær, þar fjölgaði íbúum um 208 á sama tímabili.

Karl Eskil Pálsson | 04.05.2020

Vestlendingar undirbúa að taka á móti innlendum ferðamönnum í sumar


“Íslendingar hafa mjög gjarnan farið til útlanda í sínum sumarleyfum, núna er hins vegar mikilvægt að landsmenn standi við bakið á innlendri ferðaþjónustu og ferðist innanlands. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum í greininni, auk þess sem íslensk náttúra er einstök. Möguleikarnir eru í raun og veru óþrjótandi,” segir Margrét Björk Björnsdóttir forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands. Rætt var við hana í þættinum Að vestan á N4.

Skúli B. Geirdal | 02.05.2020

Snerti taug hjá aðstandendum einstaklinga með Alzheimer


Guðmundur Rafnkell Gíslason er nafn sem margir tengja við norðfirsku hljómsveitina SúEllen sem að gerði garðinn frægan hér á árum áður. Hann hefur nú gefið út sína þriðju sólóplötu sem ber nafnið Sameinaðar sálir, en þar á undan höfðu komið út plöturnar Íslensk tónlist (2007) og Þúsund ár (2017). Skúli Bragi Geirdal heimsótti Guðmund á heimili hans í Neskaupsstað til þess að ræða nýjustu plötuna í þáttunum Að austan á N4.

Karl Eskil Pálsson | 01.05.2020

Hvetur ungt fólk til að kynna sér launamál sín og réttindi


„Það er svo margt sem maður veit lítið um varðandi kjaramál og réttindi launafólks. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk, þá er ég til dæmis að tala um ýmsa styrki sem hægt er að fá hjá stéttarfélögunum og svo náttúrulega launamál og réttindi,“ segir Sara Katrín Sandholt er hún er trúnaðarmaður Einingar-Iðju á leikskóla á Akureyri.

Rakel Hinriksdóttir | 30.04.2020

„Má bjóða þér að ættleiða rækju?


Leikritið Góðverkin kalla! í uppfærslu Freyvangsleikhússins verður sýnt í fullri lengd á N4 á sunnudaginn kemur. Leikarahjónin Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson leikstýrðu verkinu árið 2017. Oddur þekkir það einnig ágætlega frá fyrra fari, en verkið var skrifað fyrir Leikfélag Akureyrar árið 1993 og þar lék hann hin ýmsu aukahlutverk.

Skúli B. Geirdal | 30.04.2020

Skagfirðingar syngja - Látum söngin hljóma


Gleðin var sannarlega við völd þegar hressir og hæfileikaríkir Skagfirðingar tóku saman höndum og fluttu lagið „Látum söngin hljóma.“ Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var ekki hægt að koma saman til þess að flytja lagið og því tæknin nýtt til þess að búa til þennan skemmtilega samsöng. Skagfirski sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson á lagið og séra Hjálmar Jónsson textann. Hér er á ferðinni flutningur sem skilur alla eftir með bros á vör og auðvitað um að gera að dansa með. Geirmundur sjálfur mun síðan stíga á svið á Græna Hattinum 8. maí á tónleikum sem verða sýndir á N4 kl. 21:00.

Skúli B. Geirdal | 29.04.2020

Nýjung í sjúkraþjálfun bjargaði starfsferlinum


Tinna Stefánsdóttir sjúkraþjálfari lennti í því eftir 14 ára starf að geta takmarkað unnið við bekkinn sem sjúkraþjálfari. Hún var þó ekki tilbúin til þess að segja skilið við vinnuna sem hún elskar og fór því að leita annarra leiða.

Karl Eskil Pálsson | 29.04.2020

Tekjur sveitarfélaganna munu dragast saman


„Stóru sjávarútvegsfyrirtækin hérna í Vestmannaeyjum hafa náð að halda uppi töluverðri stafsemi, þrátt fyrir mjög svo hertar reglur í kjölfar samkopmubannsins. Kóróvaveirufaraldurinn hefur auðvitað haft gríðarleg áhrif á allt mann- og atvinnulíf, það segir sig sjálft,“ segir Írís Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Rætt var við hana í upplýsingaþætti N4 vegna faraldursins.

Karl Eskil Pálsson | 28.04.2020

Mjólkurböð og heilsutengd starfsemi á teikniboðinu


Sesselja Barðdal á Akureyri hefur í tvö ár unnið að þróun stórs verkefnis, sem snýst um að nýta landbúnaðarafurðir betur en nú er gert. Hún segir að í grunninn snúist verkefnið um að setja upp heilsulind með mjólkurböðum og annarri heilsutengdri starfsemi. Sesselja segir að fjárfestar hafi sýnt verkefninu áhuga og fylgist vel með gangi mála.

Karl Eskil Pálsson | 28.04.2020

1. mai á Eyjafjarðarsvæðinu „heim í stofu“


Vegna samkomubannsins hafa stéttarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu ákveðið að standa saman að útsendingu á N4 þann 1. mai, sem er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í stað kröfugöngu og hefðbundinna hátíðarhalda, má því segja að haldið verði upp á baráttudaginn „heima í stofu.“

Karl Eskil Pálsson | 27.04.2020

Nemendur við Háskólann á Akureyri áhyggjufullir vegna Covid-19


Stúdentaráð Háskólans á Akureyri lét gera könnun á líðan og aðstæðum stúdenta við skólann á tímum Covid-19. Alls svöruðu 730 stúdentar könnuninni, meirihlutinn konur. 85% svarenda segjast hafa upplifað kvíða vegna þeirra aðstæðan sem ríkja í þjóðfélaginu vegna Coivid-19.

María Björk Ingvadóttir | 27.04.2020

Verslanir í fámennum byggðum lífsnauðsyn


Kaupfélag Skagfirðinga rekur þrjár verslanir í fámennum byggðakjörnum í Skagafirði. Verslun á Hofsósi, Ketilási í Fljótum og Varmahlíð. Þessar verslanir allar, gegna mikilvægu hlutverki, ekki eingöngu sem matvörurverslanir, heldur einnig kærkominn staður fyrir íbúana til að hittast, ræða heimsmálin og fá nýjustu fréttir úr samfélaginu.

María Björk Ingvadóttir | 26.04.2020

Engir erlendir ferðamenn og Íslendingar stoppa stutt


Eftir afar erfiðan vetur, veðurfarslega séð hefur samgöngubann sett stórt strik í reikninginn hjá vegasjoppum landsins, eins og Olís í Varmahlíð. Frá því í desember fram í miðjan mars voru oft og tíðum fjöldi flutningabíla strandaglópar á planinu í Varmahlíð og fengu bílstjórar mjög að finna fyrir óveðrinu. Þegar þeim ósköpum linnti loks tók við önnur og kannski verri óværa sem hefur haft og mun hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér.

María Björk Ingvadóttir | 25.04.2020

Mesta ævintýri hvers íþróttamanns að keppa á Ólympíuleikum


Trausti Sveinsson skíðagöngukappi úr Fljótum í Skagafirði keppti á vetrarólympíuleikunum í Innsbruch fyrir 34 árum og segir það mestu upplifun ævi sinnar. "Það er toppurinn á ferli hvers íþróttamanns að komast á Ólympíuleikana" segir Trausti.

Karl Eskil Pálsson | 24.04.2020

Mikill munur á leiguverði íbúðarhúsnæðis


Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í mars um 1,1% frá fyrri mánuði. Á einu ári hefur vísitalan hækkað um 3,3%. Þegar fermetraverðið er skoðað eftir staðsðetningu, kemur í ljós að munurinn getur verið mikill.

Skúli B. Geirdal | 24.04.2020

Miðaldra húsmóðir á Reyðarfirði með risastóra drauma


Miðaldra húsmóðir á Reyðarfirði með risastóra drauma stendur á Facebooksíðu Jóhönnu Seljan Þóroddsdóttur sem að hefur nú unnið hörðum höndum að því að gefa út sína fystu sólóplötu sem nefnist Seljan og stíga þar með stórt skref í að láta drauma sína rætast.

Karl Eskil Pálsson | 24.04.2020

Ásdís Arnardóttir er nýr bæjarlistamaður Akureyrar


Akureyrarbær kynnti í gær, sumardaginn fyrsta, Ásdísi Árnadóttur sellóleikara sem bæjarlistamann ársins. Hún hefur verið leiðandi sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum viðburðum, eins og Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju. Á starfslaunatímabilinu hyggst Ásdís meðal annars minnast þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins Ludwigs van Beethoven, þá ætlar hún einnig að spila fyrir yngri jafnt sem eldri íbúa bæjarins.

Karl Eskil Pálsson | 22.04.2020

Norðurland verði þekktur áfangastaður fyrir gönguleiðir


Norðensk sveitarfélög eru hvött til að gera átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi og hefur Markaðsstofa Norðurlands skrifað sveitarfélögunum bréf, þar sem farið er fram á þátttöku í slíku verkefni, sem yrði nýtt í markaðssetningu svæðisins.

Rakel Hinriksdóttir | 22.04.2020

„Stefnir í að Jónas verði 100 ára.”


Þegar lagt var í að reisa Heimskautsgerðið á Melrakkaási við Raufarhöfn var settur saman öflugur hópur fólks til þess að stýra verkefninu. Þetta var árið 2004, en snemma í ferlinu var ákveðið takmark sett. Jónas Friðrik Guðnason er einn af hópnum, en haft var á orði þarna í upphafi að gerðið skyldi verða tilbúið fyrir sjötugsafmæli Jónasar. Jónas verður 74 ára í ár, og fýsti blaðamann að vita hvort að nýja takmarkið væri þá að setja punktinn fyrir áttræðisafmælið. Jónas hvað þá við að hann yrði sennilega að verða hundrað ára og glotti.

Karl Eskil Pálsson | 22.04.2020

Ef ein flugáhöfn hefði smitast, hefði allt sjúkraflug lagst af


„Covid-19 sjúkraflugin krefjast strangari sóttvarna en önnur sjúkraflug, en eftir að hylkin sem Össur hannaði er staðan mun þægilegri á ýmsan hátt. Til þessa eru sjúkraflug Mýflugs vegna kórónuveirufaraldursons á bilinu fimmtán til tuttugu talsins og þau hafa öll gengið mjög vel,“ segir Leifur Hallgrímsson framkvæmdastjóri flugfélagsins Mýflugs, sem sinnir sjúkraflugi.

Rakel Hinriksdóttir | 21.04.2020

Hömstruðu borðspil fyrir samkomubannið


„Þetta var eiginlega alveg klikkað þarna daginn áður en allt lokaði. Hálf manískt bara. Langar raðir og fólk hamstraði eins og það gat til þess að hafa nóg við að vera í samkomubanninu. Mikið af bókum, en þó gekk hlutfallslega mest á spilin!" Amtsbókasafnið á stórt safn af spilum af ýmsu tagi, og þetta gátu gestir safnsins á deginum fyrir lokun aldeilis nýtt sér.

Karl Eskil Pálsson | 21.04.2020

Fasteignamarkaðurinn svipaður fyrir norðan


Þinglýstir kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi vegna fasteignaviðskipta á Norðurlandi voru samtals 268, sem er nánast sami fjöldi og á sama tímabili í fyrra. Veltan á fasteignamarkaðnum á Norðurlandi var samtals 8,3 milljarðar króna en á sama tímabili í fyrra var veltan 8,6 milljarðar.

Karl Eskil Pálsson | 20.04.2020

86 milljónir til Norðurlands eystra


Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðstafað 200 milljón kr. viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020 með hliðsjón af vinnu stjórnar sjóðsins frá úthlutun ársins 2020 í mars sl.

Skúli B. Geirdal | 20.04.2020

Svart og mögulega sykurlaust


Espresso, Ristretto, Lungo, Doppio eða Americano? Heyrðu nei takk get ég ekki bara pantað kaffi? Að panta sér kaffi á kaffihúsi getur verið flóknara en það hljómar. Í heiminum er til fjöldinn allur af mismunandi kaffidrykkjum sem allir hafa sín sérkenni, eru mismunandi á bragðið og bjóða uppá mismunandi kaffi upplifun. Í þokkabót eru nöfnin á þessum helstu drykkjum ekki á íslensku, fyrir utan gömlu góðu uppáhellinguna að sjálfsögðu. Fyrir vikið verður þó auðveldara að panta sér kaffi úti í hinum stóra heimi.

Skúli B. Geirdal | 19.04.2020

Ljóðaveisla frá Siglufirði


Ljóðasetur Íslands hefur eins og margir aðrir gripið til þess ráðs að nýta samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að miðla efni í samkomumabanninu. Á Facebooksíðu setursins má nú finna skemmtilegar útsendingar þar sem Þórarinn Hannesson forstöðumaður setursins fer á kostum. Umfjöllun um mörg af okkar ástsælustu skáldum í bland við upplestur söng og tónlist. Ljóðaunnendur landsins hafa því úr nægu efni að moða þessa daganna.

Skúli B. Geirdal | 18.04.2020

10 manna fjölskylda í 50 manna samfélagi


Í Fljótum í Skagafirði búa um 50 manns á 16 bæjum yfir veturinn, auk starfsfólksins á hótel Deplum. Á vetrum lokast Fljótin oft enda ein snjóþyngsta byggð landsins og þá er aðeins hægt að ferðast þar um á snjósleðum, traktorum, skíðum, vel útbúnum jeppum eða snjóruðningstækjum. Veturinn í ár hefur reynst íbúum þar erfiður og tala menn um snjóþyngsta vetur síðan 1995.

Skúli B. Geirdal | 18.04.2020

Ákall um samtal við ungmenni um geðfræðslu


Hugrún geðfræðslufélag hefur nú tekið í notkun vefinn gedfraedsla.is. Félagið er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og snýr öll starfsemi félagsins að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum um geðheilsu.

Skúli B. Geirdal | 17.04.2020

19 ára eitt ár í viðbót


„Við erum öll sammála, þó að þetta sé erfið og skrítin ákvörðun," segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík í kjölfar ákvörðunar stjórnar að ekkert verði af hátíðarhöldum í ár vegna Covid-19 alheimsfaraldursins. Fiskidagurinn mikli hefur verið árviss viðburður undanfarin 19 ár og stefndi á mikil og glæsileg hátíðarhöld í ár á tuttugasta afmælisári hátíðarinnar 7.-9. ágúst 2020. Fiskidagurinn verður því 19 ára eitt ár í viðbót og býður gesti velkomna á 20 ára afmæli Fiskidagins mikla 6 .– 8. ágúst 2021.

Karl Eskil Pálsson | 17.04.2020

Útskriftarárgangur MA í óvissu


“Þetta gengur bara nokkuð vel en þetta er auðvitað mjög svo óhefðbundið og við bara verðum að takast á við gjörbreyttar aðstæður,” segir Júlíus Þór Björnsson Waage formaður Hugins, nemendafélags Menntaskólans á Akureyri um afleiðingar og áhrif kórónuveirufaraldursins á skólalífið.

Rakel Hinriksdóttir | 17.04.2020

„Þegar að okkur er þrengt, skapast ótti."


María Páls ræddi við Valgerði H. Bjarnadóttur í Föstudagsþættinum um áhrif lokuna og banna á heimilin í landinu. "Þegar að okkur er þrengt, þá skapast ótti." segir Valgerður. Hún lýsir því vel hvernig innra með okkur takast á ólík öfl, sem stundum brjóta sér leið út og valda skaða. Áhrif takmarkana vegna Covid faraldursins hafa því miður haft í för með sér aukið heimilisofbeldi - bæði hér innanlands og erlendis.

Karl Eskil Pálsson | 16.04.2020

Íbúar Norðurlands vestra búast við fjölgun á næstu árum


Nærri helmingur svarenda í viðhorfskönnun sem KPMG gerði meðal 319 íbúa á Norðurlandi vestra telur að á næstu tuttugu árum muni íbúum landshlutans fjölga nokkuð og vera á bilinu 7.700 og 10.000, þ.e.a.s. að íbúum fjölgi á bilinu 4-40%. Íbúar Norðurlands vestra eru í dag rétt um 7.300

Skúli B. Geirdal | 16.04.2020

Mikill einmanaleiki fylgir því að missa röddina


Fjölmargir kennarar hafa orðið fyrir því að missa röddina eða skaða hana með rangri beitingu og álagi í kennslu. Ein af þeim er Jónína A. Sigurðardóttir leikskólakennari á Akureyri sem missti röddina fyrir sjö árum. Hún þurfti að læra að beita henni á nýjan leik og naut við það aðstoðar eina doktors í raddmeinum á Íslandi, talmeinafræðingsins Valdísar Jónsdóttur.

Skúli B. Geirdal | 15.04.2020

Enginn Fiskidagur í ár


Fiskidagurinn mikli stefndi á að halda upp á 20 ára afmæli 7.-9. ágúst 2020. Kórónuveirufaraldurinn setur hinsvegar strik í reikninginn og ekkert verður því af hátíðarhöldum í ár.

Karl Eskil Pálsson | 14.04.2020

Kórónuveirufaraldurinn leiðir hugsanlega til þess að íþróttafélög á Akureyri sameinast


Formaður Íþróttabandalags Akureyrar, Geir Kristinn Aðalsteinsson segir að kórónuveirufaraldurinn bitni harkalega á íþróttafélögum bæjarins. Stærstu félögin – KA og Þór – verði af tugum milljóna króna. Geir Kristinn ræddi stöðuna í upplýsingaþætti N4 um afleiðingar kórónuveirufaraldursins.

Skúli B. Geirdal | 14.04.2020

Fjölmiðlanotkun eykst í alheimsfaraldri


Samkvæmt mælingum Gallup hefur fjölmiðlanotkun aukist umtalsvert á tímum alheimsfaraldurs eins og við upplifum nú. Þar kemur fram að meirihluti landsmanna, eða um 234.000 íslendingar á aldrinum 12-80 ára hafi nýtt sér þjónustu ljósvakamiðla á tímabilinu 16.-20. Mars 2020.

Skúli B. Geirdal | 14.04.2020

Hvenær á að setja mjólk í kaffið?


Mjólkin hefur löngum verið eitt stærsta þrætueplið í samfélagi kaffidrekkandi manna. Hvoru hellir maður fyrst í bollann, mjólkinni eða kaffinu? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. Hvort stígur maður fyrst í vinstri eða hægri fótinn þegar að maður gengur af stað?

Skúli B. Geirdal | 14.04.2020

Kíkt í snyrtitöskuna


Í þessum dagskrárlið fáum við að líta í hinar ýmsu snyrtitöskur. Að þessu sinni er það Skúli B. Geirdal dagskrárgerðarmaður hjá N4 sem að opnar sína tösku fyrir okkur til að gefa innsýn í snyrtivörur fyrir karlmenn.

Skúli B. Geirdal | 13.04.2020

Gamlir hlutir fá nýtt líf


Oft leynast gullmolar á ólíklegustu stöðum. Við komumst að því þegar gera átti nýtt sjónvarpssett á N4. Í staðinn fyrir að hlaupa út í búð og kaupa allt nýtt til þess að skreyta settið var gripið til þess ráðs að endurnýta gamla hluti og gefa þeim þannig nýtt líf.

María Björk Ingvadóttir | 13.04.2020

Ég hlýði Atla


Íbúum í Hólahrepp hinum forna, dettur ekki í hug að óhlýðnast lengur fjallskilastjóranum sínum, Atla Má Traustasyni, bónda á Syðri -Hofdölum og hafa sett upp mynd af honum, þungum á brún við gámasvæðin tvö í hreppnum. 

Rakel Hinriksdóttir | 12.04.2020

Það er fegurð í samspili sorgar og gleði


Þegar Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri, þekkti ekki lengur konuna sem hún horfði á í speglinum, sorgmædda, leiða og uppgefna, þá tók hún til sinna ráða. Hildur var gestur Maríu Bjarkar í þættinum Þegar, þar sem hún lýsti upplifun sinni af því að vekja sjálfa sig upp úr hálfgerðu dái eftir andlegt hrun.

Skúli B. Geirdal | 12.04.2020

Lyftingar löguðu liðagigtina


Ana Markovic átti að vera komin í hjólastól 35 ára gömul vegna veikinda sinna. Fyrir þremur árum gat hún ekki hlaupið en er nú í besta formi lífsins og sigurvegari í fitness.

Karl Eskil Pálsson | 12.04.2020

Prestaköll í Eyjafirði sameinast í hátíðarguðsþjónustu á N4


Vegna samkomubannsins í kjölfar kórónaveirufaraldursins hafa fjögur prestaköll í Eyjafirði sameinast um hátíðarguðsþjónustu á páskadag, sem sjónvarpað verður á N4. Prestaköllin sem um ræðir eru Glerár-, Akureyrar-, Laugalands-, og Laufásprestakall.

Skúli B. Geirdal | 10.04.2020

Fékk ástríðu á matargerð í vöggugjöf


Sigrún Birta Kristinsdóttir er 24 ára flugmaður, fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er í dag meðeigandi að veitingastaðnum Spes Kitchen sem opnaði í Granda Mathöll á síðasta ári. Áhugann á eldamennsku á hún ekki langt að sækja en foreldrar hennar eru bæði matreiðslumeistarar að mennt.

María Björk Ingvadóttir | 10.04.2020

Mesti snjór í aldarfjórðung í Fljótum


Íbúar í einni snjóþyngstu byggð landsins, Fljótum í Skagafirði, telja veturinn hafa verið þann snjóþyngsta síðan 1995. Aðeins er hægt að ferðast þar um á snjósleðum, traktorum, skíðum, vel útbúnum jeppum eða snjóruðningstækjum. 

María Björk Ingvadóttir | 09.04.2020

Ófærð skilar auknum tekjum


Hóteleigendur í Varmahlíð hafa haft í nóg horn að líta í óveðrum sem geysað hafa í vetur, frá 10.desember , þar sem fjöldi fólks hefur verið veðurtepptur í Varmahlíð , ýmist á leið norður eða suður.  Þessi tími er alla jafna rólegur en á tæpum þremur mánuðum voru gistinæturnar á þriðja hundrað sem telst til tíðinda.  Hjónin Unnur Gottsveinsdóttir og Stefán Gísli Haraldsson hafa rekið Hótel Varmahlíð í tæp þrjú ár sjá nú fram á algjöra tekjuþurrð vegna afbókana í kjölfar heimsfaraldursins.  Þau segjast þó leggja allt uppúr því að vera bjartsýn. 

Skúli B. Geirdal | 09.04.2020

Íslendingar mættu læra að slaka aðeins á


Joshua Mwesigwa er starfsmaður NBS sjónvarpstöðvarinnar í Úganda. Hann ferðaðist nýlega alla leið til Akureyrar til þess að heimsækja son sinn Michael Hákon Mwesigwa, 4 ára, sem býr hér ásamt móður sinni. Í þessari fyrstu heimsókn sinni til íslands leit hann inn til okkar á N4 til að kynna sér starfssemina. Við gripum tækifærið og spurðum hann út í land og þjóð.

Skúli B. Geirdal | 08.04.2020

Af hverju drekkum við kaffi?


Ég hef verið svona 6-7 ára þegar að ég fékk fyrst að smakka kaffi hjá pabba. Minningin er mjög skýr, enda fannst mér upplifunin á sínum tíma alveg hreint mögnuð. Þó var þetta enginn sopi. Nei, hann kom miklu seinna. Þarna fékk að að dýfa einu stykki dísætum og hrímhvítum sykurmola ofan í kaffibollann hjá pabba. Þetta hafa ekki verið fleiri en þessir tíu dropar sem svo gjarnan er talað um. Rétt nóg til þess að gefa sykurmolanum lit og smá kaffibragð. Vá þvílíkt og annað eins. Ég naut hverrar sekúndu af augnablikinu. Ekki fyrir bragðið, það var aukaatriði. Það var upplifunin sem gerði augnablikið sérstakt.

Karl Eskil Pálsson | 08.04.2020

Kórónuveirufaraldurinn hefur áhrif á rekstur safna landsins


Fækkun erlendra ferðamanna á Íslandi mun bitna á söfnum landsins, þar sem erlendir ferðamenn eru langt stærsti hópur safngesta. Á undanförnum árum hefur erlendum safngestum fjölgað hlutfallslega meira en íslenskum gestum.

Skúli B. Geirdal | 07.04.2020

Ofbeldi gegn konum hefur stóraukist í Covid-19 faraldrinum


Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar eftir aðgerðum ríkisstjórna til að bregðast við þeirri gífurlegu fjölgun tilvika heimilisofbeldis gegn konum og stúlkum sem hefur orðið í COVID-19 faraldrinum.

Skúli B. Geirdal | 07.04.2020

Heimaæfingar í samkomubanni


Á meðan sumir finna sig vel í heimaæfingum í samkomubanninu þá eru aðrir sem að eiga erfiðara með að búa sér til rútínu og halda dampi. Það mikilvægasta á þessum tímum er ekki endilega að hlaupa til og koma sér upp heima líkamsræktaraðstöðu með öllum græjum heldur passa uppá að finna sér einhversskonar hreyfingu við hæfi á hverjum degi.

Karl Eskil Pálsson | 07.04.2020

Tekjur sveitarfélaganna munu dragast saman


Sveitarfélögin búast við verulegum samdrætti í útsvarstekjum vegna Covid-19 faraldursins. Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra segir misjafnt hvernig sveitarfélögin eru í stakk búin til að mæta áhrifum faraldursins, aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi þó umtalsverða þýðingu.

Karl Eskil Pálsson | 06.04.2020

Ljósastaurar eru ekki bara ljósastaurar, nei alldeilis ekki


Ferro Zink á Akureyri er stærsti framleiðandi ljósastaura á landinu, einnig flytur fyrirtækið inn mikið af staurum. Þetta þýðir að flestir ljósastaurar landsins koma frá Ferro Zink. Höfuðstöðar fyrirtækisins eru á Akureyri, einnig er fyrirtækið með starfsstöð í Reykjavík.

Karl Eskil Pálsson | 03.04.2020

Opið bréf til mennta- og menningarmálaráðherra: Fylgjum fordæmi Dana


Þjóðin berst lífróðri. Sama hvert er litið. Við erum öll í sama báti. Tengsl okkar við umheiminn eru í gegnum síma, netið og fjölmiðla. Á sama tíma og fyrirtæki draga úr starfsemi sinni og jafnvel loka vegna kórónuveirunnar, treystum við því að fjölmiðlar fræði okkur áfram um ástandið, standi vörð um velferð okkar og geðheilsu og séu okkar bestu vinir á löngum dögum innilokunar. Krafan er jafnvel sú að miðlarnir gefi í og auki þjónustu við okkur sem heima sitjum.

Karl Eskil Pálsson | 03.04.2020

Róbótarnir Snar og Snöggur teknir til starfa á Akureyri


Verkfræðistofnan Raftákn á Akureyri flytur inn sjálfkeyrandi vinnuþjarka – róbóta – og forritar þá samkvæmt óskum viðskiptavina sinna. Í verksmiðju TDK á Akureyri sjá t.d. vinnuþjarkarnir Snar og Snöggur um að flytja ýmsa hluti milli staða í stórbyggingum verksmiðjunnar. Þeir spara sem sagt sporin hjá starfsmönnum, sparnaðurinn er mældur í kílómetrum á skömmum tíma.

Karl Eskil Pálsson | 02.04.2020

Aðeins tuttugu mega vera við útfarir


“Já, eðlilega við fylgjum reglum um samkomubannið eins og vonandi allir aðrir. Í hverri útför mega að hámarki vera tuttugu, auk þess sem samskipti starfsfólks útfaraþjónustunnar við aðstandendur hefur tekið miklum breytingum. Núna eru samskiptinn að mestu rafræn,” segir Smári Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar.

Rakel Hinriksdóttir | 01.04.2020

Páskaföndur með fjölskyldunni


Það er óhætt að fara að huga að því að skreyta fyrir páskana. Hér er hugmynd að mjög einföldu páskaföndri sem allir í fjölskyldunni geta gert saman. Auk þess felst í verkefninu að fara saman í göngutúr að leita að hinni fullkomnu páskagrein.Við fundum okkar í Kjarnaskógi en þar er því miður mikið af brotnum trjám eftir snjóþungan og stormasaman vetur. Þessi grein er úr N4 blaðinu 1.apríl 2020.

Karl Eskil Pálsson | 01.04.2020

Áhrifin eru viku til 10 dögum á eftir höfuðborgarsvæðinu


“Já, við horfum til þess að áhrif veirunnar séu viku til tíu dögum á eftir höfuðborgarsvæðinu og við miðum okkar viðbúnað við þá sviðsmynd,” sagði Hildigunnur Svavarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Sjúkrahúsið á Akureyri í upplýsingaþætti N4 um áhrif Covid-19 veirunnar.

Karl Eskil Pálsson | 27.03.2020

Covid-19 gæti haft áhrif á sauðburð


“Bændur eru vanir því að hafa talsvert af aðstoðarfólki í sauðburði og ef allt verður lokað vegna Covid-19 þegar sauðburður hefst, verður þetta allt saman mjög snúið. Það segir sig sjálft,” segir Sigurgeir B. Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Rakel Hinriksdóttir | 16.03.2020

158% áhorfsaukning milli ára


Í febrúar á síðasta ári voru þættir á N4 sóttir 20.474 sinnum á sjónvarpi Símans. Í febrúar 2020 er aukning upp á 158%, en þættir stöðvarinnar voru sóttir 52.775 sinnum. Þarna er þó aðeins um að ræða eina veitu, eftir er að gera ráð fyrir áhorfi á öllum hinum streymisveitunum.

Skúli Bragi Geirdal | 16.03.2020

Skeggið segir margt um manninn


Hrefna Bjarnadóttir á Rakarastofunni ARTE á Akureyri hefur meðhöndlað ófá skeggin í gegnum tíðina. Skúli B. Geirdal nýtti tímann í klippingu hjá Hrefnu til þess að fræðast um galdurinn á bak við gott skegg.

María Björk Ingvadóttir | 16.03.2020

Eftir lækningu á krabbameini, tók tómarúmið við


“Ég vildi að ég hefði farið miklu fyrr í ristilspeglun, tveimur þremur árum áður, það hefði breytt öllu” - sagði Guðmundur St.Svanlaugsson, Gúndi, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri sem greindist með illkynja krabbamein í ristli og endaþarmi fyrir rúmum tveimur árum. Hann var gestur Maríu Bjarkar í þættinum Þegar hér á N4

Rakel Hinriksdóttir | 15.03.2020

"Áhugaleikmennska á Íslandi er náttúrulega galin"


Fyrsti þátturinn af Bakvið tjöldin, nýjum þáttum á N4 var frumsýndur 10.mars. Í þessum þáttum forvitnumst við um áhugaleikfélög og kynnumst fólkinu sem leggur nótt við dag til þess að færa sveitungum sínum metnaðarfull leikverk á hverju ári. Leikfélag Húsavíkur fagnar 120 ára afmæli í ár, og því borðleggjandi að hefja seríuna á heimsókn til Húsavíkur.

Skúli Bragi Geirdal | 13.03.2020

N4 fær nýtt útlit


Fyrir um tveimur árum fórum við á N4 af stað í mikla vinnu við uppfæra og samræma útlit stöðvarinnar út á við. Viðbörgðin við þeirri vinnu fóru langt fram úr okkar væntingum og áhorfið hefur vaxið mikið í kjölfarið bæði í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum. Í þessum mikla framkvæmdagír þótti okkur rökrétt að líta einnig inn á við og taka í gegn húsnæðið sem hýsir okkar daglegu starfsemi.

Ásthildur Ómarsdóttir | 12.03.2020

Hlaðvarpið Vaknaðu slær í gegn á N4


Hlaðvarpið Vaknaðu fór í loftið á dögunum og hefur slegið í gegn síðastliðnar vikur, en komin eru rúmlega 1200 hlustanir á fyrstu þættina. Þær Ásthildur Ómarsdóttir og Stefanía Sigurdís, eru umsjónarmenn hlaðvarpsins og við fengum Ásthildi til að svara nokkrum spurningum varðandi þættina.

Karl Eskil Pálsson | 12.03.2020

Jákvæðni er besta ráðið


Fjölmiðlamaðurinn og uppistandarinn Sóli Hólm greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein fyrir tveimur árum síðan. Hann sagði Skúla Geirdal sína sögu í þættinum Karlar og krabbamein á N4 en Sóli hefur talað mjög opinskátt um sína reynslu og gert grín að sjálfum sér.