Bílaleigan Akureyrar - Höldur ehf., hefur tekið við tuttugu bílum af gerðinni Hyundai Kona EV sem bílaleigan fékk afhenta nýlega hjá Hyundai á Íslandi. Um er að ræða Premium útgáfu þessa 100% rafbíls sem búinn er ríkulegum öryggis- og þægindabúnaði ásamt stærri og langdrægari rafhlöðunni, 64 kWh, sem skilar snörpum 204 hestöflum og allt að 449 km drægni á rafhlöðunni.
Í skrýrslu um samstarf Grænlands og Íslands, sem kynnt var í gær, eru lagðar fram 99 tillögur um eflingu landanna. Össur Skarphéðinsson fyrrvernadi utanríkisráðherra var formaður nefndarinnar og var nefndinni jafnframt falið að greina tvíhliða samskipti landanna í dag, sem hafa eflst mikið á undanförnum árum, bæði pólitísk og efnahagsleg. Lagt er til að íslensk stjórnvöld bjóði fram íslenska reynslu um þróun fjarnáms á verkmennta- og framhaldsskólastigi sem miðlað yrði undir forystu Háskólans á Akureyri í samvinnu við háskólann í Nuuk, Ilisimatusarfik.
Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi efnir til póstkosningar meðal félagsmanna vegna uppstillinar á framboðslistann, kosningin hefst 1. mars og lýkur 31. mars og er félagsfólk í kjörædminu með atkvæðisrétt. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins og Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi á Akureyri stena báðar á fyrsta sætið.
Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson úr KFA er íþróttakarl Akureyrar árið 2020 og skautakonan Aldís Kara Bergsdóttir úr SA er íþróttakona Akureyrar 2020. Í öðru sæti voru þau Miguel Mateo Castrillo blakari úr KA og Hafdís Sigurðardóttir frjálsíþróttakona úr UFA. Í þriðja sæti voru Þorbergur Ingi Jónsson utanvegahlaupari úr UFA og Gígja Guðnadóttir blakari úr KA.
Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að framlengja fram yfir páska matvælaaðstoð sína við þá sem eiga í erfiðleikum vegna atvinnumissis af völdum COVID-19 faraldursins eða fjárhagsvanda af öðrum ástæðum. Matargjafir félagsins fyrir jólin, alls um 90 þúsund máltíðir sem dreift var með milligöngu hjálparstofnana, komu sér víða vel en vandinn er enn til staðar, segir í tilkynningu frá KS.
Ákveðið hefur verið að rýma nokkur hús undir Strengsgiljum á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Mörg snjóflóð hafa fallið í dag og síðustu daga á svæðinu frá Siglufirði og inn að Dalvík. M.a. stórt snjóflóð sem féll á skíðasvæðinu á Siglufirði og skemmdi skíðaskálann þar.
Geðhjálp býður landsmönnum upp á þrjátíu skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Dagatal með G-vítamínsskömmtum verður sent á hvert heimili á Íslandi. Auk þess verður hægt að nálgast dagatalið í völdum sundlaugum og verslunum um allt land.
Rafrænt kjördæmisþing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var haldið í kvöld. Á fundinum var ákveðið samhljóma að efna til forvals um fimm sæti framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar og að kosning í þrjú efstu sætin verði bindandi.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs er aftur komið af stað með gamanleikinn Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon. Æfingar voru hafnar síðasta haust en hlé þurfti að gera á þeim vegna heimsfaraldursins. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason og hófust æfingar á nýjan leik í byrjun ársns.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 12 milljónum króna úthlutað til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.
Þórarinn Ingi Pétursson fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi tilkynnti í dag að hann sækist eftir öðru sæti á framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins og Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi á Akureyri stena báðar á fyrsta sætið.
Drottningarbrautin á Akureyri er líklega ein fjölfarnasta gata bæjarins. Margir taka því eftir aðstöðuhúsi siglingaklúbbsins Nökkva sem verið er að byggja við brautina. Víst er að hið nýja hús kemur til með að setja svip sinn á umhverfið, nýtt kennileiti er að verða til á Akureyri með tilkomu hússins.
Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyarbær boða til verðlaunahátíðar í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 20. janúar kl. 17.30 þar sem lýst verður kjöri íþróttamanns Akureyrar 2020. Vegna sóttvarnarregla verður athöfnin styttri en venjulega og eingöngu fyrir boðsgesti sem verður vísað í númeruð sæti.
Byggðaráð Skagafjarðar fagnar nýrri grænbók stjórnvalda um byggðamál og bendir á að á Íslandi búi 64% landsmanna á höfuðborgarsvæðinu, hlutfallið sé 20-36% í nágrannalöndum okkar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur kynnt til samráðs „Grænbók um byggðamál,“ og óskað eftir umsögnum um stefnu stjórnvalda í byggðamálum. Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar grænbókinni, enda snerti málaflokkurinn „ákaflega marga þætti innviða landsins alls.“
Samkvæmt tölum Þjóðskrár er hlutfall erlendra ríkisborgara afar misjafnt eftir sveitarfélögum, eða frá hátt í 50 % niður í eitt prósent. Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Mýrdalshreppi. Alls eru 47,3% íbúa hreppsins með erlend ríkisfang. Næst hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skaftárhreppi með 33,2% og Súðavíkurhreppur með 31,2% íbúa.
„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er eigin spurning. Starfsemi fiskeldisfyrirtækja er að færast upp til norðanverðra Vestfjarða og þar verður starfsemi fyrirækjanna álíka öflug og á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands og Einingar-Iðju á Eyjafjarðarsvæðinu segir nauðsynlegt að sameina verkalýðs-og stéttarfélög, þannig geti þau betur sinnt sínu hlutverki. Hann var gestur Karls Eskils Pálssonar í þættinum Landsbyggðum á N4 þar sem meðal annars var rætt um sameiningarmál. Hann sér fyrir sér að í framtíðinni verði eitt deildarskipt stéttarfélag á Eyjafjarðarsvæðinu.
Alls fóru 414 þúsund bílar um Vaðlaheiðargöng á síðasta ári, sem er um 100 þúsund færri ferðir miðað við árið á undan. Samdrátturinn er 19,5%. Að jafnaði fóru 1.135 bílar um göngin á hverjum sólarhring. Yfir sumarmánuðina var fjöldinn að jafnaði 1.850 bílar en yfir vetrarmánuðina 726 bílar.
Inga Berglind Birgisdóttir er yfirhjúkrunarfræðingur HSN á Akureyri. Hún ræddi um fyrsta skammt af bóluefni gegn Covid-19 í Föstudagsþættinum og hvað verður í framhaldinu. „Þetta er ótrulega fljótt að breytast, og við erum bara að vinna þetta dag frá degi. Rétt eins og faraldurinn hefur allur verið. Við reynum að gera okkar allra besta." segir Inga Berglind.
Ný verðaskrá Norðurorku á Akureyri tók gildi um áramótin. Stjórn félagsins hefur ákveðið að hækka verðskrá hitaveitu um 4,5%. Rökin fyrir hækkun hitaveitunnar umfram verðþróun er m.a. sú gríðarstóra framkvæmd að sækja aukið jarðhitavatn og auka flutningsgetu aðveitulagnarinnar frá Hjalteyri.
Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir mikilvægt að atvinnumál með áherslu á nýsköpun og ferðaþjónustu verði sérstaklega rædd í aðdraganda alþingiskosninganna síða á árinu, einnig bendir hann á mikilvægi samgöngu- og menntamála. Hann segir brýnt að stjórnvöld hugi sérstaklega að eflingu nýsköpunar á landsbyggðinni, ráðist verði í nauðsynlegar samgöngubætur á Vesturlandi og að menntastofnanir á svæðinu verði efldar og þeim tryggt fjárhagslegt sjálfstæði.
Ráðið hefur verið í fjögur störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti á skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála, þar af eru tvö störf án staðsetningar í nýju skólaþróunarteymi ráðuneytisins. Störf án staðsetningar eru liður í aðgerðum stjórnvalda sem miða að því að að skapa betri tækifæri til atvinnu um allt land og jafna búsetuskilyrði.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að samgöngumál, umhverfismál og atvinnumál með áherslu á nýsköpun verði áberandi í umræðunni í aðdraganda væntanlegra alþingiskosninga í haust. Hún segir þörf á stórauknum stuðningi af hálfu ríkisvaldsins til að styrkja átak sveitarfélaganna á starfssvæði samtakanna, svo sem á formi uppbyggingar innviða og ívilnana.
Útsvarstekjur sveitarfélaga landsins voru samtals 344,3milljarðar króna á nýliðnu ári, miðað við 235 milljarða króna árið á undan. Mismunurinn er 9,3 milljarðar króna. Þar sem ferðaþjónusta er helsta atvinnugreinin lækkuðu tekjur. Þetta kemur fram í gagnagrunni Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Íbúum fækkaði í einum landshluta á síðasta ári, Vestfjörðum. Þar fækkaði íbúum um 0,1% en mest var hlutfallslega fjölgun á Suðurlandi, 1,8%. Af 69 sveitarfélögum í landinu fækkaði í 27 á árinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár. Samkvæmt tölum Þjóðskrár fjölgaði landsmönnum um 4.689 manns frá 1. desember 2019 til 1. janúar 2021, eða um 1,3%.
Greifinn Veitingahús ehf á Akureyri hefur keypt rekstur Sprettsins (Sprettur-inn) og tók við rekstrinum nú um áramótin. Sprettur-inn byggir sína starsfemi á sölu á pizzum og grillréttum sem hægt er að njóta á staðnum, sækja eða fá heimsent. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsmannahaldi, vöruúrvali eða þjónustu enda hefur staðurinn verið verið í góðum rekstri undanfarin ár.
Eining-Iðja lét í vetur Gallup kanna viðhorf félagsmanna til ýmissa þátta. Meðal annars var spurt hvort fólk sinni í meira mæli hreinlæti og sóttvörnuim í kjölfar COVID-19. 70% svarenda telja að aukið hreinlæti og auknar sóttvarnir verði varanlegar, 30% segja tímabundnar og breytist ekki til baka.
Hátt í tuttugu björgunarsveitarmenn frá Eyjafirði og Skagafirði eru að undirbúa að fara til Seyðirsfjarðar og aðstoða heimamenn við afleiðingar skriðufallanna fyrir austan. Gunnlaugur Búi Ólason formaður Súlna á Akureyri segir enn óljóst hvaða verkefni bíði norðlensku björgunarsveitanna, aðal atriðið sé að hjálpa til við erfiðar aðstæður.
Jólasveinarnir hafa ekki alltaf verið prúðir og skemmtilegir, sei sei nei, alldeilis ekki ! Til eru fornar sögur af jólasveinum sem voru sagðir risa-stórir og klofnir upp að herðablöðum, sem sagt frekar ófrýnilegir. Og þeir þrifust á illmælgi, slæmu samkomulagi og blótsyrðum.
Tvær spákonur spá fyrir árinu 2021 í áramótaþætti N4. Þetta eru þær Dagný Marin Sigmarsdóttir í Spákonuhofinu á Skagaströnd sem spáir í tarotspil og Sigrún Lárusdóttir sem notast við rúnir sem ristar eru á kindakjúkur. Spádómarnir verða sýndir í áramótaþætti N4, 27. desember.
Jón Steindór Árnason framkvæmdastjóri Ásprents og Útgáfufélagsins á Akureyri hefur verið ráðinn í stöðu fjárfestingarstjóra KEA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KEA í dag. Jón Steindór hefur meðal annars starfað í sérhæfðum fjárfestingum hjá Íslenskum verðbréfum og sem framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Tækifæris hf. Þar áður starfaði hann hjá FME og BYR. Þá hefur hann setið í fjölda stjórna á undanförnum árum.
Í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hofi á Akureyri er hægt að nálgast margvíslegar upplýsingar er tengjast ferðalögum og afþreyingu á Norðurlandi og víðar. Þar er hægt að kaupa ferðir og ferðakort, auk þess sem hægt er að fá aðgang að nettengdum tölvum. Starfsfólk stöðvarinnar miðla upplýsingum um veður og færð á vegum, gistimöguleika, veitingar og fleira.
Nýtt uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, er væntanlegt til Akureyrar í febrúar eða mars. Skipið hefur rúmlega 3000 tonna burðargetu af kældum afurðum og mun taka við af eldri núverandi Vilhelm Þorsteinssyni sem kom nýr til landsins fyrir um tveimur áratugum.
Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að efna til póstkosningar vegna vals á framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar. Kosið verður um fimm efstu sætin á framboðslistanum. Í tilkynningu frá kjörstjórn segir að kjörskrá miðist við félagatal 2. janúar 2021.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 76,5 milljónum króna til níu verkefna á vegum fimm landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bárust 28 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 777 m.kr. fyrir árin 2020-2023. Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna. Verkefnin sem hljóta styrk eru:
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að úthluta fjárfestinga- og fasteignafélaginu Luxor ehf í Reykjavík lóðirnar við Austurbrú 12 – 14 og Hafnarstræti 80. Úthlutunin er með fyrirvara um að lagðar verði fram nákvæmari tillögur að uppbygingu innan tveggja mánaða.
Akureyrarbær hefur kynnt tillögur að breytingum á miðbæjarskipulagi. Stefnt er að því að hefja uppbyggingu sem allra fyrst. Þetta er í þriðja sinn á um áratug sem bæjarstjórnin kynnir nýtt skipulag miðbæjarins. Svæðið sem breytingarnar ná til afmarkast við Glerárgötu, Kaupvangsstræti, Skipagötu, Hofsbót og Strandgötu. Helstu leiðarljós núverandi skipulags eru óbreytt, segir í tilkynningu frá bænum.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að byggja heilsugæslu við Þingvallarstræti, þar sem nú er tjaldsvæði. Einnig verði gert ráð fyrir íbúðum á svæðinu. Skipulagsráð hélt fund í dag þar sem þetta var samþykkt.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að byggja heilsugæslu við Þingvallarstræti, þar sem nú er tjaldsvæði. Einnig verði gert ráð fyrir íbúðum á svæðinu. Skipulagsráð hélt fund í dag þar sem þetta var samþykkt.
Akureyrarbær auglýsti nýverið eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur skíða- og brettaskóla skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og einkakennsku á komandi skíðavetri. Til þessa hefur skíðasvæðið séð um reksturinn. Frestur til að skila inn greinargerð rann út um mánaðamótin.
„Það er ekki langt síðan þessi mynd fannst og er af stórri jólabjöllu sem hékk á milli hótes KEA og skrifstofu Dags á Akureyri. Í þessari bjöllu var hátalari sem var tengdur við segulband á ristjórnarskrifstofu Dags, þannig að frá bjöllunni bárust reglulega jólatef,“ segir Hörður Geirsson hjá Minjasafninu á Akureyri. Hann sýnir gamlar myndir frá aðventunni á Akureyri í þættinum Landsbyggðum á N4, nk. fimmtudagskvöld.
Samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá fjölgaði íbúum landsins um 4.492 frá 1. desember í fyrra til 1. desember á þessu ári. Hlutfallsleg fjölgun er 1,2%. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.051 á tímabilinu, það sveitarfélag sem kemur næst var Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 744 á sama tímabili og íbúum Mosfellsbæjar fjölgaði um 496 íbúa.
„Þessi mynd er sennilega tekin í KEA versluninni í Hafnarstræti á Akureyri. Fólk beið spennt eftir því að berja augum jólaútstillingarnar verslana bæjarins, pappír var venjulega settur fyrir gluggana á meðan verið var að setja upp útstillinguna og svo var auglýst hvenær hún verði gerð opinber,“ segir Hörður Geirsson í Minjasafninu á Akureyri.
Útsvarstekjur Akureyrarbæjar – greidd staðgreiðsla – voru í síðasta mánuði samtals 915 milljónir króna en í sama mánuði í fyrra voru tekjurnar 876 milljónir króna. Munurinn er nærri 40 milljónir króna. Þetta kemur fram í gagnagrunni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Útsvarstekjur gefa ákveðna mynd af tekjum launafólks, þar sem útsvarið er ákveðið hlutfall af launatekjum.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er um þrír milljarðar króna sem skiptist þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði en Akureyrarbær greiðir 15%. Áætlað er að heimilið verði tilbúið til notkunar í lok árs 2023. Þar með verða hjúkrunarrými á Akureyri rúmlega 230 en þau eru núna um 170
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar telur illa vegið að framhaldsskólum á Norðurlandi þar sem þeir bera verulega skertan hlut frá borði í fjárlögum 2021 sé miðað við aðra framhaldsskóla landsins og að þeir raði sér í neðstu sætin séu prósentuhækkanir milli ára skoðaðar. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í gær.
Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands fagnar áformum eignarhaldsfélagsins Sólbaða um að byggja baðstað með tilheyrandi þjónustu í landi Ytri-Varðgjár, skammt frá Vaðlaheiðargöngum í Eyjafirði. Gert er ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá göngunum í samvinnu við Norðurorku. Lengd lagnarinnar verður liðlega tveir kílómetrar.
Eignarhaldsfélagið Skógarböð hefur uppi áform um að byggja baðstað með tilheyrandi þjónustu í landi Ytri-Varðgjár, skammt frá Vaðlaheiðargöngum í Eyjafirði. Gert er ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá göngunum í samvinnu við Norðurorku. Lengd lagnarinnar verður liðlega tveir kílómetrar.
Frá árinu 2013 hafa Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Rauði krossinn við Eyjafjörð og Hjálparstarf kirkjunnar starfað saman um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Samstarfið hefur gengið vel og gert það að verkum að hægt hefur verið að styðja einstaklinga og fjölskyldur á svæðinu með veglegri hætti en áður. Nú hefur verið ákveðið að stíga skrefi lengra og hafa samstarfið á ársgrundvelli.
Gert er ráð fyrir umtalsverðu tapi af rekstri Skútustaðarhrepps á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Þetta kemur fram í fréttabréfi Sveins Margreirssonar sveitarstjóra, sem segir lagt upp með fjárfestingu í þróun samfélagsins á aðhaldstímum. Heildartekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar 620 m.kr. á næsta ári og er gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 36 milljónir. Ástæðan er fyrst og fremst samdráttur í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins.
Sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar hafa allar samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður.
Aron Elvarsson var aðeins 5 ára gamall þegar áhugi hans á kvikmyndagerð kviknaði en hann fékk að fylgjast með foreldrum sínum gera myndband fyrir þorrablótið. Og strax þá vildi hann vita allt um þá tækni sem er á bakvið kvikmyndagerð. Á leikskólanum fannst honum mest gaman að leika eftir Ófærð og þá gerði hann fyrstu myndina sína, „Morðið á undan storminum.“
Jólasveinarnir fara senn að skila sér til byggða, stóra verkefnið er að færa góðum börnum gjafir í skóinn. Jólasveinarnir þurfa auðvitað að æfa sig í að tala við mannfólkið áður en törnin hefst fyrir alvöru. Þeir Ketkrókur og Þvörusleikir birtust óvænt í myndveri N4, þegar Vilhjálmur Bragason var að taka upp föstudagsþáttinn. Villi tók bræðrunum auðvitað fagnandi, þrátt fyrir að þeir hefðu ekki gert boð á undan sér.
Hákon Guðröðarson vert á Hótel Hildibrand og maðurinn hans Hafsteinn Hafteinsson listamaður hafa átt sér þann draum lengi að stofna hinsegin listamannaaðsetur og sameina þar með sín störf og áhugasvið ásamt því að skapa sér heilsárs atvinnu í Neskaupsstað. Draumurinn hafði blundað í þeim lengi en möguleikarnir opnuðust skyndilega uppá gátt þegar að Sigfúsarhús, næst elsta húsið í Norðfirði, losnaði.
Samkvæmt tillögu til þingsályktunar er lagt til að stofnaður verði starfshópur sem kanni möguleika á aukinni nýtingu þörunga. Atvinnumálanefnd Alþingis óskaði umsagnar frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem segja að tækifæri til vinnslu og ræktun þörunga séu mikil.
Sautján skipstjórnendur hjá Samherja, þrettán skipstsjórar og fjórir stýrimenn, birta í dag yfirlýsingu þar sem Félag skipstjórnarmanna er harðlega gagnrýnt fyrir að kæra eigin félagsmann til lögreglu í kjölfar Covid-19 smits í togaranum Júlíusi Geirmundssyni frá Ísafirði.
Bæjarráð Akureyrar tók á fundi sínum í dag fyrir tillögu til þingsályktunar um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í bókun ráðsins er lögð þung áhersla á mikilvægi þess að miðstöð innanlandsflugs verði áfram óskert í Vatnsmýrinni þar til annar jafn góður eða betri kostur hefur verið tekinn í notkun. Þá var bæjarstjóra falið að senda umsögn bæjarins vegna þingsályktunartillögunnar. Mynd/ frá Reykjavíkurflugvelli/isavia.is
Þegar bornar eru saman tölur um leiguverð eftir svæðum, kemur í ljós að munurinn er oft á tíðum mikil. Samkvæmt leigugagnagrunni Þjóðskrár í október var þinglýst 937 leigusamningum. Þjóðskrá vann tölulegar upplýsingar um leiguverð upp úr 500 leigusamningum, ýmsum samningum var sleppt, meðal annars samningum um félagslegar íbúðir.
Útsvarstekjur sveitarfélaganna níu á Vestfjörðum námu samtals 3,337 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar samtals 3,260 milljónir króna. Þetta kemur fram í gagnagrunni Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Árið 2011 bjuggu 190 íbúar í Norðurþingi, Skútustaðarhreppi og Tjörneshreppi sem voru af erlendum uppruna, alls komu þeir frá 18 þjóðlöndum. Pólverjar voru fjölmennastir eða 122 og Þjóðverjar næstir ekki nema 13 talsins. Þetta kemur fram í samantekt sjálfbærniverkefnisins Gaums.
„Tækjakosturinn er þokkalegur, mætti sjálfsagt vera betri en hann er viðunandi. Sjávarútvegurinn hefur verið okkar helsti viðskiptavinur, við höfum á undanförnum misserum unniið mikið fyrir fiskeldisfyrirtækin og ég sé fyrir mér að verkefni sem tengast fiskeldi verði enn fleiri í framtíðinni, enda mikið um að vera í fiskeldi hérna á svæðinu,“ segir Barði Sæmundsson framkvæmdastjóri vélaverkstæðisins Loga á Patreksfirði.
Stjórn stéttarfélagsins Framsýnar samþykkti í morgun ályktun vegna útboðs Vegagerðarinnar á flugi til Gjögurs og Bíldudals. Flugfélagið Ernir hefur um árabil séð um áætlunarflug til þessara staða en samið við við Norlandair um flugleiðina eftir útboð. Ernir flýgur einnig til Húsavíkur og óttast stjórn Framsýnar að flug þangað kunni að vera í hættu.
Íslenska kalkþörungafélagið ehf. hefur í nokkur ár unnið að því að reisa nýja kalkþrörungaverksmiðju við Langeyri í Álftafirði, skammt frá Súðavík. Fyrir rekur félagið verksmiðju á Bíldudal og er verið að stækka hana um helming, þannig að afkastagetan verði 120 þúsund tonn á ári. Ráðgert er að nýja verksmiðjan í Álftafirði afkasti einnig 120 þúsund tonnum.
Takmarkanir vegna Covid-19 skilja engan útundan, og Leikfélag VMA stendur nú frammi fyrir áskorun. Að venju væru þau að hefja samlestur og fyrstu æfingar á leikverki ársins, en nú er það hreinlega bannað að hittast. Félagið ætlar þó ekki að leggja árar í Covid-bátinn og hafa ákveðið að setja ástsæla söngleikinn Grís á svið.
„Já, atvinnufið á sunnanaverðum Vestfjörðum hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, aðallega vegna fiskeldis. Hvað Tálknafjörð varðar, má segja að fiskeldið beri uppi atvinnulífið í okkar sveitarfélagi og sú uppbygging sem er fyrirhuguð á næstu mánuðum og árum tengist líka fiskeldi,“ segir Ólafur Þór Ólafsson sveitatstjóri Tálknafjarðarhrepps.
Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr umsvifum Menningarfélags Akureyrar vegna heimsfaraldursins var síðasta rekstrarár gert upp með 26 milljóna króna hagnaði en á fyrra rekstrarári var tapið rúmar 15 milljónir króna. Rekstrarár félagsins miðast við 1. ágúst til 31. júlí.
„Bókunarstaðan fyrir næsta sumar er ágæt, við höfum bókað ferðir í tengslum við komu tuttugu skemmtiferðaskipa til Vestfjarða og eins hafa margir stórir erlendir hópar pantað þjónustu, þannig að næsta sumar lítur bara mjög vel út að öllu óbreyttu,“ segir Gunnþórunn Bender framakvæmdastjóri Westfjords Adventures.
Félag eldri borgara á Akureyri skrifaði bæjaryfirvöldum í síðasta mánuði bréf, þar sem mótmælt er verði á vetrarkortum í Hlíðarfjalli. Í bréfinu er sagt frá eldri borgara sem ætlaði að kaupa kort, en blöskraði verðlagningin. Í fyrra hefðu kortin til eldri borgara kostað 7.000 krónur en nú 40.500 krónur. Félagið telur hækkunina algjörlega siðlausa en bæjarráð sér ekki ástæðu til að endurskoða gjaldskrána.
Vinnsla er hafin hjá Odda á Patreksfirði á ferskum laxi, sem fyrirtækið kaupir af laxeldisfyrirtækinu Atric fish. Skjöldur Pálmason framkvæmdastjóri Odda segir að kayptar hafi verið fullkomnar vinnsluvélar frá Marel. Hann segir að markaðurinn geri kröfur um ferskleika.
"Með kaupum Samherja á uppsjávarskipi sem stendur til að breyta fyrir bolfiskveiðar og dæla fiski um borð og geyma lifandi í sérútbúnum tönkum, skapast mikil tækifæri til framfara." Þetta segja stjórnendur Samherja og benda á að nauðsynlegt sé að reglugerðum verði breytt og þær aðlagaðar þannig að sjávarútvegurinn geti þroast í þessa átt.
Rafrænn ársfundur Háskólans á Akureyri vr haldinn í dag. Eyjólfur Guðmundsson rektor skólans benti á í ræðu sinni að fjöldi starfsmanna hafi ekki vaxið í takt við fjölda nemenda. Hann vill að starfsmönnum fjölgi um tuttugu til þrjátíu á næsta ári.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi ætlar að sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar. Hún skipaði síðast annað sæti flokksins en Steingrímur J. Sigfússon sem var í fyrsta sæti hefur ákveðið að hætta þingmennsku.
Starfsmaður í skammtíma- og frístundaþjónustu fyrir fatlaða á Akureyri hefur greinst með Covid-19. Viðkomandi starfaði í Þórunnarstræti 99 og hefur starfsemi þar verið lögð af á meðan smitrakning fer fram. Af þessum sökum þurfa um eða yfir 30 starfsmenn og notendur þjónustunnar að fara í sóttkví og verður lokað í Þórunnarstræti 99 a.m.k. út þessa viku.
Línuskipið Núpur, sem er í eigu Odda á Patreksfirði, kom til hafnar á Akureyri síðdegis. Grunur leikur á að skipverji sé smitaður af Covid 19 og verður öll áhöfnin send í sýnatöku. Fréttavefurinn bb.is greinir frá þessu. Strax og skipverjinn sýndi einkenni var haft samband við Landhelgisgæsluna og ákveðið var að sigla í land. Skipverjar verða um borð þar til nioðurstöður liggja fyrir.
Félag eldri borgara á Akureyri hefur skrifað bæjaryfirvöldum bréf, þar sem mótmælt er verði á vetrarkortum í Hlíðarfjalli. Í bréfinu er sagt frá eldri borgara sem ætlaði að kaupa kort, en blöskraði verðlagningin. Í fyrra hefðu kortin til eldri borgara kostað 7.000 krónur en nú 40.500 krónur. Félagið telur hækkunina algjörlega siðlausa en bæjarráð sér ekki ástæðu til að endurskoða gjaldskrána.
Staðgreiðslutekjur – útsvarstekjur – sveiarfélaga landsins voru samtals 198,1 milljarður króna fyrstu tíu mánuði ársins, en á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar 193,8 milljarðar króna. Munurinn er 4,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í gagnagrunni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Staðan er mismunandi eftir sveitarfélögum.
Íbúar Múlaþings voru um mánaðamótin 5.002 samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Í kosningum í lok október ákváðu íbúar fjögurra sveitarfélaga að sameinast, þ.e. Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Síðast þegar Þjóðskrá birti tölur um íbúafjölda þessara sveitarfélaga, voru þeir samtals 4.967.
Íslenska fyrirtækið Carbon Iceland ehf. áformar að reisa lofthreinsiver á Íslandi sem gerir kleift að hreinsa og binda 1 milljón tonna af CO2 (koltvísýringi) úr andrúmslofti. Boðað hefur verið till blaðamannafundar síðar í dag, þar sem þessi áform verða kynnt nánar. Byrjað var á undirbúningi þessa verkefnis fyrir tveimur árum og hefur Carbon Iceland náð samkomulagi við kanadíska hátæknifyrirtækið Carbon Engineering um að nota svokallaða „Direct Air Capture“- tækni sem fyrirtækið hefur þróað.
Félag eldri borgara á Akureyri hefur skrifað bæjaryfirvöldum bréf, þar sem mótmælt er verði á vetrarkortum í Hlíðarfjalli. Í bréfinu er sagt frá eldri borgara sem ætlaði að kaupa kort, en blöskraði verðlagningin. Í fyrra hefðu kortin til eldri borgara kostað 7.000 krónur en nú 40.500 krónur, sem þýði 480% hækkun. Bæjarráð Akureyrar sér ekki ástæðu til að endurskoða gjaldskrána.
Staðfest hefur verið að barn í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri er með Covid-19. Af þessum sökum, og á meðan smitrakning fer fram, eru allir nemendur árgangsins sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október komnir í sóttkví sem og kennarar 5. bekkjar sem höfðu verið í samskiptum við barnið.
„Ég fagna þessum áformum, fyrst og síðast er ánægulegt að stórhuga hátæknifyrirtæki horfa hingað til Húsavíkur. Við sjáum ekki annað en að þetta verkefni falli mjög vel að hugmyndafræðinni um vistvæna iðngarða hérna fyrir norðan, sem byggir á heildrænni nálgun á uppbyggingu iðnaðarsvæða, með sjálfbærni að leiðarljósi,“ segir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings.
Bæjarráð Akureyrar ákvað í september að fela stjórn Hlíðarfjalls að skoða möguleika á að bjóða út starfsemi útivistarsvæðisins í Hlíðarfjalli, leggja átti niðurstöður fyrir ráðið fyrir 1. október. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ er staðan í dag sú að stjórn Hlíðarfjalls hafi tekið málið fyrir og m.a. rætt við Ríkiskaup um útvistun svæðisins.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir stöðunni sem komin er upp í Skagafirði vegna staðfestrar riðuveiki í Tröllaskagahólfi. Fyrr í mánuðinum greindist riðuveiki á bænum Stóru- Ökrum 1 og Matvælastofnun hefur undanfarna daga kortlagt frekari útbreiðslu veikinnar.
Starfsmaður í frístund í Síðuskóla hefur greinst með Covid-19. Viðkomandi fékk einkenni um liðna helgi og var smitið staðfest í gær. Starfsmenn frístundar sem unnu með viðkomandi á fimmtudag og föstudag í síðustu viku og börn sem voru í frístund þá daga hafa verið send heim í úrvinnslusóttkví. Af þessum ástæðum verður frístund í Síðuskóla lokuð út vikuna. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. Starfsfólk, nemendur og foreldrar þeirra eru beðnir að fylgjast vel með því hvort fram komi einkenni sjúkdómsins og er bent á að hafa samband við heilsugæsluna ef grunur vaknar um smit. Enn er óupplýst hver uppruni smitsins er en smitrakning er hafin, segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ.
Vöxtur Kerecis hefur verið hraður á undanförnum árum, velta þessa árs verður hátt í þrír milljarðar króna og segir Guðmundur Fertman Sigurjónsson forstjóri stefnt að því að veltan aukist enn frekar í framtíðinni. Hann segir að vöxtur fyrirtækisins sé hraðastur í Bandaríkjunum. Kerecis framleiðir aðallega afurðir til að meðhöndla þrálát sár og brunasár, einkum hjá fólki með sykursýki. Í Bandaríkjunum er einn af hverjum ellefu með sykursýki.
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 2,1% á næsta ári, miðað við yfirstandandi ár og verður 9,5 milljarðar króna, samkvæmt nýju mati Þjóðskrár Íslands. Heildarfasteignamat tekur mismiklum breytingum eftir landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um 2,3%, lækkar um 0,5% á Suðurnesjum, hækkar um 0,3% á Vesturlandi, um 8,2% á Vestfjörðum, um 6,5% á Norðurlandi vestra, 1,9% á Norðurlandi eystra, 3,5% á Austurlandi og um 2,4% á Suðurlandi. Af einstaka bæjarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest á Ísafirði eða um 11,2%, um 8,8% í Akrahreppi og um 8,5% í Blönduósbæ og Tálknafirði. Mynd/Frá Ísafirði/n4.is
Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar í Dýrafjarðargöngum, fóru 827 ökutæki um göngin í gær. Að jafnaði fóru um 150 ökutæki á sólarhrhring um Hrafnseyrarheyði í fyrra, samkvæmt teljara Vegagerðarinnar. Löng röð bíla myndaðist í gær en göngin voru formlega tekin í notkun klukkan 14:00.
3x Technology er hátt í þrjátíu ára og hefur vaxið mikið frá stofnun. Framleiðslan er aðallega hátæknibúnaður fyrir sjávarútvegstengda starfsemi. Starfsmenn fyrirtækisins á Ísafirði eru um sextíu, stærstur hluti framleiðslunnar er seldur til útlanda. Karl Ásgeirsson reskstrarstjóri segir að ágætlega gangi að fá vel menntað starfsfólk. Hann segir að Íslendingar séu vel þekkiir víða um heim fyrir tæknilausnir sínar. Nýverið var tekin í notkun sjálfvirk suðuvél hjá fyrirtækinu, nokkurs konar róbót. Karl segir að kaupendur tækjabúnaðar geri afar ríkar kröfur um öruggar suður.
„Í þessari atvinnugrein er lykiltriði að vera stöðugt að þróa nýjar vörugegundir. Arna verður tíu ára eftir tvö ár og í upphafi settum við okkur það markmið að vera komin með góðan tækjabúnað á tíu ára afmælinu. Í dag eru starfsmenn Örnu um þrjátíu og veltan er um eitt og hálfur milljarður króna,“ segir Hálfdán Óskarsson mjólkurfræðingur og samlagsstjóri mjólkurbúsins Örnu í Bolungarvík. Rætt verður við Hálfdán í Atvinnupúlsinum á N4 annað kvöld, þriðjudagskvöld. Í þættinum segir Hálfdán frá því að verið sé að undirbúa ræktun jarðarberja og kryddjurta í húsnæði fyrirtækisins.
Já, við erum harðákveðin í því að efla þessa stafrænu smiðju enn frekar í framtíðinni,“ segir Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Ísafirði um starfsemi Fab Lab Ísafjörður. Hún telur líklegt að atvinnulífið notfæri sér tækjabúnað smiðjunnar enn frekar í framtíðinni, þar séu meðal annars tölvustýrðir skerar, fræsivélar, þrívíddarskannar og prentarar. Rætt var við Hildi í þættinum Landsbyggðum á N4 í gærkvöldi um starfsemi Fab Lab Ísafjörður.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri ætlar að setja upp frumsaminn söngleik árið 2021, en félagið tilkynnti það í beinni útsendingu á Facebook síðu sinni í dag. Verkið ber nafnið “Hjartagull” og verður byggt á tónlist hljómsveitarinnar 200.000 Naglbíta. Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, tók þátt í tilkynningunni og lýsti þar yfir sérstakri ánægju með NaglMA sem er aðdáendafélag hljómsveitarinnar í skólanum. Það er Aron Martin Ásgerðarson sem skrifar verkið og leikstýrir.
Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags og byggðaráð Norðurþings hafa skorað á Vinnumálastofnun að opna starfsstöð á Húsavík en stofnunin var með starfsstöð þar til ársins 2014 er henni var lokað, þar sem ekki var talin lengur þörf fyrir starfsemina vegna batnandi atvinnuástands.
Leikskóladeildinni Árholti Akureyri var lokað í morgun eftir að barn þar greindist með kórónuveiruna. Allt starfsfólk leikskóladeildarinnar og börn eru farin í varúðarsóttkví vegna smitsins. Beðið er frekari fyrirmæla frá sóttvarnayfirvöldum. Í Árholti hafa verð 17 börn og 7 starfsmenn en deildin tilheyrir leikskólanum Tröllaborgum. Mynd/frá Árholti/akureyri.is
Skráð atvinnuleysi í september var 9,8% og Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi aukist nokkuð í október og nóvember í þeirri erfiðu stöðu sem er á vinnumarkaði vegna heimsfaraldursins. Á Vestfjörðum var heildaratvinnuleysið í september 3,7%, hið minnsta á landinu öllu. Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
“Ef við ætlum að fá ný atvinnutækifæri inn á svæðið er mjög mikilvægt að hafa tryggt rafmagn. Þegar um er að ræða stórar fjárfestingar er mjög fljótlega litið til rafmagnsmála. Við erum að skoða ýmsa vikrkjunarkosti og erum með nokkur rannsóknarleyfi fyrir virkjanir,” segir Elías Jónatansson orkubússtjori Orkubús Vestfjarða.
Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu hefur tryggt sér efsta sæti Lengjudeildarinnar í ár, og þar með langþráð sæti meðal þeirra bestu í úrvalsdeild á næsta tímabili. Það verður í fyrsta skipti í sögu félagsins sem meistaraflokkur Tindastóls spilar í efstu deild, bæði karla og kvenna. Hugrún Pálsdóttir og Laufey Harpa Halldórsdóttir eru báðar uppaldar Stólastúlkur og eru að vonum í skýjunum yfir árangri sumarsins.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ tók neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 gildi á miðnætti, á sama tíma og hertar sóttvarnaaðgerðir. Íbúar Akureyrar eru eins og aðrir landsmenn eindregið hvattir til að sýna ítrustu varkárni í öllu sínu daglega lífi. Virk smit á Akureyri eru fá þessa stundina en það getur breyst á augabragði. Minnt er á að síðasta vor kom fyrsta bylgja Covid-19 til Akureyrar 1-2 vikum eftir að hún kom fram á höfuðborgarsvæðinu og ekki er ástæða til að ætla að þróunin verði öðruvísi núna. Það er undir okkur sjálfum komið að sporna gegn því að þessi bylgja faraldursins verði mjög alvarleg á Akureyri.
Stór hluti sjómanna segist hafa upplifað sjóveiki og um helmingur sjómanna þjáist af mígreni eða spennuverkjahöfuðverk. Þetta kemur fram í rannsókn sem Nanna Ýr Arnardóttir lektor við Háskólann á Akureyri og Hannes Petersen háls, nef- og eyrarlæknir við Sjúkrahúsið á Akureyri gerðu. Spurningar voru sendar til sjómanna sem sótt hafa námskeið í Slysavarnarskólanum, einnig til annarra sjómanna á Eyjafjarðarsvæðinu.
Samkomulag er um að eigendur Kjarnafæðis eigi 57% hlut í sameinuðu fyrirtæki Norðlenska og Kjarnafæðis og eigendur Norðlenska eigi 43%. Eigendur fyrirtækjanna hafa þegar samþykkt samruna, nú er beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda. Fyrirtækin eru með svipaða veltu, eða um fimm milljarða króna á ári.
Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir stórátaki í ýmsum vegaframkvæmdum, svo sem við stofnæðar út frá höfuðborgarsvæðinu. Alls eru nærri fimm milljarðar króna áætlaðir í þennan lið fjárlagafrumvarpsins. Í þessu átaki eru framkvæmdir á Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi. Vegurinn um Þverárfjall tengir saman Skagafjörð og Húnavatnssýslu. Skagastrandarvegur liggur milli Skagastrandar og Blönduóss
Í dag mun N1 hefja sölu á eldsneyti á föstu lágu verði á þremur N1 stöðvum til viðbótar við N1 Lindum í Reykjavík. Ein þessara stöðva er á Akureyri. Fyrirtækið festi lágt verð í sessi í Lindum um miðjan september og segir fyrirtækið að þetta fyrirkomulag hafi slelgið í gegn.
Í nýjum samstarfssáttmála bæjarstjórnar Akureyrar er kveðið á um að blásið verði til sóknar á íbúa- og atvinnumarkaði, meðal annars með því að efla samkeppnishæfni bæjarins og fjölga fyrirtækjum og stofnunum sem telja fýsilegt að byggja upp starfsemi í bænum. Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins bindur meðal annars vonir við tækifæri á atvinnumarkaði í tengslum við aukið millilandaflug.
Í samstarfssáttmála flokkanna í bæjarstjórn Akureyrar er kveðið á um að leita leiða til að draga úr kostnaði við snjómokstur. Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins ræðir þetta atriði í sáttmálanum í þættinum Landsbyggðir á N4, sem sendur verður út annað kvöld, fimmtudagskvöld.
Björn Ingimarsson verður sveitarstjóri nýs sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi. Þetta var tilkynnt á fundi, þar sem málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er kynntur. Björn var bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði. Það voru þeir Gauti Jónannesson oddviti Sjálfstæðisflokksins og Stefán Bogi Sveinsson oddviti Framsóknarflokksins sem kynntu málefnasamninginn.
Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. Samningurinn var undirritaður rafrænt til að leggja áherslu á vilja framboðanna til að þróa rafræna stjórnsýslu þar sem fulltrúar hvaðanæva að úr sveitarfélaginu geti tekið virkan þátt í starfsemi þess.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar segir að ekki standi til að selja fasteignafélögum til dæmis ráðhús bæjarins eða skólabyggingar. Í nýjum samstarfssáttmála bæjarstjórnar er sérstalega kveðið á um að fækka fermetrum með því að samnýta og/eða selja húsnæði.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis leitar nú leiða til að tryggja áframhaldandi rekstur þjónustumiðstöðvar, en erfiða fjárhagsstöðu félagsins má rekja til efnahagslegra áhrifa Covid-19. Þrátt fyrir sparnaðaraðgerðir sér stjórn félagsins ekki fram á að standa af sér áframhaldandi efnahagslega óvissu og hefur því sent frá sér neyðarkall. Félagið hefur þegar leitað til Akureyrarbæjar og annarra sveitarfélaga um fjárhagslegan stuðning. Akureyrarbær og Fjallabyggð hafa hafnað beiðni félagsins um fjárhagslegan stuðning.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur sent út neyðarkall en félagið leitar leiða til að tryggja áframhaldandi rekstur þjónustumiðstöðarinnar á Akureyri. Fjárhagsstaða félagsins er erfið, ástæðan er áhrif vegna Covid-19. Akureyrarbær og Fjallabyggð hafa þegar hafnað beiðni félagsins. N4 leitaði til Akureyrarbæjar og óskaði eftir svörum, hvers vegna bærinn hafi hafnað þessari beiðni. „Við erum einfaldlega að leita allra leiða til að draga úr kostnaði og þurfum að skoða sérstaklega þátttöku í ólögbundnum verkefnum,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs. Mynd/húsnæði KAON
Stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri hafa sent starfsfólki tilkynningu, þar sem bent er á að aðstæður vegna Covid-19 hafi breyst til hins verra. Nokkur smit á svæðinu séu staðfest og á annað hundrað manns í sóttkví, þar af nokkrir starfsmenn SAk. Því hafi verið skerpt á nokkrum atriðum, höfuðborgarsvæðið skilgreint sem „rautt svæði" og þeir sem þurfi nauðsynlega til rauðra svæða skuli sæta reglum um sóttkví C eftir að heim er komið. Þessar reglur eigi einnig við um nema/starfsmenn sem komi af rauðu svæði. Reglur þessar gilda næstu tvær vikur, eða þar til aðstæður kalla á önnur viðbrögð.
Í framhaldi af starfslokum Karls Óttars Péturssonar bæjarstjóra Fjarðabyggðar, sem tilkynnt í morgun, hafa meirihlutaflokkarnir í bæjarstjórn, Fjarðarlisti og Framsóknarflokkur, ákveðið að Jón Björn Hákonarson taki við starfinu og gegni því út kjörtímabilið. Jón Björn var forseti bæjarstjórnar og lætur af því embætti, einnig formennsku í eigna-, skipulags og umhverfisnefnd og safnanefnd ásamt varaformennsku í bæjarráði.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis stendur höllum fæti, fjárframlög til félagsins hafa minnkað umtalsvert vegna Covid-19. Félagið biðlar þess vegna til félagsmanna og fleiri að standa með sér á þessum erfiðu tímum, eins og segir á heimasíðu þess.
„Fiskeldi á Íslandi er í miklum vexti, rétt eins og í öðrum löndum þar sem hægt er að stunda fiskeldi og innan ekki mjög margra ára verðum við líklega jafnokar Færeyinga í þessum efnum,“ segir Einar K. Guðfinsson hjá Samtökum fyrirtækja í Sjávarútvegi. Hann segir að í dag starfi líklega úm sexhundrð manns við fiskeldi á Íslandi, þegar afleidd störf séu tekin með í reikninginn.
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var fyrsti liður að ræða fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Stjórnarformaður Norðurorku og framkvæmdastjóri fyrirtækisins sátu hluta bæjarráðsfundarins og var meðal annars rætt um breytingar á gjaldskrám Norðurorku, svo og hugsanlegt hagræði þess að færa rekstur umhverfismiðstöðvar bæjarins til Norðurorku.
Háskólinn á Hólum hefur hlotið styrk frá Erasmus+ til að vinna að alþjóðlegu verkefni á sviði fiskeldis. Verkefnið er samstarfsverkefni skóla og fyrirtækja í Noregi, Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi og er meginmarkmið þess að bæta kennslu í fiskeldi með áherslu á starfsnám í fiskeldisstöðvum. Styrkurinn hljóðar upp á 4 milljónir evra, þar af renna 360 þúsund evrur til Háskólans á Hólum eða um 56 milljónir króna.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu, þar sem kynntar verða breytingr á meirihlutasamstarfinu í bæjarstjórn. Í dag mynda meirihluta L-listi fólksins, Framsóknarflokkur og Samfylking. Eftir því sem N4 kemst næst verður í hádeginu tilkynnt að flokkarnir í minnihlutanum komi að meirihlutaboðinu. Ljóst er að rekstur bæjarins er þungur, tap þessa árs stefni í hátt í þrjá milljarða króna. Þess vegna þyki skynsamlegt að treysta samstarfið í bæjarstjórn og núverandi meirihlutasamstarf verði útvíkkað.
Bæjarstjórn Akureyrar boðaði til blaðamannafundar í hádeginui í dag, þar sem kynnt var að ákveðið hafi verið að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn það sem af er kjörtímabilinu, sem nú er rétt hálfnað. Ástæðan er þungur rekstur sveitarfélagsins, sem blasir við. Í fréttatilkynningu segir að viðkvæmustu hóparnir verði varðir og börn og unglingar verði í forgangi. Blásið verði til sóknar á íbúa- og vinnumarkaði og stefnt að sjálfbærum rekstri innan fimm ára.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi hafa ákveðið að taka upp formlegar viðræður með það að markmiði að mynda meirihluta í nýrri sveitarstjórn. Fulltrúar flokkanna eru sammála um mikilvægi þess að málefnasamningur liggi fyrir sem fyrst og að breytingar í stjórnsýslu nýs sveitarfélags gangi fljótt og vel fyrir sig.
Það stefnir í gott ár á norðlenskum fasteignamarkaði, fyrstu átta mánuði ársins var veltan samtals 27,9 milljarðar í 812 viðskiptum. Á sama tímabili í fyrra var veltan 25,4 milljarðar í 782 viðskiptum. Veltan hefur sem sagt aukist um 2,5 milljarða og kaupsamningum hefur fjölgað nokkuð.
Gert er ráð fyrir 6,5 milljörðum króna í framkvæmdir við nýbyggingu fyrir nýja legudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri á tíma fjármálaáætlunar árin 2021–2025. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þessu þegar hún ávarpaði ársfund Sjúkrahússins á Akureyri í gær.
Bæjarráð Akureyrar ákvað á fundi sínum í morgun að fela stjórn Hlíðarfjalls að skoða möguleika á að útvista starfsemi útivistarsvæðisins í Hlíðarfjalli. Í bókun ráðsins segir að niðurstöðurnar verði lagaðar fyrir bæjarráð fyrir 1. október n.k.
Fyrirtækið Íslandsþari stefnir að því að eftir fimm ár verði starfsmenn fyrirtækisins á Húsavík um níutíu og veltan 5,4 milljarðar á ári. Íslandsþari mun afla og vinna stórþara en í honum er hægt að vinna ýmsar verðmætar afurðir, meðal annars lyf og heilsuvörur. Í upphafi verður þaraöflunin 3.000 til 12.000 tonn á ári, sem er aðeins brot af þeim sjávargróðri sem vex við strendur Íslands.
Klettur – sala og þjónusta og SS bíla- og vélaviðgerðir á Akureyri hafa ákveðið að sameina starfsemi sína undir merkjum Kletts á Norðurlandi. Í kjölfar þess verður rekstri SS bíla- og vélaviðgerða hætt og allir starfsmenn fyrirtækisins hafa verið ráðnir til starfa hjá Kletti.
Facebooksíðan „Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri“ var stofnuð síðasta föstudag og hafa um eittþúsund og sjöhundruð þegar skráð sig í hópinn. „Nú ætlar skipulagsráð að láta okkur mótmæla í þriðja skiptið og því verðum við bæjarbúar að láta þau vita hversu ósátt við erum við þessa miklu stefnubreytingu um að reisa háhýsi á Oddeyrinni og gjörbreyta þannig bæjarmynd Akureyrar,“ segir í kynningu síðunnar.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands var rekin með 64 milljóna króna halla á síðasa ári, sem fjármagnaður var með rekstrarafgangi ársins á undan. Ársfundur stofnunarinnar var haldinn í gær. Jón Helgi Björnsson forstjóri segir í tilkynningu unnið að uppsetningu búnaðar fyrir fjarheilbrigðisþjónustu til að efla þjónustuna enn frekar.