Hljómsveitin Miomantis

föstudagur 11. nóvember 2022

Hljómsveitin Miomantis kemur fram ásamt hljómsveitinni Hugarró í Hofi þann 24.Nóvember 2022. Miomantis er hljómsveit sem hefur starfað á Akureyri frá árinu 2019 og spila þungdrifið rokk sem má meðal annars líkja við eitthvað eins og Metallica, Alice In Chains, Nirvana, Melvins og fleira sem þar má nefna. Eru þeir með þrjár EP plötur undir beltinu, þær heita Miomantis, BLEAK og The Mantis. Drengirnir eru nú að gíra sig í að taka upp LP plötu sem mun vera sú fyrsta með söng efni frá þeim.