Kristín Þóra Haraldsdóttir og Kristján Ingimarsson

föstudagur 18. nóvember 2022

Kristján Ingimarsson tónlistarmaður frá Djúpavogi. Hann var að gefa út plötu ásamt því að vera umsjónarmaður Hammond Hátíðarinnar sem haldin er á Djúpavogi. - með nýja plötu + Kristín Þóra Haralds meðlimur hljómsveitarinnar Mógil. Þann 26. nóvember mun hljómsveitin Mógil halda aðventutónleika í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og þann 27. nóvember í Akureyrarkirkju. Hljómsveitin mun flytja tónlist af disknum AÐVENTA þar sem tónlistin og textarnir eru undir áhrifum hinnar sígildu skáldsögu Aðventu eftir rithöfundinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975). Á tónleikunum mun Orri Huginn Ágústsson leikari lesa valinn texta úr bókinni. Hljómsveitina skipa Heiða Árnadóttir söngur, Hilmar Jensson gítar, Kristín Þóra Haraldsdóttir víóla og Eiríkur Orri Ólafsson trompet.