Föstudagsþátturinn - Eyrarrokk á Akureyri 22. - 23. október.

föstudagur 24. september 2021

Sumarliði Hvanndal og Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson. Það verður sannkölluð nostalgíuhelgi á Verkstæðinu á Akureyri 22.-23. október n.k. þegar tónlistarhátíðin Eyrarrokk verður haldin í fyrsta sinn þar á bæ. Stefnt er að því að halda tónlistarhátíðina árlega hér eftir en flokkur flytjenda sem ríður á vaðið er ekki af verri endanum.