Tónlist - Brek með lagið Fjaran

föstudagur 24. september 2021

Fjaran Brek: Harpa Þorvaldsdóttir, Jóhann Ingi Benediktsson, Guðmundur Atli Pétursson og Sigmar Þór Matthíasson. Hljómsveitin Brek var stofnuð árið 2018 af þeim Hörpu Þorvaldsdóttur söngkonu og píanóleikara og Jóhanni Inga Benediktssyni gítarleikara ásamt Guðmundi Atla Péturssyni mandólínleikara. Kontrabassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson gekk svo til liðs við hljómsveitina snemma árs 2020. Brek gaf út sína fyrstu plötu í júní 2021.