Skrifað í skýin - Guðmundur R

laugardagur 22. október 2022

Norðfirski tónlistarmaðurinn Guðmundur R. sendi nýlega frá sér lagið „Skrifað í skýin“. Lagið hefur fengið mikla spilun í útvarpi og er komið á vinsældarlista Rásar 2. Það er tekið af væntanlegri breiðskífu Guðmundar sem heita mun Einmunatíð. Þetta er fjórða platan hans en áður hafa komið út Íslensk tónlist (2007), Þúsund ár (2017) og Sameinaðar sálir.