Anna Hildur Guðmundsdóttir

miðvikudagur 25. maí 2022

Þegar Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ ákvað að leita sér hjálpar við alkoholisma fyrir 19 árum grunaði hana ekki að kvíðinn, mórallinn og vanlíðanin myndi hverfa þegar hún hætti að drekka. Hún segist byrja hvern dag á að núllstilla sig og taka einn dag í einu.