Taktíkin - 1. þáttur: Ólína og Jónsi

þriðjudagur 20. apríl 2021

Taktíkin fer af stað aftur. Rakel Hinriks stýrir þættinum, þar sem rætt verður um íþróttir, lýðheilsu og ýmislegt annað sem viðkemur líkamlegri og andlegri heilsu. Í þessum þætti verður fjallað um svokallaða afreksvæðingu. Erum við að leggja of mikið á börnin okkar í íþróttum? Eða hafa þau kannski gott af því? Hvað þarf að varast? Ræðum við sérfræðinga á sviði íþróttaþjálfunar og sálfræði.