Ferðalag um íslenskt skólakerfi - Leikskólastigið

föstudagur 11. nóvember 2022

"Ferðalag um íslenskt skólakerfi" er glæný fjögurra þáttta röð í umsjón Ingva Hrannars Ómarssonar og Ingvars Sigurgeirssonar kennara, sem fjallar um 16 af áhugaverðustu skólaþróunarverkefnum á Íslandi í dag. Þáttagerðin hefur staðið yfir allt þetta ár og verða þessum verkefnum gerð skil í þáttunum, þar af þremur leikskólaverkefnum , tíu verkefnum í grunnskólum og þremur í framhalds-/menntaskólum. Þeir Ingvi og Ingvar fá til sín gesti í þættina sem ræða vítt og breitt um stöðu menntakerfisins en einnig hvað stendur upp úr í starfi skólanna í dag.