Krossar

miðvikudagur 18. maí 2022

Í þessum þætti af Sveitalífi heimsækjum við Snorra og Brynju ábúendur á Krossum. Þau eru með fjárbúskap á Stóru Hámundarstöðum skammt utan Krossa en þar er allt á fullu í sauðburði þessa dagana. Við fáum líka að sjá hinn eftirsótta hrút Austra, sem fæddist með arfgerð í sínum genum sem gæti útrýmt riðusjúkdómnum.