Úlfar Örn Valdimarsson

miðvikudagur 17. ágúst 2022

Úlfar Örn Valdimarsson er myndlistarmaður sem lærði grafíska hönnun og myndskreytingar bæði í Reykjavík og Stokkhólmi, hann vann í áratugi við auglýsingagerð og hönnun leikmynda fyrir hin ýmsu fyrirtæki hér heima og erlendis. Meðfram auglýsingagerðinni hefur hann sinnt list sinni, bæði teiknað og málað en hefur nú helgað sig listmálun alfarið í allmörg ár. Hann bjó lengst af í Reykjavík en flutti í Laugarás í Bláskógabyggð fyrir tveimur árum þar sem hann og konan hans sem vinnur með honum eru með gallerý og vinnustofu Dagskrárgerð: Ásthildur Ómarsdóttir Staðsetning: Bláskógarbyggð Viðmælendur: Úlfar Örn Valdimarsson og Anna Svava Sverrisdóttir