Kvöldkaffi - 3. þáttur - Auðbjörg Geirsdóttir og Bryndís Björg Þórhallsdóttir

mánudagur 25. október 2021

Það er bleikur október. Gestir Rakelar í Kvöldkaffi að þessu sinni verða Bryndís Björg Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur á Öldrunarheimilinu Hlíð og Auðbjörg Geirsdóttir hjá Heimahlynningu. Ræðum um starf Heimahlynningar, sem stuðlar að því að fólk með ólæknandi krabbameinssjúkdóm getur fengið lífslokameðferðir á heimili sínu.