Þriðja vaktin

föstudagur 1. apríl 2022

Ólaunuð ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring á heimilis- og fjölskylduhaldi er gjarnan kölluð þriðja vaktin eða hugræn byrði (e. mental load). Ósýnileg verkefni sem eru vanmetin og jafnvel álitið sjálfsagt að konur sinni frekar en karlar. Hugræna byrðin sem konur bera frekar en karlar er hindrun í vegi jafnréttis sem krefst frekari skoðunar og athygli. Á meðan ójafnvægi ríkir milli karla og kvenna inni á heimilum mun jafnrétti ekki nást fyrir utan það.