Listasumar á Akureyri og vöfflukaffi á Bakkafirði

föstudagur 24. júní 2022

Bakkasystur á Bakkafirði bjóða í vöfflukaffi í Vigtarhúsinu og ræða við gesti og gangandi um framtíðarhlutverk hússins og margt fleira. Þá verður danssýning í Menningarhúsinu Hofi þriðjudagskvöldið 28. júní - en Alona Perepelytsia (dansari), fjölskylda hennar öll, móðir, systir og börn taka þátt í sýningunni. Öll koma þau frá Úkraínu og tilefnið er að styðja samlanda sína og um leið þakka íslensku þjóðinni fyrir góðar móttökur. Svo verður gríðarleg Salsa-stemning í Hofi, laugardaginn 25. júní og fer Kristín Sóley verkefnastjóri Hofs vandlega yfir hvers má vænta