Bryndís Ásmundsdóttir

föstudagur 11. nóvember 2022

Leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur komið sér vel fyrir á Akureyri þar sem hún er að vasast í ýmsum spennandi verkefnum. Hún er leikkona að mennt og hefur lengi verið áberandi í listalífinu og tekið þátt í mörgum sýningum. Þá hefur hún haldið heiðri Janis Joplin á lofti með sýningum um söngkonuna, sem og Tinu Turner. Hýn er með tóneika um helgina á Græna hattinum þar sem hún syngur öll bestu lög Tinu Turner, Janis Joplin og Amy Winehouse