Sumarhátíðir

föstudagur 17. júní 2022

Bakkafest er ný hátíð haldin á Bakkafirði. Frítt er inn á hátíðina og mikil og góð dagskrá, skemmtan og tónlist, sem Þórir reifar fyrir okkur í þættinum. Þórir Örn Jónsson Það verður "Líf í Lundi" í Hánefsstaðareit í Svarfaðardal 25. júní en þá verður gengið um skóginn með leiðsögn og spjalli - er þetta viðburður á vegum Skógræktarfélags Eyfirðinga - sömuleiðis er ámóta viðburður í Fossselsskógi sömu helgi á vegum Skógræktarfélags S-Þingeyinga. Ingólfur Jóhannsson Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga