Ingi Þór Ágústsson tekur við Taktíkinni á N4

þriðjudagur 29. mars 2022

Taktíkin snýr aftur með spánýjum þáttastjórnanda! Við kynnum til leiks Inga Þór Ágústsson, sem hefur verið gestur í Taktíkinni þónokkrum sinnum sjálfur. Ingi Þór hefur komið víða við á ferlinum, setið í frkv. stjórn ÍSÍ og verið yfirþjálfari hjá sundfélaginu Óðni svo eitthvað sé nefnt. Við bjóðum Inga velkominn og hlökkum til að sýna ykkur hans Taktík í sjónvarpi👏🏻✨