Mín leið - Kyana Sue Powers - Ameríkaninn sem flutti til Íslands

þriðjudagur 12. apríl 2022

Kyana Sue Powers kom í ferðalag til Íslands árið 2018. Hún var dáleidd af náttúrufegurð landsins og það varð ekki aftur snúið. Hún fór heim til Boston, sagði upp vinnunni, seldi allt sem hún átti og keypti flugmiða aðra leið til Íslands. Kyana er þekkt á samfélagsmiðlum sem Ameríkaninn sem flutti til Íslands. Hún nýtur mikilla vinsælda á TikTok og Instagram og vakti nýlega eitt myndbanda hennar frá Íslandi gríðarlega athygli. Kyana er gestur Ásthildar Ómarsdóttur í Mín leið.