miðvikudagur 29. desember 2021

Aftur heim í Fjarðabyggð - 1. þáttur

föstudagur 9. október 2020

Það er margt sem er vert að hafa í huga þegar að kemur að flutningum á nýjan stað eða aftur heim. Atvinna, húsnæði, félagslíf, tómstundir, afþreying, skólamál og vegalengdir milli staða svo einhver dæmi séu tekin. Hvar er best að búa og af hverju? Á ég að hrökkva eða stökkva? Í þáttunum „Aftur heim“ kynnumst við ungu fólki sem hefur flutt aftur heim með börn, maka, menntun eða dýrmæta reynslu. Hvað er það sem varð til þess að þau tóku stökkið og hvernig hefur það reynst þeim? Við erum ekki tré sem þurfum að skjóta föstum rótum á einum stað alla okkar ævi. Við getum flutt okkur um set, ögrað okkur og prófað nýja hluti. Tækifærin gætu leynst handan við hornið fyrir þá sem eru opnir fyrir þeim. Umsjón: Skúli Bragi Geirdal Myndataka og eftirvinnsla: Tjörvi Jónsson