Mín leið - Þáttur 1

miðvikudagur 7. apríl 2021

Er til ein rétt leið í lífinu? Ef svo er, afhverju ætti hún þá að henta öllum? Í þáttunum Mín leið kynnumst við einstaklingum sem hafa farið sínar eigin leiðir í lífinu og náð árangri. Hvetjandi frásagnir sem miða að því að hjálpa áhorfendum að fylgja eigin sannfæringu og finna þannig sína eigin leið í lífinu. Í fyrsta þætti verða: Sigrún Lára Shanko lærði ung að vinna með flos hjá móður sinni og sýndi strax mikla færni. Lífið fór með hana í ýmsar áttir þar sem hún sinnti listinni með hjálp mismunandi miðla. Hún komst þó aftur í tengingu við flos og hefur unnið mörg þekkt verk með tengingar í íslenska náttúru og þjóðsögur. Sigrún Lára er einn færasti listamaður landsins á sínu sviði og hefur sýnt útum allan heim á listasýningum. Í þættinum fáum við að heyra hennar sögu og hvernig hún hefur fetað sína eigin leið á toppinn í sínu fagi. Auður Vala Gunnarsdóttir fimleikaþjálfari og Helgi Sigurðsson tannlæknir keyptu gamla frystihúsið af Borgarfjarðarhrepp árið 2006 og hófu þá framkvæmdir. Í dag eru þau eigendur af Blábjörgu sem er hótel, veitingastaður og spa á Borgarfirði Eystra. Auður og Helgi eru miklir frumkvöðlar með stórar hugmyndir sem tjalda ekki til einnar nætur og eru nú að stækka við hótelið ásamt því að opna bruggsmiðju fyrir landa, gin og bjór í gamla Kaupfélagshúsinu. Hér heyrum við söguna af þeirra ævintýr og hvernig þau hafa látið drauminn rætast samhliða vinnu og fjölskyldulífi.